Tuesday, January 25, 2005

dvínandi viljastyrkur Hemúlsins gagnvart linnulausum árásum imbakassans

Ég varð fyrir því óláni þegar ég flutti, að við fengum kapalsjónvarp, svokallað, með allt of mörgum rásum fyrir mann sem aldist upp á einni til þremur rásum eftir því hve sterkur viljastyrkur faðir hans var hverju sinni. "Stöð tvö? við höfum ekkert að gera við hana," sagði gamli. Þá var náttúrulega reynt að höfða til samviskunnar: "Þeir sýna frá NBA á sunnudögum," sagði ég, "mig langar bara til að sjá leikina."
Þetta virkaði einusinni.
Nú, varðandi allt of margar rásir, þá verð ég nú að viðurkenna að ég er orðinn algjörlega háður þáttum eins og Hot Rod Garage, Amercan Chopper, Chopper Bike-off, Overhaulin, osfv. Eins og nöfnin gefa kanski til kynna þá eru þetta allt þættir sem snúast um að byggja flott hjól eða bíla, og eins og er löngu vitað þá er Hemúllinn veikur fyrir svona löguðu. Er svo komið núna að ég reyni að forðast helvítis kassann, nema á mánudögum því þá er Monster Monday á Discovery, með alskonar góðgæti fyrir bílakalla eins og mig.
Hvað get ég sagt, ég er alinn upp í sveit og lærði að keyra á 1978 árgerð af Jeep Wagoneer með 360 V8, í sandgrifjum á Hvanneyri þegar ég var 13.
Hverju bjuggust menn við?
Það er nú samt heldur langt komið þegar maður horfir á Smokey and the bandit eitt og tvö, í röð í sjónvarpinu á gamals aldri. Ég held ég ætti að fara að stunda einhverjar íþróttir eða eitthvað.
Seinna meir,

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sæll Halldór!

Ég er búinn að vera að leyta að þér. Ég er nefnilega búinn að gera það sem við töluðum í gamla daga. Ég er orðinn þjálfari í fyrstu deildinni. Já kallinn tók við ÍS í vetur. Ég er búinn að hringja í allar meðferðastofnaninar og tékka nokkrum sinnum niður á BSÍ hvort þú værir nokkuð þar og að ógleymdri ferð upp á flúðasveppi til að athuga hvort þú værir nokkuð farinn að rækta gorkúlur.

Svo kemur bara í ljós að Halldór er bara í útlöndum að meika það. Það er pláss fyrir þig í liðinu þegar þú kemur heim. Þá getum við gert það sem við töluðum um á hinu fallega vorkvöldi á Sólon yfir púrtvínglasinu.

Jói Árna

5:17 PM  
Blogger Halldor said...

Þú verður fyrsti maðurinn sem ég hringi í þegar ég kem heim. Hvenær sem það verður, alltaf hressandi að sprikla aðeins í boltanum, eða negrahoppinu eins og Símon Falkner kallar það.

7:19 PM  

Post a Comment

<< Home