Wednesday, December 28, 2005

Um Dylan og kreppuna sem fylgir

Klukkan er fimm mínútur í miðnættið, sem þó kom fyrir um 4 tímum síðan.
Ég var að horfa á heimildarmynd um Bob Dylan áðan, No Direction Home, er hún kölluð.
Áhrifamikil mynd. Erfið á að horfa. Dylan fær mann einhvernveginn til þess að finnast helst til lítill í veröldinni. Hann virðist vera svo hæfileikaríkur og gáfaður að manni finnst lítið til sjálfs síns koma. Ég veit eiginlega ekki hvernig er hægt að lýsa því á nokkurn annan hátt.
Dylan hefur alla tíð gert nákvæmlega það sem honum sýnist, og mun líklega halda sig í þeirri stöðu þangað til yfir líkur. Það er aðdáunarvert. Ég er sleginn yfir þessum hæfileika, en það er nú kanski ekki að marka mig. Ég hef verið nokkuð harður Dylan-aðdáandi í um fimm-sex ár eða svo, og aðeins náð að klóra í yfirborðið. Ég hef setið með Benidikt og drukkis heimalagað rauðvín, sungið með og hlustað á sama lagið klukkutímum saman. En þó, bara klórað í yfirborðið.
En það er ekki að marka mig. Sumir hata manninn, og það er svosem í lagi mín vegna.

Ég er einfaldur maður. Uppáhalds dýrin mín eru hundar, mér finnst ódýrt viskí betra en dýr Scoti, ég drekk bjór frekar en rauðvín og á mér engan uppáhálds lit ef undan er skilinn svartur (sem mér er sagt að ekki sé litur). Mér líkar lyktin af nýslegnu grasi og af blautu trefjaplasti, mér finnst fjöll falleg og hamborgarar góðir.
Hvernig eiga svona "simpletons" eins og ég að haga okkur eftir að horfa á svona meistara eins og Dylan? Ég veit það ekki. En ég ákvað samt að það væri líklega góð hugmynd að fá mér J&B whisky út í flatt kók og hringja í kærustuna. Þessi ráðagerð hjálpaði þó ekki mikið þótt viskíið sé gott og kókið vont. Það stendur nefnilega þannig á að Haugurinn er í mikilli tilvistarkereppu þessa dagana. Nú eru menn út um allt að útskrifast úr hinu og þessu og gerast eitthvað gáfulegir svona, en ég finn litla löngun fyrir slíku. Menn eru að ráðleggja mér að fara í hitt eða þetta nám, en ég veit ekki hvort þetta eða hitt gagnist mér á nokkurn annan hátt en að gefa mér blað með stimpli sem segir: "Þessi maður er útskrifaður úr einhverju, og þess vegna, fyrir tilstylli æðri máttarvalda, orðinn betri en þeir sem ekki eiga þennan stimpil á einhverju blaði einhversstaðar." Halelúja! Ég býst við að sumir þessa manna sem eru að segja mér til hafi rétt fyrir sér. En aðrir hafa sjálfsagt rangt fyrir sér. Og þá situr eftir spurningin? á ég að taka þessa fimmtíu prósenta áhættu, eða á ég kanski bara að gera eins og Dylan og elta mitt nef? Nú er það þannig að ég er ekki með næstum eins stórt nef og Dylan og þess vegna gæti því verið hættara við að gefa óljósa stefnu. En það hlýtur að vera þess virði að fylgja því þó ekki sé nema að nokkru leiti.
Og nú spyr ég sálfræðingana: Haldið þið að það sé þerapútískt að tala sig svona út í einhverja vitleysu á opinberum vetvangi eða er þetta bara narcissismi? Nú kalla ég á gráðum prýdda menn í fallegum skóm, sem kunna að binda hnút á bindið.
Menn eru að hringja,
þó ekki oftar en einusinni.
Þeir eru eflaust að reyna að plata mig á fyllerí.
Þá er gott að slökkva á símanum.

a-men

Thursday, December 22, 2005

um Halldór og Halldór og Hunter




Já í gærnótt rakst ég á tvo látna meistara og var frábært að hitta þá þrátt fyrir að það hefði verið í draumaheiminum. Halldór Laxness hitti ég á vinnustofu sinni þar sem hann einbeitti sér að hinum nýja miðli sínum myndlistinni. Ég átti leið hjá og ákvað að kvabba á nafna og sjá hvort hann hefði ekki einhver ráð handa mér í ritlistinni. Halldór tók mér nokkuð vel gaf mér kaffi og sagði mér að það mikilvægasta væri að vera einlægur og skrifa um það sem maður hefði áhuga-, eða vit á. Óhreinskilni er dauði.
Halldór var eins og ég ímynda mér hann á sínum yngri árum. Í háum sokkum upp yfir kálfa og brúnar bómullarbuxur fyrir ofan þá, gyrtar ofaní. Síðan var han í vesti með tígulsaum, í hvítri skyrtu og á toppnum trónaði yfirvaraskeggið. Halldór var afar sposkur á allan máta. Annars hafði hann ekki mikinn tíma fyrir mig, en hann átti von á fyrirsætu sem birtist í dyragættinni eftir stutt spjall okkar Halldórs. Hann sagði mér að endilega fylgjast með því hvernig hann hyggðist gera þessarri iðilfögru snót skil á striganum. Ég var til í það. Þá dregur nafni fram járnplötu og slípirokk og málar með slípiskífunni. Þetta var áhugavert en þó held ég að Halldór hafi ekki verið mjög alvarlegur í þesum eltingarleik við myndlistina, heldur hafi verið að dunda sér við þetta svona af því að hann átti peninga og því þessi starfi veitti honum aðgang að fögrum konum. Afraksturinn var ekkert sérstakur og ég sagði Halldóri að leggja nú ekki pennan á hilluna fyrir rokkinn, bað hann vel að lifa og hótaði að koma aftur í kaffi.
Seinna þennan dag þá var ég staddur í rútu með Hunter S. Thompsyni og vorum við eins og gamlir kunningjar. Enda vorum við á leið einhvert til Kólaradó með skammbyssurnar okkar þar sem við ætluðum að skjóta á umferðarskilti og akurhænur eftir því hvað lá betur við. Við Hunter vorum töluvert drukknir enda með flösku af Wild Turkey í hávegum og rann hún ljúflega niður sú at arna. Þar sem mikið ódýrt Whiskey flæddi í þessari Grayhound rútu sem við vorum í eru kynni mín af Hunter móðukenndari en þau af Halldóri og efast ég um að Hunter muni meira en ég. Maður veit þó aldrei með þann mann.
Gaman að dreyma um svona félagsskap. Ég mæli með því.

Saturday, December 17, 2005

LEÐINDI, hvíl í friði

Leiðindapunktunin þótti svo leiðinleg að hún hefur verið tekinn úr vefskránni.
H.

Sunday, December 04, 2005

Fokkíngs fokk

klukkan er 0204. Hér sit ég án þess að hafa búist við því. Ég hef yfirleitt gaman að svona ófyrirsjánleika, en í nótt get ég ekki sagt að ég geri það. kanski ég skýri málið aðeins þar sem ég hef ekki punktað hér í svolítinn tíma. Fyrir um hálfum mánuði var planið á þessa leið eins og auglýst var á þessum síðum:
Ísland-England, England-Spánn, Spánn-England, England-Kanada-vetrar"frí."
Þetta ljómandi plan gekk ljómandi vel þar til að ég hitti landamæravörð númer 1928 sem talaði verri ensku en ég og gat ekki stafsett nafnið mitt þótt ég þyldi ofan í hana hvern einasta staf. Sem sagt innflytjandi og í vondu skapi. Eftir þrjár og hálfa klukkustundar bið eftir ellefu tíma flug, fékk ég úrskurðinn: "Ég get ekki leyft þér að koma inn í Kanada." Og þar með hrundi þessi spilaborg sem var 6-mánaðaplanið og ég sit hér á Hvanneyri, í frekar vondu skapi út í kerfið, sem hinn andfélagslegi Haugur mátti nú ekki við, og horfi á snjóinn út um gluggann og drekk bjór og veit ekki hvað tekur við.
#1928 sagði að ég hefði óljósa stefnu í lífinu, engar rætur á Íslandi og enga ástæðu til að snúa aftur. Ég kæmi bara til Kanada á hverju ári eyddi öllum peningunum mínum og færi svo aftur heim, hefði enga fasta vinnu á Íslandi og í raun væri ég bara að spreða peningunum mínum í einhverja vitleysu og ætti heldur að nota þá til náms eða einhvers annars fyrirsjáanleika. Mig langaði til þess að spurja hana hvern djöfulan það kæmi henni eða Canada við hvernig ég kysi að lifa mínu lífi, ég væri nú einusinni að spreða þessum fáu aurum í hennar land og þjónustu, aukinheldur fýsti mig í að vita HVER Í ANDSKOTANUM VÆRI hennar stefna í lífinu. En ég gætti mín og reyndi að gefa henni augnskotssjón in í mitt líf. Varðandi rætur nefndi ég að ég hefði búið 24 af 26 árum mínum á Íslandi, þar byggi nánast öll fjölskylda mín og vinir, ég væri eins mikill Íslendingur og hver annar, ef ekki meiri, tæki í nefið, gengi í ullarpeysu, drykki brennivín og gengi á fjöll í íslanska fánanum einum fata (Skessuhorn, Skarðsheiði 2004). Varðandi vinnu hefði ég unnið þrjú síðustu sumur hjá sama manni við að smíða girðingar í náttúru landsins. ENGAR RÆTUR! Þvílíkt djöfulsins kjaftæði. En svona er vænisýkinn í heiminum í dag. Og ekkert við því að gera og mér var vísað úr landi (sjálfviljugur svo það færi ekki á skrá eða gerði mér erfiðara að fá landvistarleifi þar í landi ef ég vildi) og konan skilin eftir í Kanada. Hart er það. Hver ykkar nennir að lifa munklífi í 5-8 mánuði?
Það er hætt við að haugurinn verði nokkuð blautur á næstunni.
Hvað tekur við ? Nú ætli ég fái mér ekki bara næturvinnu, lesi bækur, drekki brennivín, lagi willys og borði pulsur. Hvað annað er hægt að gera?
Djöfuls kerfi. Nennir einhver á fyllerí?