Um Konunginn
Elvis ,vinur minn, átti afmæli í fyrradag. Kóngurinn lifir.
Nú, eins og allir góðir prellar þá eyddi ég deginum í að rifja upp slagara kóngsins með Elvis húfuna á kollinum og drekkandi Dr. Pepper, því eins og allir vita var sá dýsæti drykkur uppáhald Kóngsins. Ég skoðaði líka gamlar myndir frá 2001 þegar ég fór í pílagrímsferð til Graceland og þess ber einnig að geta að ég tók ekki niður Elvis sólgleraugun allan daginn.
Síðan endaði ég þetta náttúrulega á því að spila Amerikan trilogy svona fimmtíu sinnum og syngja með. Oh I wish I was in the land of cotton...
Ég býst við að allir aðrir hafi gert slíkt hið sama eða fagnað á sinn eiginn hátt. En þó eru einstaka fólk sem sýnir þessu ekki skilning.
Annars hef ég aldrei séð Kónginn, en ég sé Hunter alltaf bregða fyrir eftir að hann féll frá.
Að lokum.
Tekk
2 Comments:
Ég hef einnig verið hrifinn af kónginum allt frá því að hann kom í heiminn. Það er eitthvað við það að hlusta á hann. Fyllir mann trú á það góða í heiminum.
Það er sér staður fyrir svona menn á græna balanum handann við hæðina....
það er rétt Bósi. Þarna á enginu fagra er mikið partí, svona perpetual barbeque.
Þar ganga töffarar um og költast. Menn eins og James Dean, Jimy Hendrix, Steve McQueen og Hunter S. Thompson og Jack Kerouac og William S.Burroughs etc.
Post a Comment
<< Home