Friday, April 18, 2008

Um ristað brauð og umdeildrar staðsetningar sultutausins

Oft hefur verið deilt um aðferðafræði í ristabrauðsáti á góðlatlegum nótum milli mín og Falkners. Þykir Falkneri mikið stílbrot að setja sultuna ofan á ostinn og mynnist ég þess gjörla þegar ég var fyrst uppvís að þessari hegðun á heimili Falkners, og var kallaður heiðingi og pervert fyrir þessa úrkynjun, og vísað á dyr. Þessi aðferðafræðilegi mismunur á okkur Falkó hefur verið uppspretta nokkurra hlægilegra samræðna á þeim síðustu og verstu. Þó skal geta þess að símon á ekki í nokkrum erfiðleikum með að setja sultuna ofan á ostinn ef osturinn er rjómaostur, og er því í nokkurri mótsögn við sjálfan sig í þessum málum. Sömuleiðis set ég sultuna stundum ofan á smjörið bara til þess að hrista upp í bláköldum hversdagsleikanum. Ég viðhengi hér nýjustu samræður okkar símonar um þessi mál:


Falkner:
..."Hef ég þó smá ahyggjur af geðheilsu Sigga og Hjalla því þegar ég var í smá chilli með þeim félugum um daginn þá fengum við okkur ristað brauð með sultu og osti, og viti menn, þeir báðir settu sultuna ofan á ostinn!!! Átti erfitt með að lýsa hneykslan minni á þessari hegðan, en hvað getur maður gert?"

svar Hemúls:
"Siggi og Hjalli eru greinilega höfðingjar, bara kellingar og löggur sem setja sultuna ofan á smjörið og ostin ofan á sultuna. Þetta byggir bara á hreinni verkvitund að gera þetta á þennan hátt. Ef þú setur smjörið á fyrst, byrjar það að bráðna á brauðinu nýristaða og svo kemurðu með sultusleifina og klínir sultunni yfir smjörið með tilheyrandi sóðaskap og smjöri á sultusleifinni sem fer nú ofan í sultukrukkuna. Það vita allir seim einhverntíman hafa átt ömmu, að smjör í sultunni er ekki skynsamlegt, og veldur myglu. því er einfaldasta lausnin sú að setja sultuna ofan á ostinn. Manual perfect. simple is king. Önnur leið er náttúrulega að setja sultuna á smjörið án þess að snerta brauðið með sultusleifinni, dreifa síðan sultunni með þínum eigin hníf. Þetta er sennilega dannaðasta leiðin en ekki sú skilvirkasta. En eins og þú veist vel er dönnun ekki svo merkileg, en skilvirkni er góð í nefið."

Nú spyr ég ykkur. Hvort er betra, sultan undir eða ofan á ostinum?
Ég mun síðan birta áframhaldandi deilur um þessi mál ef þær dragast eitthvað á langinn.