klink
Victoriaborg er nokkuð þaulsetinn utangarðsmönnum. Menn geta sér þess til að það sé vegna veðurfarsins hér sem er með mildasta móti. Einnig gæti spilað inn í að borgin er svona "the end of the line town," þ.e. menn komast ekki lengra til vesturs í Kanada hér endar þjóðvegur númer eitt. Það tók mig svolítinn tíma að venjast þessu ástandi og á sumrin er helvíti erfitt að labba um miðbæinn án þess að menn reyni að betla af manni peninga eða sígarettur. Ég býst við því að einhvernveginn verði menn að komast af, og reyni nú að gefa þeim eitthvað klink svona við og við. Mér finnst samt að menn eigi að reyna vinna svolítið fyrir því og ekki reyna að ljúga einhverju kjaftæði að mér.
Einn tók mig tali um daginn og sagði, skælbrosandi: "Hey man, could you spare a little change for an old broken down indian, I want to buy some cigarettes." Hreinskilinn og almennilegur. Hann fékk klink. Annar sagði: "hey buddy, I´m not a bum, I live in Sooke and I just need some money for the fucking Bus. Helvítis kjaftæði hugsaði ég, en hann hafði nefnt að honum líkaði flugmannssólgleraugun mín þannig að ég gaf honum smá fyrir "strætó." Í dag sá ég tvo gæja á umferðareyju með skilti sem stóð á: "Happy, broke hobos - everything helps." Þeir voru eflaust að fá eitthvað klink. Einn gaur sem ég sá í fyrra var með skilti sem á stóð: "Will take verbal abuse for donations." Þetta snýst allt um markaðssetningu. Fólk vill ekkert heyra eitthvað helvítis væl. Annars hefur mér nú aldrei þótt það vera mjög rómantískt að vera róni, þótt það sé kanski hægt að sjá rómantík í því að drekka með félögunum á Lækjartorgi um hádegisbilið í blýðunni og slást á Austurvelli í eftirmiðdegissólinni. En það helsta sem menn sjá við þetta líferni er eflaust frelsið, að vera ekki háður neinum. Engin plön, ekkert stress, bara bús. Sem er náttúrulega ekki rétt, og var það staðfest fyrir mér þegar ég sá einn af heiðursrónum Victoríuborgar líta á klukkuna um daginn.
"Er hann of seinn eða hvað?" Hugsaði ég, "á hann að vera mætttur á fund uppí ráðuneyti?."
Ef ég væri róni (nú tístir líkast til í einhverjum) þá mundi ég ekki bera úr.
já bless
Einn tók mig tali um daginn og sagði, skælbrosandi: "Hey man, could you spare a little change for an old broken down indian, I want to buy some cigarettes." Hreinskilinn og almennilegur. Hann fékk klink. Annar sagði: "hey buddy, I´m not a bum, I live in Sooke and I just need some money for the fucking Bus. Helvítis kjaftæði hugsaði ég, en hann hafði nefnt að honum líkaði flugmannssólgleraugun mín þannig að ég gaf honum smá fyrir "strætó." Í dag sá ég tvo gæja á umferðareyju með skilti sem stóð á: "Happy, broke hobos - everything helps." Þeir voru eflaust að fá eitthvað klink. Einn gaur sem ég sá í fyrra var með skilti sem á stóð: "Will take verbal abuse for donations." Þetta snýst allt um markaðssetningu. Fólk vill ekkert heyra eitthvað helvítis væl. Annars hefur mér nú aldrei þótt það vera mjög rómantískt að vera róni, þótt það sé kanski hægt að sjá rómantík í því að drekka með félögunum á Lækjartorgi um hádegisbilið í blýðunni og slást á Austurvelli í eftirmiðdegissólinni. En það helsta sem menn sjá við þetta líferni er eflaust frelsið, að vera ekki háður neinum. Engin plön, ekkert stress, bara bús. Sem er náttúrulega ekki rétt, og var það staðfest fyrir mér þegar ég sá einn af heiðursrónum Victoríuborgar líta á klukkuna um daginn.
"Er hann of seinn eða hvað?" Hugsaði ég, "á hann að vera mætttur á fund uppí ráðuneyti?."
Ef ég væri róni (nú tístir líkast til í einhverjum) þá mundi ég ekki bera úr.
já bless
0 Comments:
Post a Comment
<< Home