djass og helvítis kenwoodinn
Já þetta fór nú ekki vel með kenwoodinn. Ég réðst galvaskur í útvarpstengingu en það eina sem vanst með þessu brölti mínu undir mælaborðinu, var að mér tókst einhvernveginn að drepa sígarettukveikjarann og mælaborðsljósið. Kom reyndar í ljós að Kenwood var í ólagi hvort eð er þannig að nú ek ég um útvarpslaus eins og vanalega, nema að ég sé ekki á mælana eftir klukkan fimm. Já það er gott að vera laginn í höndunum.
Ég er nú ekki mikið fyrir útvarp, of mikið af auglýsingum finnst mér, sérstaklega hérna vestan hafs. Annars fannst mér oft gott að hlusta á Sýrðan Rjóma, með Árna Þór Jónssyni.
Eitt sumarkvöld fyrir nokkru þá stóð ég í girðingavinnu á norðanverðu Snæfellsnesi, í kvöldsólinni, og hlustaði á Súra. Þar heyrði ég þetta ljómandi band taka djass yfirbreiðu á Smells like teen spirit, eftir þá Nirvana drengi. Þetta þótti mér ljómandi framtak svo ég sagði upp, keyrði í loftköstum til höfuðborgarinnar, niðrí 12 tóna og keypti These are the vistas með Bad Plus. Þetta kvöld lenti ég síðan í einhverjum ribböldum á Sólon sem vildu stunda handalögmál og Guðni punk fékk öskubakka í hausinn og ég kvarnaði úr tönn. En það er útúrdúr.
Ég legg hér með til að menn líti á The Bad Plus, þeir hafa gefið út tvær plötur, áðurnefndu ...vistas, og Give sem kom út í fyrra. Hressandi band.
http://www.thebadplus.com/ Hér má sjá þá taka yfirbreiðu á Iron man þeirra Black Sabbath pilta.
góðar stundir.
Ég er nú ekki mikið fyrir útvarp, of mikið af auglýsingum finnst mér, sérstaklega hérna vestan hafs. Annars fannst mér oft gott að hlusta á Sýrðan Rjóma, með Árna Þór Jónssyni.
Eitt sumarkvöld fyrir nokkru þá stóð ég í girðingavinnu á norðanverðu Snæfellsnesi, í kvöldsólinni, og hlustaði á Súra. Þar heyrði ég þetta ljómandi band taka djass yfirbreiðu á Smells like teen spirit, eftir þá Nirvana drengi. Þetta þótti mér ljómandi framtak svo ég sagði upp, keyrði í loftköstum til höfuðborgarinnar, niðrí 12 tóna og keypti These are the vistas með Bad Plus. Þetta kvöld lenti ég síðan í einhverjum ribböldum á Sólon sem vildu stunda handalögmál og Guðni punk fékk öskubakka í hausinn og ég kvarnaði úr tönn. En það er útúrdúr.
Ég legg hér með til að menn líti á The Bad Plus, þeir hafa gefið út tvær plötur, áðurnefndu ...vistas, og Give sem kom út í fyrra. Hressandi band.
http://www.thebadplus.com/ Hér má sjá þá taka yfirbreiðu á Iron man þeirra Black Sabbath pilta.
góðar stundir.
1 Comments:
Handlaginn... hehehe... útvarpið í Golfó er búið að vera bilað í 5 ár, útvarpið í Volvó var non-excisting þangað til ég lánaði bílinn... Mónó!
Fín tónlist by the way!
Var að hlsuta á Gray Album remix á Bítlunum eftir http://djdangermouse.com/ með Jay-Z að rappa... Mjög cool... Þú getur downloadað lögunum hér http://www.illegal-art.org/audio/grey.html , neðst á síðunni eru lögin...
stay tuned
Post a Comment
<< Home