Saturday, January 28, 2006

framvindan, stríðs-sleggjur og sakamál

Slóð eyðileggingar og viðurstyggilegra illvirkja franska landsliðsins hefur leitt mig í samband við frönsku undirheimana þar sem ég er að semja við tvo sjóara frá Marseilles, en þeir eiga hné-sleggju væna og vantar aur fyrir ört vaxandi kókaín neyslu sína.
Ég mun halda úti færslum um framvindu málsins.

en ef menn vilja lífga upp á hversdagsleikann og þykir þessi bálkur orðinn helst til þunglyndilsegur, þá er um að gera að líta á hrottafengna glæpasögu Bósa ljósárs sem er skrifuð í rauntíma á netið.
Hana má lesa hér, og er mælt með henni.

Der Haugh

Friday, January 27, 2006

Þjófurinn fundinn, en málið snúið.


Já þessir helvítis Frakkar. Þeim finnst ekki nóg að valta yfir Íslendinga á leikvellinum heldur ganga um rænandi og ruplandi um götur borgarinnar.
Jú eftir að ég hafði fengið upp úr systur minni hverjir hafi verið í heimsókn hjá henni síðustu helgi er ljóst hver stal vélinni. Eini maðurinn sem kemur til greina er franski landsliðsmaðurinn Luc Abalo. Hvað hann var að gera heima hjá systur minni í einhverju partíi er síðan annað mál. En þótt vitað sé hver maðurinn sé, þá er málið snúið. Lögreglan fer ekki að eyða sínum verðmæta tíma í að elta menn til frakklands fyrir það að stela einhverri myndavél. því þurfum við að grípa til annarra ráða. Sveitamennirnir harðsvíruðu koma ekki heldur að gagni hér en það gæti hinsvegar Ragnar Óskarson gert. Hann er leikmaður hjá franska liðinu Ivry, en þar spilar Luc Abalo þegar hann er ekki í ránsferðum með franska landsliðinu. Ég ætla að reyna að hafa uppi á Ragnari og fá hann til þess að nefna þetta við Luc. Síðan má hafa samband við franska landsliðsþjálfaran , þjálfara Ivry og Franska handknattleikssambandið, og leggja til að þeir knúi Luc til þess að skila vélinni ella fari ég í blöðin. Það væri hálf-leiðinlegt fyrir landsliðið ef upp kæmist um svona lágkúru á meðal liðsmanna. Kanski spurning um að tala við franska sendiráðið líka. Hvað haldið þið? Frönsku kunnátta mín er takmörkuð, þrátt fyrir stúdentsprófið, þannig að ef einhvað frönskuséní er til í að stunda ransóknarvinnu með mér þá er öll hjálp vel þegin.
Meðfylgjandi mynd sýnir Luc og "Rússajeppann," en svo einkennilega vill til að á myndinni má einnig sjá Bróðir minn og Faðir (hvít skyrta, svartur jakki). Mér var boðið að fara á leikinn með þeim en ég hafnaði því. Hversu súrt hefði það verið ef ég hefði verið þarna á myndinni? Það hefði verið aðeins of steikt.
Attack! Always forward.

Wednesday, January 25, 2006

um leiðinda móral misgáfaðra manna

Fátt sýnir meiri aumingjaskap en að stela úr partíum. Nú nýverið gerðist ég stoltur eigandi Olympus Om-4ti myndavélar. En slíkar eru nokkurs virði og marka hápunkt OM-kerfisins hjá Olympus. Myndavél þessi var smávægilega löskuð, og hef ég því ekki notað hana, enda stóð til að láta yfirfara hana áður en hún yrði tekin í gagnið. Ég hafði átt þesa vél í um tíu daga. Þegar hún hvarf af hillu í herbergi mínu um helgina. "Samt var ekkert partí hérna um helgina," sagði systir mín. Þetta mál er afar leiðinlegt og grunsamlegt. Og gæti svo farið að ég verði að fara á stúfana með vel völdum, óþarflega ofbeldishneigðum, sveitamönnum og finna vélina.
Áður en það gerist er þó rétt að hringja í kurteysistón í gesti helgarinnar, eftir að ég er búinn að veiða upp úr systur minni hverjir þeir séu, og gefa þeim færi á að skila því sem vantar.
Og auðvitað leita af sér allan grun. Hver veit, kanski setti einhver vélina í klósett-kassann í góðu gríni.
í óánægju, að seilast eftir stríðsöxinni.

Saturday, January 21, 2006

eins og úlfur sagði við bareiganda einn á Portúgal sem neitaði að selja okkur rauðvíns belju kl. átta um morgun: "Very unprofessional."

Smá fréttaskot um menningarkempuna Dr. Ólaf Mixa.
Ég fékk bréf frá Canada High Commission í London um daginn þess efnis að eftir að litið hafi verið yfir læknisvottorð hafi vantað niðurstöður úr blóðprófi og ég beðinn um að hafa samband við Óla og kippa þessu í liðinn. Svo virðist sem Óli perfect hafi gleymt einhverju. Kemur á óvart. Ég hringdi náttúrulega í heilsugæsluna um leið og var sagt að ólafur yrði við daginn eftir, frá hádegi. Nú, ég mætti á hádegi en enginn Ólafur við. Ég spurði símakellinguna hvort hún væri að grínast!? "Ég hringdi hér í gær og þú sagðir mér að hann yrði við í dag," sagði ég. "Já það breyttist," sagði símakellingin. "Já breyttist það, það var nú frábært, og gaman að því hvernig allt breytist einhvernvegin hjá ykkur." "Já sko, Ólafur er voða lítið hérna nú orðið," segir kellingin og reynir að afsaka fáránlega ófagmennsku sína. No fucking shit!!!? Langaði mig að segja, en pantaði samt tíma hjá ritaranum hans Óla á mánudags morgun.
Ritarinn verður ekki í öfundsverðu hlutverki á mánudaginn, en þá mun ég eiga við hana vinalegt spjall í símanum. Það þarf aðeins að ausa úr skálunum áður en ég drep einhvern.
ástin ofar öllu og allir vinir...

Thursday, January 19, 2006

Jess maður!

Góðu hálsar,

Ég ætlaði nú að vera með eitthvað ömurlega skemmtilega, upptaktar (up-beat) skrá hér um daginn í tilefni að árs-afmælinu, en afmælisdagurinn var hér þann 14 jan. það gleymdist, enda ómerkilegt í sjálfu sér.

Annars er Haugurinn vinnandi maður á ný eftir geysilega atvinnuleit. Það stendur þó þannig á að vinnan er í firði hafna og ég er bíllaus sem stendur. Slíkt er ekki til eftirbreytni. Sér í lagi ekki í þessu kuldakasti sem hefur tröllriðið höfuðborginni undanfarið.
Að ferðast með strætó hefur ýmsa kosti í för með sér. Þar er mikið mannlíf að sjá og nokkuð spes oft á tíðum. Það er tiltölulega ódýrt, amk. í samanburði við rekstur á 24 ára gömlum willys-jeppa. Og ef maður ferðast einungis með strætó er ekkert sem segir að maður geti ekki bara alltaf verið fullur eins og var réttilega bent á í frétablaðinu um daginn. Nema að maður þurfi að mæta í vinnu, vitaskuld.
Það eru ókostir líka. Maður þarf að mæta á ákveðnum réttum tímum eða bíða ella í lengri tíma. Það er mikið af fíflum í strætó. Það er óþarfa umgengni um annað fólk, sem maður gæti alveg verið laus við annars. Jafnvel mannleg snerting eða annar viðbjóður. Og að síðustu er afar tímafrekt að taka strætó, miðað við heimilisbílinn.
Annars er eitt sem hefur vakið gremju mína ofar öðru á leiðarkerfinu. En það eru strætóskýlin. Þau eru týpískt dæmi yfir svokallað "Form over function" hönnun, eða útlit ofar hagnýtni. Þessi skýli eru í eigu AFA JCDecaux Ísland og eru hönnuð af Knud Holscher. Knud er nokkuð mikilsmetinn hönnuður og örugglega fínn gaur, en vitaskuld eru Strætuskýlin hönnuð fyrir Danmörku ekki Ísland og fyrir þá sem ekki vita, þá er heldur mildara veðurfar í Danaveldi en hér á landi. Einhverjum hefur ljáðst að nefna þessa veðurfræðilegu staðreynd við Reykjavíkurborg.
Skýli þessi eru álíka vindþétt og girðinganet og veita ekki skjóli fyrir neinu nema rigningu og þá aðeins í þau skipti sem rigningin kemur beint niður. Þetta hefur gerst tvisvar á síðustu fimmtíu árum. En þau eru flott, skýlin, og kanski er það, það sem skiptir máli enda er sá þjóðfélagshópur sem nýtir sér almenningssamgöngur einn sá tískumeðvitaðasti á Íslandi ef ekki í öllum heiminum að undanskildum Kentucky-búum og Grinvíkingum.
Ég hef stundað Hlemminn núna í þess viku sem ég hef verið í strætó og hef orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með hann. Í mynningunni var þetta geysilegt gímald sem innihélt ávalt einhverja róna eða pönkara og alskonar vandræði, en nú hefur Hlemmur skroppið saman, að því er virðist, og allir pönkararnir og rónarnir fluttir til Kristianíu eða eitthvað, og ekki ljái ég þeim það. Annars er lítill afgreiðslumaður í sjoppunni á Hlemmi sem er skemmtilegur. Hann er snaröfugur og pattaralegur, og lítur á sig sem einhverskonar sáluhjálpara götunnar. Hann var að argast yfir "fasistunum þarna niðrí ráðhúsi" um daginn vegna hækkunar á gjaldskrá Stræto. Ég steitti bara hnefann með honum, og sagði: "Já helvítis fasistar! En við verkamennirnir stöndum saman ARRRRRR..." Síðan þá hefur hann alltaf kallað mig "vin" þegar ég kem og kaupi hjá honum pepsí og þrist.
Að lokum vil ég mynnast á óheppilega nafnagjöf hjá þessu indæla almenningssamgangnafyrirtækis. Þeim hefur tekist heldur illa upp þar á bæ. Fyrirtækið heitir Strætó bs. Bs. er stöðluð stytting á Bull Shit á enskri tungu og fyrirtækið því Strætó bull shit
i augum manna frá enskumælandi löndum, sem er ef til vill ekki svo vitlaust. Ég hef nú ekki kynnt mér leiðakerfið mjög vel en mín leið heitir S1. Hversó óheppileg nafngjöf er það á strætisvagnaleið? Já síðan tekurðu bara Seinn uppá hlemmi og stekkur úr í Garðabænum, hann á að koma klukkan tíu en þetta er náttúrulega S1. Stupid stupid stupid. Og hvernig væri nú að brjóta aðeins upp ímynd fyrirtækisins. Hafa stofnleiðinar kanski í litum svo þú sjáir hvort þinn strætó sé að koma eða bara helvítis ellefan? Ég veit ekki... og haugurinn er nú fallinn nokkuð langt ofan í ræsið. Spurning um að flytja bara til Kristjaníu.

Tuesday, January 10, 2006

Um Konunginn


Elvis ,vinur minn, átti afmæli í fyrradag. Kóngurinn lifir.
Nú, eins og allir góðir prellar þá eyddi ég deginum í að rifja upp slagara kóngsins með Elvis húfuna á kollinum og drekkandi Dr. Pepper, því eins og allir vita var sá dýsæti drykkur uppáhald Kóngsins. Ég skoðaði líka gamlar myndir frá 2001 þegar ég fór í pílagrímsferð til Graceland og þess ber einnig að geta að ég tók ekki niður Elvis sólgleraugun allan daginn.
Síðan endaði ég þetta náttúrulega á því að spila Amerikan trilogy svona fimmtíu sinnum og syngja með. Oh I wish I was in the land of cotton...
Ég býst við að allir aðrir hafi gert slíkt hið sama eða fagnað á sinn eiginn hátt. En þó eru einstaka fólk sem sýnir þessu ekki skilning.
Annars hef ég aldrei séð Kónginn, en ég sé Hunter alltaf bregða fyrir eftir að hann féll frá.
lokum.
Tekk

Sunday, January 08, 2006

Um ólýsanlega fagmensku Dr. Ólafs Mixa

Ólafur Mixa er læknir Kanadíska sendiráðsins á Íslandi.
Hann er ekki vandur að virðingu sinni. Þennan fjörgamla lækni talaði ég við í byrjun Desember mánaðar til þess að fá læknisvottorð vegna landvistarleyfisumsókar minnar. Þá var mér tilkynnt að ég gæti ekki fengið tíma fyrr en eftir tvær vikur. "Jú þú sérð, hann vinnur bara tvo daga í viku." Jæja já, hugsaði ég með mér. Þetta á eftir að vera eitthvað vesen. Þegar ég síðan birtist á skrifstofu hans um tveimur vikum síðar. Þá fæ ég þessa ræðu: "Já nei, sko þú átt að sækja um landvistarleyfið, og þá færðu sent til baka eyðublað sem þú síðan kemur með til mín, og þá fer læknisskoðunin fram." Sagði sá gamli, en drattaðist samt til að tékka á sjón, blóðþrýstingi og þessháttar. Ég kannaðist ekkert við þessar upplýsingar og fór yfir gögnin mín þegar heim var komið. Neinei það var náttúrulega ekkert að marka Dr. Ólaf, og ef ég hefði farið að ráðum hans þá hefði ferlið tafist um amk. fimm til átta mánuði. Haugnum var ekki skemmt ég reyndi líka að fá þessar upplýsingar frá Kanadíska sendiráðinu á íslandi en eins og áður vissu þeir varla hvað þeir heita, og sögðust ætla að hringja í mig þegar þeir væru búnir að hringja í "pabba" í London og leita svara. Djöfulsins hálfvitar. Ég hringdi bara í kærustuna og bað hana að hringja í innflytjendaeftirlitið sem síðan sendi okkur nákvæmar upplýsingar um hvað Dr. Ólafur ætti að gera. (sendiráðið hafði reyndar samband við mig sólahring eftir að ég hafði hringt. Til hamingju!)
Nú, ég mætti daginn eftir til Ólafs og krafðist þess að fá að tala við hann og leiddi hann síðan í gegnum ferlið, og sagði honum nákvælega hvað hann ætti að gera og lét hann meira að segja fá leiðbeiningar. " já Óli litli, svo átt þú að eiga eyðublað 1017 EFC í tvíriti í litlu skúffunni þinni þarna og svo átt þú að skrifa undir bæði eyðublöð, já og svo á ég að fá það sem stendur á ´applicants copy´ en þú átt að senda þitt til London, já það sem stendur á ´DMP´s copy.´ Dr. Óli var nú nokkuð reffilegur og þóttist alls ekki getað reddað þessu í dag þar sem það væri alt á kafi að gera. Ég var orðinn reyttur á þessu og ákvað að sleppa honum þar sem það var 23 des. og hann hafði að því er virtist nóg að gera. Ég tók þó af honum það drengskaparheit að hann mundi redda þessu áður en árið væri liðið. hann lofaði því.
Síðan heyrði ég ekkert frá honum, og ekki var möguleiki að ná í hann. Heilsugæslu-símadömurnar sögðu mér að hann yrði inni þennan daginn og síðan mæti ég og fæ þessa: "Já hann ætlaði að koma inn í dag en síðan hefur það eitthvað breyst." "já ha, það var gaman," sagði ég.
Það var þá sem ég byrjaði að hringja heim til hans.
Ég náði loksins í hann og spurði hvort hann ætlaði að svíkja loforð sitt, en passaði þó að sýna kurteisi og háttsemi. Hann sagðist hafa gleymt þessu. Ég sagði honum að það væri nú alveg frábært, og að ég væri ákaflega ánægður með störf hans fram að þessu.
Hann sagðist munu redda þessu eftir helgi. Ok, einn séns hugsaði ég. Eftir helgina mætti ég til hans og var sendur í eitt test þangað og annað þangað og síðan voru testin send hingað til greiningar osfv. Ég þurfti að fara á þrjá staði í hinum ýmsu borgarhlutum til þess að klára þetta dæmi og með ransóknarstofunni þá þarf fjóra mismunandi vinnustaði til þess að ganga frá einni svona umsókn. Helvíti skilvirkt kerfi. Síðan fór ég til Óla og leiddi hann í gegnum loka-undirskriftinar. " Nei Óli litli, ekki setja nafn kærustu minnar í "Princibal applicant if other than above" reitinn. Það er bara ef ég ætti börn eða konu sem væri íslensk og ekki sponsorinn minn. Svona já skrifaðu bara nafnið þitt hérna, já 'Ó´L´A´F´U´R,´ svona já gott hjá þér og svo stimpla hér. Já! þetta gastu, þú færð broskarl."
Og hvað haldiði að þetta ferli hafi síðan kostað hemúlinn? 24. 662 krónur. Það er ekki neitt.
Miðað við að í heildina þá vann Óli í um tvo tíma, þá er hann með 12.331 krónu á tíman, það er ekkert kaup, ha! Úlfur.
Ég mun vitaskuld senda reikning til Ólafs Mixa upp á 35.662 krónur fyrir ráðgjöf mína í innflytjendamálum Kanada og björgun minni á því að hann hefði gert mistök sem hefðu valdið honum niðurlægingu í starfi, ný plús akstur auðvitað. Reykjavík - Hvanneyri: uþb 70 km sinnum 4 =280km plús göng 1000kr ferðin. Mér finnst hann nú sleppa vel með þessi 11 þús.
Ég tek náttúrulega það sama og hann í tímakaup og varmeð honum í þessa tvo tíma semhann vann= 24.662krónur.
Síðan mun ég náttúrulega tala við Sendiráðið og leggja til að hann verði rekinn þar sem að hann hefur brotið næstum allar aðal-reglur DMP (designated medical practitioner).
Til að mynda:
Að veita eins skjóta þjónustu og auðið er, eða innan 10 daga. tæpur mánuður hjá mér.
Veita ráðgjöf og upplýsingar um innflytjenda-ferlið. Þarf ekki að mynnast á það.
Veita þjónust á verði sem er sambærilegt og hjá öðrum DMP´s. Way over.
Þetta er stuð, mæli með þessu.

Monday, January 02, 2006

obbobobb

orðin leið á íslenskum fréttum um að fimm íslenskir hestar hafi orðið fyrir járnbrautarlest, eða um að saklaus dönsk hjón hafi verið handtekin fyrir að vera tölvuglæpamenn?
Kíkið þá á þetta.
www.question911.com/links.php
Loose change 2E er góð , líka Martial Law- Alex Jones.
Fær mann aðeins til þess að pæla í hlutunum.
Takk Gísli