um leti og vopnvæðingu lögreglunnar
Nokkur leti hefur staðið í vegi fyrir skrifum á þessum síðum undanfarin misseri. Vonandi verður breyting þar á, en það er þó alls óvíst. Eins og von er og venja er ég með mörg járn í eldinum, en hef ekki mikla löngun til þess að taka þau þaðan og byrja að lemja þau til á steðjanum. Það er hlýtt og vinalegt í logum helvítis og gott að hafa bara fínan bunka af ókláruðum verkefnum á borðinu hjá sér. Á borðinu hjá mér er annars merkilegt safn af drasli. Hleðslutæki, niðurhalsbúnaður ljósmynda á stafrænu formi, casio vasareiknir, heimabankalykill, pennar og klink, snjáð derhúfa, te-box skreytt japönskum mótívum fullt af klinki sem til stendur að fara með í bankan (hefur verið fullt árum saman) minnisbækur, bæklingar, ársreikningur ÁTVR, Heat endurance orkuduft, pillubox með Tylenol 3 verkjalyfi, Webster's New World Thesaurus (funk and wagnalls edition), umsókn um skólavist í Langara college og svo auðvitað gemsi og kaffibolli barmafullur hinum svarta elexír...og þetta er bara á borðinu, eða á "yfirborðinu," (úff...) skúffunar eru fullar af allskonar drasli sem ég hef enga löngun til þess að skoða og hef þær því bara lokaðar. Hah! Þarna ér ég búinn að skrifa ágætis pistil án þess að tala um neitt og er rétt að vera stoltur af því.
Ætti maður að tala um eitthvað?
Kannski um yfirvofandi vopnvæðingu lögreglunnar á Íslandi? Eins og hún hafi einhverja þörf fyrir Taser byssur eða önnur vopn? Hvað varð um þann sið að valdasjúkir dyraverðir með minnimáttarkennd gerðust lögreglumenn og nutu þess að lemja menn með hnefunum eins og gert hefur verið árþúsundum saman. Er lögreglan að fyllast upp ef einhverjum kellingum og aumingjum sem nenna ekki að slást? Hvaða rugl er það? Taser-byssur valda dauðsföllum í hverri viku í Norður Ameríku og látið ekki glepjast af neinu almannatengslabulli um að þetta séu skaðlaus verkfæri. Hér er ágætis grein um þetta. Samkvæmt þessarri grein hafa 300 mans látist í USA og Kanada vegna Tazer stuðs frá því að þessi ljómandi uppfinning kom á markaðinn, þetta var skrifað árið 2007 þannig að við getum gert ráð fyrir því að sú tala sé nær 400 í dag. Amnesty international skrifar líka fína grein um þetta hér. Don Símon Falco sérlegur ráðgjafi hemúlsins í samsæringum, nefndi áhugaverðan punkt í þessu sambandi: Jú nefnilega nýja dánarorsok sem gjarnan er notuð þegar fólk deyr í aðstæðum þar sem Taserbyssur hafa verið notaðar, eða eins og hin algjörlega gagnslausa Canadian Police Research Centre orðar það: "The report noted that excited delirium was gaining increasing acceptance as the main contributor to deaths "proximal" to taser use." Nefnilega dauðsfall einnhversstaðar í nágrenni við notkun taser byssa! Hvaða rugl er þetta? Það er ekkert nágrenni, þið skutuð manninn margoft með 50,000 voltum af rafmagni.
Hin einkennilega dánarorsökin sem gjarnan er notuð er: "excited delirium", ellegar "agitated delerium," sem útleggst á íslenskunni eitthvað á þá leið að viðkomandi hafi dáið úr æsingi. Hvernig er hægt að taka þetta alvarlega? Einhver beikonbúnki með yfirvaraskegg í ræðustóli útskýrir hvernig fangi dó í gæsluvarðhaldi á þann veg að hann hafi verið svo æstur að hann dó?! Þetta er náttúrulega fáránlegt! Hver heldurðu að trúi þessu bulli.
Svo verið á varðbergi kæru vinir. Ekki láta þessa vopnvæðingu yfir ykkur ganga. Íslendingar hafa slegist með hnefum og grjóti og öðru tiltæku öldum saman, engin ástæða til að bæta Taser draslinu við, og ekki halda að taser byssurnar verði aðeins nýttar í neyðartilvikum. Kíkið á netið.
Ætti maður að tala um eitthvað?
Kannski um yfirvofandi vopnvæðingu lögreglunnar á Íslandi? Eins og hún hafi einhverja þörf fyrir Taser byssur eða önnur vopn? Hvað varð um þann sið að valdasjúkir dyraverðir með minnimáttarkennd gerðust lögreglumenn og nutu þess að lemja menn með hnefunum eins og gert hefur verið árþúsundum saman. Er lögreglan að fyllast upp ef einhverjum kellingum og aumingjum sem nenna ekki að slást? Hvaða rugl er það? Taser-byssur valda dauðsföllum í hverri viku í Norður Ameríku og látið ekki glepjast af neinu almannatengslabulli um að þetta séu skaðlaus verkfæri. Hér er ágætis grein um þetta. Samkvæmt þessarri grein hafa 300 mans látist í USA og Kanada vegna Tazer stuðs frá því að þessi ljómandi uppfinning kom á markaðinn, þetta var skrifað árið 2007 þannig að við getum gert ráð fyrir því að sú tala sé nær 400 í dag. Amnesty international skrifar líka fína grein um þetta hér. Don Símon Falco sérlegur ráðgjafi hemúlsins í samsæringum, nefndi áhugaverðan punkt í þessu sambandi: Jú nefnilega nýja dánarorsok sem gjarnan er notuð þegar fólk deyr í aðstæðum þar sem Taserbyssur hafa verið notaðar, eða eins og hin algjörlega gagnslausa Canadian Police Research Centre orðar það: "The report noted that excited delirium was gaining increasing acceptance as the main contributor to deaths "proximal" to taser use." Nefnilega dauðsfall einnhversstaðar í nágrenni við notkun taser byssa! Hvaða rugl er þetta? Það er ekkert nágrenni, þið skutuð manninn margoft með 50,000 voltum af rafmagni.
Hin einkennilega dánarorsökin sem gjarnan er notuð er: "excited delirium", ellegar "agitated delerium," sem útleggst á íslenskunni eitthvað á þá leið að viðkomandi hafi dáið úr æsingi. Hvernig er hægt að taka þetta alvarlega? Einhver beikonbúnki með yfirvaraskegg í ræðustóli útskýrir hvernig fangi dó í gæsluvarðhaldi á þann veg að hann hafi verið svo æstur að hann dó?! Þetta er náttúrulega fáránlegt! Hver heldurðu að trúi þessu bulli.
Svo verið á varðbergi kæru vinir. Ekki láta þessa vopnvæðingu yfir ykkur ganga. Íslendingar hafa slegist með hnefum og grjóti og öðru tiltæku öldum saman, engin ástæða til að bæta Taser draslinu við, og ekki halda að taser byssurnar verði aðeins nýttar í neyðartilvikum. Kíkið á netið.
Labels: taser, vopnvæðing lögreglunnar
5 Comments:
Fólk dettur bara niður dautt eftir að hafa verið taserað.... vegna þess að það var svo æst ha ha ha. Það er merkilegt hvernig "æsingar-óráðs" heilkennið dreifist eins og vírus eftir að lögreglan fær taser???
Því er svo oft bætt við að þetta fólk sem hafi dáið hafi nú verið drukkið eða á einhverjum lyfjum, og hafi þess vegna dáið......Þannig að íslendingar þurfa ekkert að hafa áhyggjur af taser, því ekki þekkist áfengisdrykkja hér, eða þá "eiturlyf"!
Hér á íslandi er þegar umboð sem getur selt Taser, og það er taser-vefsíða á íslensku frá fyrirtækinu, þar sem fjölmiðlar og löggan geta svo notað copy-paste tæknina fyrir sína umfjöllun.
Amnesty hefur svipaða stöðu hér og í Kína, það er alveg sama hvað Amnesty segir, enda ætti svoleiðis pakk nú bara að fá sér vinnu......eins og mótmælendurnir.
Fólk hefur fram að þessu trúað bullinu, svo sem æsingar-heilkenninu. Það er nú samt spurning hvort Íslendngar séu ekki orðnir þreyttir á því að láta fjölmiðla og yfirvöld ljúga að sér?
Monty Python með official rás á youtube
Mér þykir athyglisvert hvernig teiserar hafa endurtekið orðið að umræðuefni þínu og falla þannig undir sama flokk og kaffidrykkja, hjólreiðar, lögreglan, útkastarar og Símon Falkner (sem er reyndar ógeðslega töff nafn). Þetta mætti reyndar stytta niður í Kraftwerk, yfirvald og Símon Falkner. Ég er ekki viss hvernig hann Símon blessaður passar inn í þetta en það er alltaf gaman að geta sagt Símon Falkner.
Úlfur, ég held að þú hafir gleymt vínandanum í upptalningu þinni, en eins og allir vita sem eithvað vita þá hefur "andinn" alltaf verið góður við okkur félagana og séð um að ylja okkur um hjartaræturnar, ekki ólíkt því sem ljóðrænn sannleikurinn gerir í athugasemdinni þinni hér.
Úlfur er nafn sem undirrituðum hefur alltaf fundist vera gott nafn á réttum mönnum....og getur það varla verið tilviljun að Adolf "Dolli" Hitler hafði dálæti á þessu nafni.
Þú getur því verið viss um að nafnið þitt ber fegurðina með sér, því ekki fer ég að ljúga neinu, frekar en Dolli gamli.
Símon
Jú rétt er það Fenris. Ég hef ekki mikið álit á því að lögreglumenn vopnvæðist frekar en orðið er á íslandi, það er rétt og því kasta ég þessum athugasemdum fram. Okkur ber skylda til að efast um yfirvaldið og það er greinilegt að íslendingar hafa gott af því að efast svolítið meira en venja hefur veriðundanfarið í ljósi efnahagsástandsins á íslandi þessa dagana. Hjólreiðar eru hressandi nema þegar maður dettur og stútar á sér öxlinni. Símon er uppspretta áhugaverðra minninga og nýrra pælinga. Við höfum brallað ýmislegt í gegnum tíðina og don Falco er sérstakt eintak, special edition. Þeir framleiddu bara eitt stykki áður en formið var eyðilagt. Margir menn eru uppspretta skrifa á þessum síðum og ert þú þar á meðal og því óþarfi að vera að öfundast út í Falknerinn.
Post a Comment
<< Home