Wednesday, January 19, 2005

Hemúll á nuddborðinu

Já, góða kvöldið.

Í gær fór ég í hefðbundna kínverska nálarstungu hjá geðsjúklingi sem heitir Andy Miles og er kunningi minn. Það var hressandi og hafði góð áhrif á mjóhrygginn. Hann lagaði bakið með því að stinga mig með nálum og setja tómt mjólkurglas á vinstri hnéspótina og tappa þar úr blóði með vacúmtækni stórkostlegri. Þetta var allt saman afar "Zen" eitthvað og þar sem ég lá þarna og beið með nálarnar í bakinu, hlustandi á tónlist í anda Kurosawa, þá ákvað ég að nú skildi ég vera kúlturbolti og nýta þennan tíma til innhverfrar íhugunar og hugleiðslu. Til þess beitti ég tækni sem mér var kennt í forneskjunni, af forritara og karate-gúru frá Alsír sem heitir Shapane. Sú tækni snérist eftir því sem ég best gat munað um að anda inn um nefið og út um munnin, og hugsa um ekki neitt, svona eins og í Ghostbusters þegar Dan Akroyd verður á þau mistök að hugsa um sykurpúðamanninn. Nú, ég fer að anda á fullu og reyni að hugsa ekki um sykurpúðamanninn eða neitt annað, og tíminn líður. Svo dregur til tíðinda: Mér fannst ég allt í einu verða ægalega þungur, "á maður ekki að verða léttur?" Hugsaði ég. Mér leið eins blýklumpi á nuddborðinu, gat mig hvergi hreyft, ég opnaði augun og þá fór teppið fyrir neðan mig að hringsnúast og mér hætti að lítast á blikuna. Aðeins of Zen fyrir amatör eins og mig.
En þetta reddaðist nú allt saman. Andy kom inn og tók nálarnar og mjólkurglasið, og sérlega myndarlegu stúlka að nafni Chelsey kom og lamdi mig með naglaspýtu á meðan hún spurði mig um eldfjöll og Björk og svoleiðis. Einnig stóð til að fá svakalegt kung-fú nudd en ég þurfti að fara að mála fyrir einhvern pervert í James Bay. Þó er stefnt á að fara í nuddið í næstu viku, og er um að gera að stunda ólíferni þangað til, drekka og fara illa með sig.

Að lokum vill ég hvetja alla til þess að fara að drekka í sturtunni. Það er himneskt.

H.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vardandi drykkju i sturtu! Tad er god hugmynd, hef eg profad nokkurra drykkju a badherbergjum, svo sem vid rakstur, og einu sinni vid ad gera stort i bauk meir ad segja, en aldrei i sturtu, en kemur mer ta i hug uppskrift ad kokteil sem eg rakst a margt fyrir longu, tvofaldur romm, fossandi hitaveituvatn, 39 gradur, dash af head&shoulders, mintubragd. Benedikt, København

4:26 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já, ég hló. Þetta var fyndið... Björn, Seltjarnarnes.

11:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja kall, líður að frekari skrifum, brátt ber í veiði, almúginn þyrpist út á torgið og ákallar Guð sinn (heildaríbúafjöldi = ég og Björn (Björn þessi býr á Seltjarnarnesi (en það veist þú reyndar alveg eins og ég) en kann ég ekki frekari deili á honum)), Hemúlinn, í von um merki, tákn, meiri skrif, við skrifum á meðan, heil mannsævi líður, allt er fyrirfram ákveðið en almúginn (ég og Björn) erum bundnir hinum niðurlægjandi, óumflýjanlega en um leið mannlega póstveg "anonymous" (frávik: sjá leið notendanafns og lykilorða..), sættum við okkur fullkomlega við það, en biðjum til Guðs...

11:18 AM  

Post a Comment

<< Home