Wednesday, January 12, 2005

Ég elska stöðumælaverði

Í dag var ég svo heppinn að bíllinn minn var dreginn í burtu af the "meter maids." Alltaf jafn hressandi. Lítur út fyrir að ég megi ekki leggja á götunni minni eftir klukkan sex á daginn, á virkum dögum. Milli níu og sex má ég leggja þar en aðeins í tvo tíma í einu. Eftir tvo tíma verð ég að færa bílinn yfir á næstu "blokk," geyma hann þar í tvo tíma og þá fæ ég að hafa hann í aðra tvo fyrir framan bygginguna mína. Frábært fyrirkomulag og svo þægilegt. Síðan elska ég að borga $70 dollara fyrir að njóta þjónustu dráttarbílsins. Sérstaklega skemmtilegt þegar maður hefur þrælað í átta tíma í vinnunni fyrir $80 dollara. Ofan á það fær maður síðan sektina fyrir að leggja "ólöglega" og eins og allir vita eru stöðusektir eitt af því allra vinalegasta sem hendir mann og maður er alltaf svo glaður að borga þær. Það er ekki eins og þetta séu neinir blóðpeningar!
Síðan fær maður gusuna frá kærustunni um að við höfum ekki efni á þessu og að þetta átti að vera kvöldið okkar osfv. Ó þessi heimur er svo fallegur, ég elska stöðumælaverði.
takk

0 Comments:

Post a Comment

<< Home