Thursday, January 19, 2006

Jess maður!

Góðu hálsar,

Ég ætlaði nú að vera með eitthvað ömurlega skemmtilega, upptaktar (up-beat) skrá hér um daginn í tilefni að árs-afmælinu, en afmælisdagurinn var hér þann 14 jan. það gleymdist, enda ómerkilegt í sjálfu sér.

Annars er Haugurinn vinnandi maður á ný eftir geysilega atvinnuleit. Það stendur þó þannig á að vinnan er í firði hafna og ég er bíllaus sem stendur. Slíkt er ekki til eftirbreytni. Sér í lagi ekki í þessu kuldakasti sem hefur tröllriðið höfuðborginni undanfarið.
Að ferðast með strætó hefur ýmsa kosti í för með sér. Þar er mikið mannlíf að sjá og nokkuð spes oft á tíðum. Það er tiltölulega ódýrt, amk. í samanburði við rekstur á 24 ára gömlum willys-jeppa. Og ef maður ferðast einungis með strætó er ekkert sem segir að maður geti ekki bara alltaf verið fullur eins og var réttilega bent á í frétablaðinu um daginn. Nema að maður þurfi að mæta í vinnu, vitaskuld.
Það eru ókostir líka. Maður þarf að mæta á ákveðnum réttum tímum eða bíða ella í lengri tíma. Það er mikið af fíflum í strætó. Það er óþarfa umgengni um annað fólk, sem maður gæti alveg verið laus við annars. Jafnvel mannleg snerting eða annar viðbjóður. Og að síðustu er afar tímafrekt að taka strætó, miðað við heimilisbílinn.
Annars er eitt sem hefur vakið gremju mína ofar öðru á leiðarkerfinu. En það eru strætóskýlin. Þau eru týpískt dæmi yfir svokallað "Form over function" hönnun, eða útlit ofar hagnýtni. Þessi skýli eru í eigu AFA JCDecaux Ísland og eru hönnuð af Knud Holscher. Knud er nokkuð mikilsmetinn hönnuður og örugglega fínn gaur, en vitaskuld eru Strætuskýlin hönnuð fyrir Danmörku ekki Ísland og fyrir þá sem ekki vita, þá er heldur mildara veðurfar í Danaveldi en hér á landi. Einhverjum hefur ljáðst að nefna þessa veðurfræðilegu staðreynd við Reykjavíkurborg.
Skýli þessi eru álíka vindþétt og girðinganet og veita ekki skjóli fyrir neinu nema rigningu og þá aðeins í þau skipti sem rigningin kemur beint niður. Þetta hefur gerst tvisvar á síðustu fimmtíu árum. En þau eru flott, skýlin, og kanski er það, það sem skiptir máli enda er sá þjóðfélagshópur sem nýtir sér almenningssamgöngur einn sá tískumeðvitaðasti á Íslandi ef ekki í öllum heiminum að undanskildum Kentucky-búum og Grinvíkingum.
Ég hef stundað Hlemminn núna í þess viku sem ég hef verið í strætó og hef orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með hann. Í mynningunni var þetta geysilegt gímald sem innihélt ávalt einhverja róna eða pönkara og alskonar vandræði, en nú hefur Hlemmur skroppið saman, að því er virðist, og allir pönkararnir og rónarnir fluttir til Kristianíu eða eitthvað, og ekki ljái ég þeim það. Annars er lítill afgreiðslumaður í sjoppunni á Hlemmi sem er skemmtilegur. Hann er snaröfugur og pattaralegur, og lítur á sig sem einhverskonar sáluhjálpara götunnar. Hann var að argast yfir "fasistunum þarna niðrí ráðhúsi" um daginn vegna hækkunar á gjaldskrá Stræto. Ég steitti bara hnefann með honum, og sagði: "Já helvítis fasistar! En við verkamennirnir stöndum saman ARRRRRR..." Síðan þá hefur hann alltaf kallað mig "vin" þegar ég kem og kaupi hjá honum pepsí og þrist.
Að lokum vil ég mynnast á óheppilega nafnagjöf hjá þessu indæla almenningssamgangnafyrirtækis. Þeim hefur tekist heldur illa upp þar á bæ. Fyrirtækið heitir Strætó bs. Bs. er stöðluð stytting á Bull Shit á enskri tungu og fyrirtækið því Strætó bull shit
i augum manna frá enskumælandi löndum, sem er ef til vill ekki svo vitlaust. Ég hef nú ekki kynnt mér leiðakerfið mjög vel en mín leið heitir S1. Hversó óheppileg nafngjöf er það á strætisvagnaleið? Já síðan tekurðu bara Seinn uppá hlemmi og stekkur úr í Garðabænum, hann á að koma klukkan tíu en þetta er náttúrulega S1. Stupid stupid stupid. Og hvernig væri nú að brjóta aðeins upp ímynd fyrirtækisins. Hafa stofnleiðinar kanski í litum svo þú sjáir hvort þinn strætó sé að koma eða bara helvítis ellefan? Ég veit ekki... og haugurinn er nú fallinn nokkuð langt ofan í ræsið. Spurning um að flytja bara til Kristjaníu.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hummm.... það er ýmsir steinar í götu þinni. Ég mæli með því að þú farir í næsta bílumboð og kaupir þér góðan bíl. Eitthvað kraftmikið....... Ameríst.. kanski.
Það á enginn heilvita maður að ferðast með strætó. Hvað þá í janúar. Burrrr....

2:07 PM  
Blogger Halldor said...

Já Bósi, ég get alltaf treyst á góð ráð hjá þér. Ég fer að kaupa kaggann strax eftir útborgun...

3:37 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvernig er eiginlega með þessi teleport, hvar getur maður nálgast svoleiðis?

6:06 AM  
Blogger Halldor said...

ég hef heyrt að þessi tæki fáist í Norður-Kóreu þar sem þau voru þróuð af atvinnulausum eðlisfræðingum sem hafa neyðst til þess að stunda mannasmygl til þess að forðast hungurdauða.
Ég er að vinna að því að flytja slík apparöt til landsins ásamt innflutningi á hinu víðfræga Afri-Cola. Vill einhver koma í bísness. Annars er alger kattastroffa að eiga við Norður Kóreumenn þannig að mér vantar endilega PR menn.

10:06 AM  

Post a Comment

<< Home