Monday, February 28, 2005

Um morgunæfingar, og gæði þess að mæta snemma í vinnuna

Í dag hef ég setið hér fyrir framan skjáinn, hlustað á Neil Young og drukkið kaffi, það er allt og sumt. En það er afar gott að byrja daginn rólega. Þetta vita sumir og aðrir kanski fullvel.
Ég mynnist þess þegar ég var sauður í menntafjárhúsi einu í miðbæ Reykjavíkur, og lagði það í vana minn að mæta alltaf stundvíslega kl 8 til þess að leggja mig í sófunum í kjallaranum. Þessi í horninu við hringstigan var mitt uppáhald. Sá hafði þann óumdeilanlega kost að vera í herbergi með hurðum og ljósrofa. Svo maður mætti þarna í vinnuna á hverjum morgni lokaði hurðinni, slökkti ljósin og hóf erfiðisvinnu í draumaheiminum. Það var nokkur samkeppni um þennan sófa, þannig að maður varð að vera tímanlega. Síðan var náttúrulega alltaf sama rútínan á þessu. Um kl 8: 20 kom maður nokkur í Henson sportjakka, og lýsti yfir frati á því að slökkva ljósin og loka hurðinni og leiðrétti bæði. Fyrstu tvo mánuðina var eitthvð um þras okkar á milli en seinna meir var þetta svona fagmannleg virðing fyrir starfi hvers annars og Hensonklæddi húsvörðurinn Hannes lét sér nægja að kveikja ljósin og opna hurðina án þess að vera að vekja lítinn Hemúl. Og viti menn, stundum lét hann jafnvel ljósrofann vera og dæsti þess í stað. Þá voru jólin.
Um 9:30 til 10:00 var síðan pása frá sófanum og þá var mætt í tíma. Stundum var fólk (sér í lagi stúlkur) eitthvað hneykslað og lýsti yfir réttlætanlegum áhyggjum sínum á framferði mínu, eins og það kæmi þeim eitthvað við. Þessu var náttúrulega tekið með hægð og síðan var drukkið kaffi næstu klukkustundirnar, með einhverskonar suð í bakrunninum, sem ég býst við að hafi tengst einhverju gagnlegu eins og stærðfræði eða latínu. En satt skal segja þá var nú þroski minn ekki til þess búinn að taka við þessu í den. Eitt vakti þó lukku mína, en það var þegar félagi minn og stórhöfðingi Brynjólfsson sýndi á sér mislitaðan kollinn einhverntíman rétt eftir hádegi.
Hann kunni listina að taka því rólega á morgnanna betur en margur. En hann var ekkert að eyða tímanum í einhverja draumavinnu eins og ég. Nei, Brynjólfsson hóf kanski morguninn á því að rölta út í búð, kaupa sér fisk í soðið, og áskotnast Time tímaritið einhvernveginn. Síðan eyddi hann morgninum í lestur heimsfréttanna og eldamennsku og kanski smá glamur á gítarinn. Síðan var bara mætt með bros á vör í stofnunina og skrifast á við Hemúlinn eða föndraðar klippimyndir úr lestri morgunsins. Já þetta var ágætur tími, svona í blautara lagi en það gerir aldurinn. Gísli er snillingur og grófasti varnarmaður í fótbolta sem ég hef kynnst. Gott að hafa slíka hauka í horni, og tileinka ég honum skrif dagsins.
H.

Tuesday, February 22, 2005

Hemúll grætur Hunter

Ég er sorgmæddur í dag. Minn uppáhalds rithöfundur og minn mesti áhrifavaldur, er fallinn frá.
Hunter Stockton Thompson var einn af þessum fáu lifandi hetjum og er nú goðsögn. Ég mun mynnast hans það sem eftir lifir af mínu lífi, og mér þykir leitt að ég hafi aldrei náð að sjá hann flytja fyrirlestur eða að árita bækur. Ég hélt alltaf einhvernvegin að ég mundi hitta hann fyrr eða síðar.
Ritgerð um mannin er í spilunum, en nú er ég leiður og vill ekki skrifa.

Gerið mér greiða og skálið fyrir meistaranum,
Halldór

Wednesday, February 16, 2005

Lonely roads and lost souls

I like driving, in fact, I think that if I had the money, I probably wouldn´t stop for a few years. There are a few roads I'd like to drive from one end to the other, although I'm not a fan of such strict planning when I'm on the road. One of these roads is the old Highway 93 which has been renamed in places much like the famed Route 66. But in effect, you can drive the 93 from Alaska to Guatemala, through Canada, the US, and Mexico. And after the drive you can sit down, or perhaps you'd like to stand at this point, drink some Guatemalan coffee and watch the sunset. This would be a nice little trip. Another one is highway 50 across the US, "the lonliest road in America" they say, and that' s enough for me. Highway 50 stretches between Sacramento, California and Ocean City, Maryland, and as for route 93 it's a two lane blacktop for most of the way. Both Higway 93 and Highway 50 go through the Rocky Mountains. Hw 93 clings to the Mountains winding in and out of their realm, but hw 50 passes through them in Nevada, Colorado and Utah, with seven mountain passes in Nevada alone, five of them over 7,000 feet. Better think about having an extra transmission cooler fitted on your vehicle, or go stick shift.
These are only two of the roads I want to drive but there are more. Usually I wouldn't like to follow just a single road like that, but I think these are worth it.
My most exciting road trips generally have not followed such limitations as described above, and often have included the luxury of being happily lost. I figure that as long as you know roughly in what state, or province you're in, you're fine. The sun usually rises in the east, and sets in the west, although this is not necessarily the truth where I come from. The best parts of my road-trips have usually been the result of a spontanious decicion to take a 90 degree turn off the highway. Me and my friend Þorri drove a full day on a dirt road in Texas once, and did not see a single car or a human being untill we accidentally found ourselfes on route 66, bought some beer, drove down that road for a little bit and then took another turn. I drove across Canada last summer in some frantic attempt to get my head straight, and my favourite stretch was a race with a Ford station wagon in New Brunsvik, in the middle of a night on a lonly stretch of road in a 68 Plymouth. Another time I got drunk out of my mind deep in the Kentucky hills contry, having hallucinations and doing high speed driving exercises in a beat up 1979 Econoline and thinking about god and destiny. These are just a few examples, but I think they get the point across. You can´t plan the road trip, you´ve got to live it.
Well enough of this hippy dippy karma bullshit,
keep on road-trippin'
Der Hemul

Saturday, February 12, 2005

klink

Victoriaborg er nokkuð þaulsetinn utangarðsmönnum. Menn geta sér þess til að það sé vegna veðurfarsins hér sem er með mildasta móti. Einnig gæti spilað inn í að borgin er svona "the end of the line town," þ.e. menn komast ekki lengra til vesturs í Kanada hér endar þjóðvegur númer eitt. Það tók mig svolítinn tíma að venjast þessu ástandi og á sumrin er helvíti erfitt að labba um miðbæinn án þess að menn reyni að betla af manni peninga eða sígarettur. Ég býst við því að einhvernveginn verði menn að komast af, og reyni nú að gefa þeim eitthvað klink svona við og við. Mér finnst samt að menn eigi að reyna vinna svolítið fyrir því og ekki reyna að ljúga einhverju kjaftæði að mér.
Einn tók mig tali um daginn og sagði, skælbrosandi: "Hey man, could you spare a little change for an old broken down indian, I want to buy some cigarettes." Hreinskilinn og almennilegur. Hann fékk klink. Annar sagði: "hey buddy, I´m not a bum, I live in Sooke and I just need some money for the fucking Bus. Helvítis kjaftæði hugsaði ég, en hann hafði nefnt að honum líkaði flugmannssólgleraugun mín þannig að ég gaf honum smá fyrir "strætó." Í dag sá ég tvo gæja á umferðareyju með skilti sem stóð á: "Happy, broke hobos - everything helps." Þeir voru eflaust að fá eitthvað klink. Einn gaur sem ég sá í fyrra var með skilti sem á stóð: "Will take verbal abuse for donations." Þetta snýst allt um markaðssetningu. Fólk vill ekkert heyra eitthvað helvítis væl. Annars hefur mér nú aldrei þótt það vera mjög rómantískt að vera róni, þótt það sé kanski hægt að sjá rómantík í því að drekka með félögunum á Lækjartorgi um hádegisbilið í blýðunni og slást á Austurvelli í eftirmiðdegissólinni. En það helsta sem menn sjá við þetta líferni er eflaust frelsið, að vera ekki háður neinum. Engin plön, ekkert stress, bara bús. Sem er náttúrulega ekki rétt, og var það staðfest fyrir mér þegar ég sá einn af heiðursrónum Victoríuborgar líta á klukkuna um daginn.
"Er hann of seinn eða hvað?" Hugsaði ég, "á hann að vera mætttur á fund uppí ráðuneyti?."
Ef ég væri róni (nú tístir líkast til í einhverjum) þá mundi ég ekki bera úr.
já bless

Wednesday, February 09, 2005

Um drauma og árekstra við kaldhæðni tilverunnar

Ég hóf daginn á því að brjóta kaffikönnuna og hella niður appelsínusafa. "Fínt," sagði ég, "hálfnað verk þá hafið er," hló og sló mér á lær. Ó fallega líf.
Ég er einn af þeim sem lendir stundum í því að fara vitlausu megin fram úr rúminu og fer þá iðulega restin af deginum í það að labba á hluti, brjóta kaffikönnur, reka litlu tánna í, sprengja dekk og alskyns þessháttar ósóma. Það er á svona dögum sem konur bakka utan í mann í matvöruverslunum (þetta er sérstakt fyrirbrigði, konur virðast bakka áður en þær snúa sér við) , maður gleymir ljósunum á bílnum og fær stöðumælasektir.
Á þessum dögum er gott að gefa bakkandi kellingum ískaldan fyrirlitningar svip, segja stöðumælavörðum hvert þeir geta troðið sektarmiðanum, vera leiðinlegur í umferðinni og fara í langa sturtu og sulla í bjór.
Annars þekki ég nú einn stöðumælavörð, og hann er ágætis náungi. Hann heitir Bjössi svikari þessa daganna en hét áður Bjössi Bronco. Honum datt einn góðan veðurdag sú vitleysa í hug að selja Broncoinn og fá sér Toyotu DC, og varð það til þess að nú ber hann Júdasarnafnið, og þannig er nú það.
Mig dreymdi um daginn að ég væri Nicolas Cage, og er herra Cage nú einn af fáum útvöldum fyrirmennum sem hafa fengið að þvælast um í mínum draumum. Ég var nú enginn ofur-töffari sem Cage, meira svona dreifbýlis rauðháls eins og vanalega, nema hvað við Cage vorum í kúreka stígvélum sem þörfnuðust límbandsviðgerðar á vinstri, en þess skal geta að ég hef aldrei átt kúrekastígvél þótt það gæti alveg gerst. Líklega var gatið tilkomið vegna mikilla gírskiptinga á móturhjólinu sem ég fékk samt aldrei að keyra í þessum draumi.
Einusinni dreymdi mig að ég væri Dean Martin og þá var maður sko töff, jafnvel þótt maður væri orðinn helst til ölvaður við barinn þar sem ég var að bíða eftir Sinatra, en hann var að elta einhver pils eins og vanalega. Af íslenskum fyrirmennum, er kanski helst að nefna þegar mig dreymdi Sigga Sigurjóns, en honum drekkti ég í olíubrákuðum polli af ókunnri ástæðu, sem mér þykir skrítið því ég kann ágætlega við Sigurð sem leikara.
Með kveðjum frá lifrinni og hjartanu,

Wednesday, February 02, 2005

djass og helvítis kenwoodinn

Já þetta fór nú ekki vel með kenwoodinn. Ég réðst galvaskur í útvarpstengingu en það eina sem vanst með þessu brölti mínu undir mælaborðinu, var að mér tókst einhvernveginn að drepa sígarettukveikjarann og mælaborðsljósið. Kom reyndar í ljós að Kenwood var í ólagi hvort eð er þannig að nú ek ég um útvarpslaus eins og vanalega, nema að ég sé ekki á mælana eftir klukkan fimm. Já það er gott að vera laginn í höndunum.
Ég er nú ekki mikið fyrir útvarp, of mikið af auglýsingum finnst mér, sérstaklega hérna vestan hafs. Annars fannst mér oft gott að hlusta á Sýrðan Rjóma, með Árna Þór Jónssyni.
Eitt sumarkvöld fyrir nokkru þá stóð ég í girðingavinnu á norðanverðu Snæfellsnesi, í kvöldsólinni, og hlustaði á Súra. Þar heyrði ég þetta ljómandi band taka djass yfirbreiðu á Smells like teen spirit, eftir þá Nirvana drengi. Þetta þótti mér ljómandi framtak svo ég sagði upp, keyrði í loftköstum til höfuðborgarinnar, niðrí 12 tóna og keypti These are the vistas með Bad Plus. Þetta kvöld lenti ég síðan í einhverjum ribböldum á Sólon sem vildu stunda handalögmál og Guðni punk fékk öskubakka í hausinn og ég kvarnaði úr tönn. En það er útúrdúr.
Ég legg hér með til að menn líti á The Bad Plus, þeir hafa gefið út tvær plötur, áðurnefndu ...vistas, og Give sem kom út í fyrra. Hressandi band.
http://www.thebadplus.com/ Hér má sjá þá taka yfirbreiðu á Iron man þeirra Black Sabbath pilta.
góðar stundir.