Friday, January 27, 2006

Þjófurinn fundinn, en málið snúið.


Já þessir helvítis Frakkar. Þeim finnst ekki nóg að valta yfir Íslendinga á leikvellinum heldur ganga um rænandi og ruplandi um götur borgarinnar.
Jú eftir að ég hafði fengið upp úr systur minni hverjir hafi verið í heimsókn hjá henni síðustu helgi er ljóst hver stal vélinni. Eini maðurinn sem kemur til greina er franski landsliðsmaðurinn Luc Abalo. Hvað hann var að gera heima hjá systur minni í einhverju partíi er síðan annað mál. En þótt vitað sé hver maðurinn sé, þá er málið snúið. Lögreglan fer ekki að eyða sínum verðmæta tíma í að elta menn til frakklands fyrir það að stela einhverri myndavél. því þurfum við að grípa til annarra ráða. Sveitamennirnir harðsvíruðu koma ekki heldur að gagni hér en það gæti hinsvegar Ragnar Óskarson gert. Hann er leikmaður hjá franska liðinu Ivry, en þar spilar Luc Abalo þegar hann er ekki í ránsferðum með franska landsliðinu. Ég ætla að reyna að hafa uppi á Ragnari og fá hann til þess að nefna þetta við Luc. Síðan má hafa samband við franska landsliðsþjálfaran , þjálfara Ivry og Franska handknattleikssambandið, og leggja til að þeir knúi Luc til þess að skila vélinni ella fari ég í blöðin. Það væri hálf-leiðinlegt fyrir landsliðið ef upp kæmist um svona lágkúru á meðal liðsmanna. Kanski spurning um að tala við franska sendiráðið líka. Hvað haldið þið? Frönsku kunnátta mín er takmörkuð, þrátt fyrir stúdentsprófið, þannig að ef einhvað frönskuséní er til í að stunda ransóknarvinnu með mér þá er öll hjálp vel þegin.
Meðfylgjandi mynd sýnir Luc og "Rússajeppann," en svo einkennilega vill til að á myndinni má einnig sjá Bróðir minn og Faðir (hvít skyrta, svartur jakki). Mér var boðið að fara á leikinn með þeim en ég hafnaði því. Hversu súrt hefði það verið ef ég hefði verið þarna á myndinni? Það hefði verið aðeins of steikt.
Attack! Always forward.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já, þessu átti ég ekki von á...
Ég vil benda þér á síðuna frasinn.blogspot.com ef þér síðan leiðist frakkamálið...

2:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

þetta er gott mission..

4:04 AM  

Post a Comment

<< Home