Wednesday, February 09, 2005

Um drauma og árekstra við kaldhæðni tilverunnar

Ég hóf daginn á því að brjóta kaffikönnuna og hella niður appelsínusafa. "Fínt," sagði ég, "hálfnað verk þá hafið er," hló og sló mér á lær. Ó fallega líf.
Ég er einn af þeim sem lendir stundum í því að fara vitlausu megin fram úr rúminu og fer þá iðulega restin af deginum í það að labba á hluti, brjóta kaffikönnur, reka litlu tánna í, sprengja dekk og alskyns þessháttar ósóma. Það er á svona dögum sem konur bakka utan í mann í matvöruverslunum (þetta er sérstakt fyrirbrigði, konur virðast bakka áður en þær snúa sér við) , maður gleymir ljósunum á bílnum og fær stöðumælasektir.
Á þessum dögum er gott að gefa bakkandi kellingum ískaldan fyrirlitningar svip, segja stöðumælavörðum hvert þeir geta troðið sektarmiðanum, vera leiðinlegur í umferðinni og fara í langa sturtu og sulla í bjór.
Annars þekki ég nú einn stöðumælavörð, og hann er ágætis náungi. Hann heitir Bjössi svikari þessa daganna en hét áður Bjössi Bronco. Honum datt einn góðan veðurdag sú vitleysa í hug að selja Broncoinn og fá sér Toyotu DC, og varð það til þess að nú ber hann Júdasarnafnið, og þannig er nú það.
Mig dreymdi um daginn að ég væri Nicolas Cage, og er herra Cage nú einn af fáum útvöldum fyrirmennum sem hafa fengið að þvælast um í mínum draumum. Ég var nú enginn ofur-töffari sem Cage, meira svona dreifbýlis rauðháls eins og vanalega, nema hvað við Cage vorum í kúreka stígvélum sem þörfnuðust límbandsviðgerðar á vinstri, en þess skal geta að ég hef aldrei átt kúrekastígvél þótt það gæti alveg gerst. Líklega var gatið tilkomið vegna mikilla gírskiptinga á móturhjólinu sem ég fékk samt aldrei að keyra í þessum draumi.
Einusinni dreymdi mig að ég væri Dean Martin og þá var maður sko töff, jafnvel þótt maður væri orðinn helst til ölvaður við barinn þar sem ég var að bíða eftir Sinatra, en hann var að elta einhver pils eins og vanalega. Af íslenskum fyrirmennum, er kanski helst að nefna þegar mig dreymdi Sigga Sigurjóns, en honum drekkti ég í olíubrákuðum polli af ókunnri ástæðu, sem mér þykir skrítið því ég kann ágætlega við Sigurð sem leikara.
Með kveðjum frá lifrinni og hjartanu,

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sæll félagi! það er mikið að manni gefst tækifæri að lesa skrif þín, hef alltaf haft gaman af pælingunum þínum enda hugsandi menn ekki á hverju strái!
Að dreyma einhverja tóma vitleysu eins og það að hitta einhver celeb er krydd í hversdagsleikann. Sérlega væri gaman að hitta á menn eins og Bill Murrey, held að erfitt væri að hafa ekki gaman af því. Nicolas Cage er líka áhugaverður enda mikill Elvis fan, sem er auðvitað mikill kostur!

6:17 AM  

Post a Comment

<< Home