Tuesday, September 30, 2008

Um magnaraaaahhh


Ég hef á síðum þessum líst yfir nokkru frati á JVC heimabíómagnara nokkurn sem við fengum gefins hér fyrir nokkru. Ekki hefur mér tekist að losa mig við hann vegna tilfynningalegs virði hans í augum unnustu minnar en bróðir hennar átti hann áður. Því vermdi það mitt kalda hjarta, þegar hann byrjaði að láta illa nú á vordögum og þegar ég kom til baka frá Íslandi var ástandið orðið það slæmt að hann neitaði að spila hægri rásina. Nú í stað þess að fara með hann í hreinsun, sem að líkindum var það eina sem hrjáði hann, var blásið til sóknar. Þetta er merki frá hljómtækjaguðunum sagði ég. Kominn tími til þess að við fáum okkur nýjan magnara. Ég byrjaði því að grúska og leita og var í raun búinn að finna magnara þegar okkur bauðst annar magnari gefins. Magnarinn sem ég hafði í huga var hinn goðsagnarkenndi magnari Marantz 1060. Sá er vel þekktur í magnara heiminum og þótt hann sé ekki sá öflugasti þá er það almennt álitinn góður magnari fyrir smærri hljóðkerfi. FLott mál. En þar sem okkur bauðst hinn þá var ekki annað að gera en að taka hann til alvarlegrar íhugunar. Ólíkt JVC magnaranum, þá var þessi, að Sansui gerð, í eigu kunningja míns sem er mikill hljóðhundur og hafði nýverið fjárfest í nýjum Harman Kardon Dolby surround 7.0 magnara til sem hann féll fyrir í einhverri rannsóknarferðinni í hljóðbúðir Victoria. Magnarinn sem hann gaf okkur var gamli magnarinn hans af þeirri herrans árgerð 1979 og heitir að undirtegund AU-719:
Þetta er allt sem ég vildi í magnara. Sjáið þið takkana! Ha! Í stað þess að fara inn í enhverjar custom settings til þess að minnka bassan örlítið þá get ég bar snúið bassa-takkanum! Þvílík snilld, af hverju í ósköðunum hafði JVC fyrir því að fela þessa hluti sem eiga að vera órjúfanlegur hluti magnara? Jú þeir þurftu að hafa einhvern stað til þess að setja LCD skjáinn! Já frábært, ég get séð að klukkan er tíu mínútur yfir fimm en hvar er helvítis treble takkinn?! Ég er með úr, og síma og klukkur til þess að segja mér hvað klukkan er, ég þarf ekki tímamaskínu á magnaranum mínum.
Ég lét laga Sansui magnarann fyrir $150 og nú er ég með músík, eins og ég vill hafa hana, fulla stjórn yfir öllum stillingum bara einn takki fyrir hverja stillingu. Sigurinn er minn, en verðlaunin eru okkar. Allt í einu er tónlist orðin stór hluti af lífi okkar aftur þökk sé gömlum og einföldum magnara sem kostaði mig 15 þús. Það versta er að ég get ekki losað mig við þann gamla. Hann er nú til sölu á Usedvictoria.com en ekkert gengur að selja hann. Goddamn it! Get out of my life.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Magnaður magnari...eh

12:05 PM  
Blogger Halldor said...

Já Fenris, þetta er allt annað líf.
Lítið varð úr bréfaskrifum, en nógur er tíminn.

11:20 AM  
Anonymous Anonymous said...

h-gunn.blogspot.com is very informative. The article is very professionally written. I enjoy reading h-gunn.blogspot.com every day.
vancouver payday loan
online payday loans canada

10:46 AM  

Post a Comment

<< Home