Wednesday, February 02, 2005

djass og helvítis kenwoodinn

Já þetta fór nú ekki vel með kenwoodinn. Ég réðst galvaskur í útvarpstengingu en það eina sem vanst með þessu brölti mínu undir mælaborðinu, var að mér tókst einhvernveginn að drepa sígarettukveikjarann og mælaborðsljósið. Kom reyndar í ljós að Kenwood var í ólagi hvort eð er þannig að nú ek ég um útvarpslaus eins og vanalega, nema að ég sé ekki á mælana eftir klukkan fimm. Já það er gott að vera laginn í höndunum.
Ég er nú ekki mikið fyrir útvarp, of mikið af auglýsingum finnst mér, sérstaklega hérna vestan hafs. Annars fannst mér oft gott að hlusta á Sýrðan Rjóma, með Árna Þór Jónssyni.
Eitt sumarkvöld fyrir nokkru þá stóð ég í girðingavinnu á norðanverðu Snæfellsnesi, í kvöldsólinni, og hlustaði á Súra. Þar heyrði ég þetta ljómandi band taka djass yfirbreiðu á Smells like teen spirit, eftir þá Nirvana drengi. Þetta þótti mér ljómandi framtak svo ég sagði upp, keyrði í loftköstum til höfuðborgarinnar, niðrí 12 tóna og keypti These are the vistas með Bad Plus. Þetta kvöld lenti ég síðan í einhverjum ribböldum á Sólon sem vildu stunda handalögmál og Guðni punk fékk öskubakka í hausinn og ég kvarnaði úr tönn. En það er útúrdúr.
Ég legg hér með til að menn líti á The Bad Plus, þeir hafa gefið út tvær plötur, áðurnefndu ...vistas, og Give sem kom út í fyrra. Hressandi band.
http://www.thebadplus.com/ Hér má sjá þá taka yfirbreiðu á Iron man þeirra Black Sabbath pilta.
góðar stundir.

1 Comments:

Blogger Unknown said...

Handlaginn... hehehe... útvarpið í Golfó er búið að vera bilað í 5 ár, útvarpið í Volvó var non-excisting þangað til ég lánaði bílinn... Mónó!
Fín tónlist by the way!
Var að hlsuta á Gray Album remix á Bítlunum eftir http://djdangermouse.com/ með Jay-Z að rappa... Mjög cool... Þú getur downloadað lögunum hér http://www.illegal-art.org/audio/grey.html , neðst á síðunni eru lögin...
stay tuned

4:39 PM  

Post a Comment

<< Home