um ferðalög í gömlum van og annað tiltækt
Ég fór eitt sinn til Bandaríkja Norður-Ameríku að leita að sjálfum mér sem mér þótti ekki hefa fundist innan landsteinanna. Sú leit var ekkert sérstaklega árangursrík enda ekki mikil hjálp í samferðafélögunum sem voru uppteknir alla ferðinna í þeirri vitleysu að leita að þeirra eigin sjálfi. Þarna þvældumst við vítt og breytt en fundum einna helst þann mun sem er á Íslenskum bjór og hinum útþynnta alkahólslausa pilsner sem Bandaríkjamenn kalla bjór. Engin eiginsjálf fundust reikandi um sléttur Bandaríkjanna, hvorki hjá mér né hjá hinum ferðafélögunum. Þó fannst nokkuð hressandi skuldahali eftir að heim var komið, en sá hinn sami fylgir mér enn eins og albatrosi um hálsinn og kemur í veg fyrir frekari brjálsemi eins og ferðalög til framandi slóða eða sjálfboðavinnu í Equador eða eitthvað sem er ekki bara til að vinna fyrir saltinu í grautinn.
En þar sem ég reit hér um ferðalag rithöfundanna miklu um bandaríkin, datt mér í hug að skrifa aðeins um ferðalag okkar félaganna. Ég hélt nefnilega dag (eða svona viku amk) bók í þessari ferð sem oft er gaman að glugga í. Hér verður vitnað beint í bókina þrátt fyrir að hún sé skrifuð í misjöfnu ástandi og ekki endilega sem eitthvað stíleríserað ritverk heldur meira svona bara til minnis:
"New Orleans var mjög cool, mikið götulíf, gott djamm en kanski fullgott. Þorri lenti í ævintýrum. Ég lenti á fylleríi. Skoðuðum D-day museum og héldum áfram förinni. Ætluðum að fara til florida en ákváðum að fara frekar upp Louisiana og til Memphis, Kentucky, að sjá Graceland. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með hús Kóngsins og það var mögnuð tilfinning að standa við gröf hans. Did not like Memphis though. Þetta kvöld ákváðum við að finna einhvern country pub og djamma með redneckunum. Fundum The Frontier Lounge og djömmuðum þar við rockabilly tónlist. Gordon, eigandinn, var forvitinn um hvaðan við kæmum og var svo hrifinn af því að við værum frá Íslandi að við borguðum ekki fyrir fleiri bjóra það kvöldið. hann hafði verið að horfa á þætti á Discovery channel um Víkinga. Síðan heimtaði Gordon með samþykki konunnar sinnar að í stað þess að sofa í vaninum þá svæfum við inni á barnum sem við og gerðum, sváfum á sviðinu eins og ungabörn á pullum úr básunum, reyndar eftir að hafa tekið nokkra pool leiki og drukkið fleiri bjóra en eigandinn segði okkur bara að fá okkur það sem við vildum þegar hann fór heim að sofa. Læsiði síðan bara hurðinni áður en þið farið að sofa strákar. Þetta kvöld var ótrúlegt, daginn eftir gáfum við þeim kínverska bjórinn, búnir með þann frá Jamaica (eina brotið á Budweiser reglunni) og héldum áfram ferðinni. þennan dag fórum við í bíó og gerðum okkur grein fyrir að bensíndælan væri hrunin."
En þar sem ég reit hér um ferðalag rithöfundanna miklu um bandaríkin, datt mér í hug að skrifa aðeins um ferðalag okkar félaganna. Ég hélt nefnilega dag (eða svona viku amk) bók í þessari ferð sem oft er gaman að glugga í. Hér verður vitnað beint í bókina þrátt fyrir að hún sé skrifuð í misjöfnu ástandi og ekki endilega sem eitthvað stíleríserað ritverk heldur meira svona bara til minnis:
"New Orleans var mjög cool, mikið götulíf, gott djamm en kanski fullgott. Þorri lenti í ævintýrum. Ég lenti á fylleríi. Skoðuðum D-day museum og héldum áfram förinni. Ætluðum að fara til florida en ákváðum að fara frekar upp Louisiana og til Memphis, Kentucky, að sjá Graceland. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með hús Kóngsins og það var mögnuð tilfinning að standa við gröf hans. Did not like Memphis though. Þetta kvöld ákváðum við að finna einhvern country pub og djamma með redneckunum. Fundum The Frontier Lounge og djömmuðum þar við rockabilly tónlist. Gordon, eigandinn, var forvitinn um hvaðan við kæmum og var svo hrifinn af því að við værum frá Íslandi að við borguðum ekki fyrir fleiri bjóra það kvöldið. hann hafði verið að horfa á þætti á Discovery channel um Víkinga. Síðan heimtaði Gordon með samþykki konunnar sinnar að í stað þess að sofa í vaninum þá svæfum við inni á barnum sem við og gerðum, sváfum á sviðinu eins og ungabörn á pullum úr básunum, reyndar eftir að hafa tekið nokkra pool leiki og drukkið fleiri bjóra en eigandinn segði okkur bara að fá okkur það sem við vildum þegar hann fór heim að sofa. Læsiði síðan bara hurðinni áður en þið farið að sofa strákar. Þetta kvöld var ótrúlegt, daginn eftir gáfum við þeim kínverska bjórinn, búnir með þann frá Jamaica (eina brotið á Budweiser reglunni) og héldum áfram ferðinni. þennan dag fórum við í bíó og gerðum okkur grein fyrir að bensíndælan væri hrunin."
0 Comments:
Post a Comment
<< Home