Thursday, January 27, 2005

Um myndavélabrask og annan vitleysingshátt

Hér í Victoriu sem og annarsstaðar í N-Ameríku er bílskúrssölufyrirbrigðið nokkuð algengt. Þessi ágæti markaður er næstum ónýttur á Fróni.
Það er verr.
Hér um daginn rakst ég á gamla myndavél á slíkri sölu og fjárfesti í henni fyrir 10 dollara kanadíska. Þetta var svokölluð "bottom of the line" SLR Minolta x-370, en þeir minolta menn hafa alltaf verið veikir fyrir svona stöfum og númerum alskonar eins og reyndar flestir í myndavéla-bransanum. Þessa vél keypti ég í von um að geta selt hana aftur fyrir aðeins meiri pening en ég keypti hana á, og hugsaði mér að sá litli peningur sem ég fengi fyrir Minolta vélina mundi fara í viðgerðakostnað á 1963 Fujica Rangefinder vélinni minni. Nú, í dag seldi ég Minolta vélina fyrir heila $25. Alveg hreint svakalegur gróði þar. Lítur út fyrir að ég þurfi ekki að finna nema sjö ódýrar vélar í viðbót og selja til þess að ég hafi efni á að gera við þá gömlu. Takk.

Fyrir mannfræðingana, þá fékk ég mér beyglu í morgunmat og kaffi í sturtunni. Nú drekk ég bjór og borða möndlur. Takk.

Lucky lager bjórinn sem ég þjóra þessa stundina er ljómandi bjór. Henn er litinn nokkru hornauga hér í BC vegna þess að henn er ódýr.
Indjánabjór segja þeir.
Mér finnst nú samt gaman að drekka þann bjór sem bruggaður er hvar sem ég er staddur, og það að hann sé litinn hornauga er enn-betra.
Hér áður fyrr ók ég um Bandaríkin í tvo mánuði og drakk einungis Budweiser allan tíman nema þegar við Þorri urðum leiðir og keyptum okkur Jamaika bjór til uppliftingar. Heimamenn verða skeptískir í suðrinu ef ferðamenn fara að panta eitthvað innflutt snobb eins og Heineken, svo maður drekkur það sem er drukkið. "Act globally, drink locally," sagði einhver og horfði á stjörnurnar.
Annars er Lucky helvíti vondur bjór, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. Því verður ekki neitað að þetta er brjóstsvíðandi helvítis glundur. Ekki er heldur hægt að segja marga hluti góða um Budweiser, nema kanski að Bob Dylan drekkur hann. En málið snýst ekki um það, þetta er bara spurning um að láta sig hafa það, því þegar öllu er á botninn hvolft, er maður ekki að leita að bragðinu með bjórdrykkjunni.
Já, takk fyrir.
H.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home