Wednesday, January 25, 2006

um leiðinda móral misgáfaðra manna

Fátt sýnir meiri aumingjaskap en að stela úr partíum. Nú nýverið gerðist ég stoltur eigandi Olympus Om-4ti myndavélar. En slíkar eru nokkurs virði og marka hápunkt OM-kerfisins hjá Olympus. Myndavél þessi var smávægilega löskuð, og hef ég því ekki notað hana, enda stóð til að láta yfirfara hana áður en hún yrði tekin í gagnið. Ég hafði átt þesa vél í um tíu daga. Þegar hún hvarf af hillu í herbergi mínu um helgina. "Samt var ekkert partí hérna um helgina," sagði systir mín. Þetta mál er afar leiðinlegt og grunsamlegt. Og gæti svo farið að ég verði að fara á stúfana með vel völdum, óþarflega ofbeldishneigðum, sveitamönnum og finna vélina.
Áður en það gerist er þó rétt að hringja í kurteysistón í gesti helgarinnar, eftir að ég er búinn að veiða upp úr systur minni hverjir þeir séu, og gefa þeim færi á að skila því sem vantar.
Og auðvitað leita af sér allan grun. Hver veit, kanski setti einhver vélina í klósett-kassann í góðu gríni.
í óánægju, að seilast eftir stríðsöxinni.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég lenti í því sama fyrir nokkrum árum, nema þá var það gsm sími, sem þótti þá mikill gersemi. Þá tók ég til minna ráða og hristi upp í nokkrum óhörnuðum unglingum. Eftir að hafa haft hendur á mér yngri mönnum fann ég síman undir rúminu mínu.....
Ekki er allt sem sýnist....
Gangi þér vel...

2:16 PM  

Post a Comment

<< Home