Tuesday, January 11, 2005

Skot í fótinn, stefnuyfirlýsing

Menn eru víst ekki með mönnum, nema að menn bloggi og þykir það nokkuð einkennileg þróun.
Ég ætlaði nú aldrei að askvaða út á þessa braut rafurtrónískra dagbóka, þótti þetta fyrirbæri heldur meðalmennskulegt, og vildi ekkert vita um hvað hinn og þessi fékk sér í morgunmat.

Ég fékk mér beyglu og síðan kaffi í sturtunni. En kaffi er gott ef það er gott eins og allir sem valda vettlingum vita.

Þessum bálki sem á eftir fer mun vera lokað um leið og hermanninum leiðist skriftirnar. Aukinheldur mun bera nokkuð á málfarsvillum og slakri stafsetningu, og almennt hálf-ómerkilegri málfræði og mega menn ekki stressa sig of mikið á því. Hér skrifar maður sem tók sín 6 ár í mentó, í þremur skólum.
Að lokum skal nefna að engin ábyrgð er tekin á gæðum skriftanna eða skemmtanagildi, auk þess sem stundum verður skrifað á ensku til tilbreytings og æfingar.
takk,
haugurinn


0 Comments:

Post a Comment

<< Home