Hvað eru National Geographic menn að reykja?
Ég er ekki nógu alvarlega þenkjandi til að velta mér of mikið uppúr pólitík eða viðskiptum. Læt mér nægja kaffið.
Nú, ég vildi óska þess að ég gæti dásamað þessa grein um koffínið, en svo er því miður ekki. Þessi grein er þurr og leiðinleg, og var erfitt að kyngja því að svona torf fengi birtingu i þessu Olympusfjalli tímaritanna. Einhvernvegin tekst höfundinum, sem mér finnst reyndar að ætti að snúa sér bókfærslu, að taka þetta áhugaverða efni og fjalla einungis um það sem ekki er prentsins vert og allir hafa fengið nóg af. Sífellt helvítis blaður um hinn ört stækkandi markað orkudrykkja, Starbucks og eitthvað leiðinda framhjáhlaup um forstjóra Red Bull. Ljósmyndirnar voru litaðar meðalmennsku, og meira að segja var útlit greinarinnar og grafísk hönnun leiðinleg. Red Bullshit segi ég nú bara og rek við í höfundsins meginátt. Menn verða nú eitthvað að fara að gæta sín þarna hjá NG.
Annars er laugardagur og ég er að hugsa um að tengja 15 ára gamla Kenwood útvarpið í bílnum mínum. En eins og allir muna þá segir Patric Bateman í American Psyco: "I just want everybody here to know, that few things in life perform as well as a Kenwood.
Ég er nú samt meiri NAD gaur.
Góðan dag.