Monday, February 28, 2005

Um morgunæfingar, og gæði þess að mæta snemma í vinnuna

Í dag hef ég setið hér fyrir framan skjáinn, hlustað á Neil Young og drukkið kaffi, það er allt og sumt. En það er afar gott að byrja daginn rólega. Þetta vita sumir og aðrir kanski fullvel.
Ég mynnist þess þegar ég var sauður í menntafjárhúsi einu í miðbæ Reykjavíkur, og lagði það í vana minn að mæta alltaf stundvíslega kl 8 til þess að leggja mig í sófunum í kjallaranum. Þessi í horninu við hringstigan var mitt uppáhald. Sá hafði þann óumdeilanlega kost að vera í herbergi með hurðum og ljósrofa. Svo maður mætti þarna í vinnuna á hverjum morgni lokaði hurðinni, slökkti ljósin og hóf erfiðisvinnu í draumaheiminum. Það var nokkur samkeppni um þennan sófa, þannig að maður varð að vera tímanlega. Síðan var náttúrulega alltaf sama rútínan á þessu. Um kl 8: 20 kom maður nokkur í Henson sportjakka, og lýsti yfir frati á því að slökkva ljósin og loka hurðinni og leiðrétti bæði. Fyrstu tvo mánuðina var eitthvð um þras okkar á milli en seinna meir var þetta svona fagmannleg virðing fyrir starfi hvers annars og Hensonklæddi húsvörðurinn Hannes lét sér nægja að kveikja ljósin og opna hurðina án þess að vera að vekja lítinn Hemúl. Og viti menn, stundum lét hann jafnvel ljósrofann vera og dæsti þess í stað. Þá voru jólin.
Um 9:30 til 10:00 var síðan pása frá sófanum og þá var mætt í tíma. Stundum var fólk (sér í lagi stúlkur) eitthvað hneykslað og lýsti yfir réttlætanlegum áhyggjum sínum á framferði mínu, eins og það kæmi þeim eitthvað við. Þessu var náttúrulega tekið með hægð og síðan var drukkið kaffi næstu klukkustundirnar, með einhverskonar suð í bakrunninum, sem ég býst við að hafi tengst einhverju gagnlegu eins og stærðfræði eða latínu. En satt skal segja þá var nú þroski minn ekki til þess búinn að taka við þessu í den. Eitt vakti þó lukku mína, en það var þegar félagi minn og stórhöfðingi Brynjólfsson sýndi á sér mislitaðan kollinn einhverntíman rétt eftir hádegi.
Hann kunni listina að taka því rólega á morgnanna betur en margur. En hann var ekkert að eyða tímanum í einhverja draumavinnu eins og ég. Nei, Brynjólfsson hóf kanski morguninn á því að rölta út í búð, kaupa sér fisk í soðið, og áskotnast Time tímaritið einhvernveginn. Síðan eyddi hann morgninum í lestur heimsfréttanna og eldamennsku og kanski smá glamur á gítarinn. Síðan var bara mætt með bros á vör í stofnunina og skrifast á við Hemúlinn eða föndraðar klippimyndir úr lestri morgunsins. Já þetta var ágætur tími, svona í blautara lagi en það gerir aldurinn. Gísli er snillingur og grófasti varnarmaður í fótbolta sem ég hef kynnst. Gott að hafa slíka hauka í horni, og tileinka ég honum skrif dagsins.
H.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

það held ég. Björn.

10:25 AM  
Anonymous Anonymous said...

hvernig er það, á ekki að fara að skrifa eitthvað hérna, er Hemúllinn með ritstíflu?
Bjarni Bé

10:54 AM  
Blogger Halldor said...

Já ekki er laust við að Hemúllinn sé í þungum þönkum þessa daganna og hefur það haft áhrif á framtaksemí í skriftum sem öðru. Þó ber að hafa í huga, að H er á leiðinni heim í heiðardalinn þessa daganna og mun njóta hins ylhýra sumars ÍSLANDSINS þetta árið sem er nokkur hátíð í sjálfu sér.
sæll BB-Kóngur, Halldór

5:47 PM  

Post a Comment

<< Home