Ólafur Mixa er læknir Kanadíska sendiráðsins á Íslandi.
Hann er ekki vandur að virðingu sinni. Þennan fjörgamla lækni talaði ég við í byrjun Desember mánaðar til þess að fá læknisvottorð vegna landvistarleyfisumsókar minnar. Þá var mér tilkynnt að ég gæti ekki fengið tíma fyrr en eftir tvær vikur. "Jú þú sérð, hann vinnur bara tvo daga í viku." Jæja já, hugsaði ég með mér. Þetta á eftir að vera eitthvað vesen. Þegar ég síðan birtist á skrifstofu hans um tveimur vikum síðar. Þá fæ ég þessa ræðu: "Já nei, sko þú átt að sækja um landvistarleyfið, og þá færðu sent til baka eyðublað sem þú síðan kemur með til mín, og þá fer læknisskoðunin fram." Sagði sá gamli, en drattaðist samt til að tékka á sjón, blóðþrýstingi og þessháttar. Ég kannaðist ekkert við þessar upplýsingar og fór yfir gögnin mín þegar heim var komið. Neinei það var náttúrulega ekkert að marka Dr. Ólaf, og ef ég hefði farið að ráðum hans þá hefði ferlið tafist um amk. fimm til átta mánuði. Haugnum var ekki skemmt ég reyndi líka að fá þessar upplýsingar frá Kanadíska sendiráðinu á íslandi en eins og áður vissu þeir varla hvað þeir heita, og sögðust ætla að hringja í mig þegar þeir væru búnir að hringja í "pabba" í London og leita svara. Djöfulsins hálfvitar. Ég hringdi bara í kærustuna og bað hana að hringja í innflytjendaeftirlitið sem síðan sendi okkur nákvæmar upplýsingar um hvað Dr. Ólafur ætti að gera. (sendiráðið hafði reyndar samband við mig sólahring eftir að ég hafði hringt. Til hamingju!)
Nú, ég mætti daginn eftir til Ólafs og krafðist þess að fá að tala við hann og leiddi hann síðan í gegnum ferlið, og sagði honum nákvælega hvað hann ætti að gera og lét hann meira að segja fá leiðbeiningar. " já Óli litli, svo átt þú að eiga eyðublað 1017 EFC í tvíriti í litlu skúffunni þinni þarna og svo átt þú að skrifa undir bæði eyðublöð, já og svo á ég að fá það sem stendur á ´applicants copy´ en þú átt að senda þitt til London, já það sem stendur á ´DMP´s copy.´ Dr. Óli var nú nokkuð reffilegur og þóttist alls ekki getað reddað þessu í dag þar sem það væri alt á kafi að gera. Ég var orðinn reyttur á þessu og ákvað að sleppa honum þar sem það var 23 des. og hann hafði að því er virtist nóg að gera. Ég tók þó af honum það drengskaparheit að hann mundi redda þessu áður en árið væri liðið. hann lofaði því.
Síðan heyrði ég ekkert frá honum, og ekki var möguleiki að ná í hann. Heilsugæslu-símadömurnar sögðu mér að hann yrði inni þennan daginn og síðan mæti ég og fæ þessa: "Já hann ætlaði að koma inn í dag en síðan hefur það eitthvað breyst." "já ha, það var gaman," sagði ég.
Það var þá sem ég byrjaði að hringja heim til hans.
Ég náði loksins í hann og spurði hvort hann ætlaði að svíkja loforð sitt, en passaði þó að sýna kurteisi og háttsemi. Hann sagðist hafa gleymt þessu. Ég sagði honum að það væri nú alveg frábært, og að ég væri ákaflega ánægður með störf hans fram að þessu.
Hann sagðist munu redda þessu eftir helgi. Ok, einn séns hugsaði ég. Eftir helgina mætti ég til hans og var sendur í eitt test þangað og annað þangað og síðan voru testin send hingað til greiningar osfv. Ég þurfti að fara á þrjá staði í hinum ýmsu borgarhlutum til þess að klára þetta dæmi og með ransóknarstofunni þá þarf fjóra mismunandi vinnustaði til þess að ganga frá einni svona umsókn. Helvíti skilvirkt kerfi. Síðan fór ég til Óla og leiddi hann í gegnum loka-undirskriftinar. " Nei Óli litli, ekki setja nafn kærustu minnar í "Princibal applicant if other than above" reitinn. Það er bara ef ég ætti börn eða konu sem væri íslensk og ekki sponsorinn minn. Svona já skrifaðu bara nafnið þitt hérna, já 'Ó´L´A´F´U´R,´ svona já gott hjá þér og svo stimpla hér. Já! þetta gastu, þú færð broskarl."
Og hvað haldiði að þetta ferli hafi síðan kostað hemúlinn? 24. 662 krónur. Það er ekki neitt.
Miðað við að í heildina þá vann Óli í um tvo tíma, þá er hann með 12.331 krónu á tíman, það er ekkert kaup, ha! Úlfur.
Ég mun vitaskuld senda reikning til Ólafs Mixa upp á 35.662 krónur fyrir ráðgjöf mína í innflytjendamálum Kanada og björgun minni á því að hann hefði gert mistök sem hefðu valdið honum niðurlægingu í starfi, ný plús akstur auðvitað. Reykjavík - Hvanneyri: uþb 70 km sinnum 4 =280km plús göng 1000kr ferðin. Mér finnst hann nú sleppa vel með þessi 11 þús.
Ég tek náttúrulega það sama og hann í tímakaup og varmeð honum í þessa tvo tíma semhann vann= 24.662krónur.
Síðan mun ég náttúrulega tala við Sendiráðið og leggja til að hann verði rekinn þar sem að hann hefur brotið næstum allar aðal-reglur DMP (designated medical practitioner).
Til að mynda:
Að veita eins skjóta þjónustu og auðið er, eða innan 10 daga. tæpur mánuður hjá mér.
Veita ráðgjöf og upplýsingar um innflytjenda-ferlið. Þarf ekki að mynnast á það.
Veita þjónust á verði sem er sambærilegt og hjá öðrum DMP´s. Way over.
Þetta er stuð, mæli með þessu.