Saturday, October 28, 2006

um sænska tenniskappa og morgunæfingar


Jú mönnum til skemmtunar hef ég ákveðið að setja hér inn myndir af Birni Borg en hann er góðvinur minn og kemur stundum í morgunverð hjá mér á laugardagsmorgnum og fær heimagerðar hashbrowns, appelsínusafa, egg og beikon. Síðan förum við út á völl og tökum nokkra leiki svona til að brenna af syndir gærkvöldsins. Við notum náttúrulega tréspaða enda allt annað fyrir aumingja. Klassagaur, Borg

Tuesday, October 24, 2006

Um Rolling Stone: The uncenored history

Nú rétt í þessu sat ég á nýja sófanum mínum og kláraði Rolling Stone Magazine eftir Robert Draper. Þessi bók fjallar um, eins og nafnið kann að gefa til kynna, Rolling Stone. Þegar ég var ungur olli þetta nafn á tímariti mér miklum vangaveltum, og þá aðallega hvort Rolling Stone væri það sama og Rolling Stones. Fyrir mér virtist það vera nokkuð augljóst að þarna á milli væri einhverskonar samhengi. Vissulega var samhengi þar á milli en kanski ekki augljóst nema að nafninu til. Mick Jagger og Jann S. Wenner (eigandi og útgefandi RS) gerðu klaufalega tilraun til þess að vinna saman að breskri útgáfu Rolling Stone á sínum tíma. Það samstarf var stormasamt enda þar á ferðinni tveir harðsvíraðir bísnessmenn með óbilandi trú á sjálfum sér og stjórnanlegir eftir því. Nöfnin á tímaritinu og bandinu er náttúrulega beintengd en þau eru bæði fengin að láni. Rolling Stones fá sitt lánað frá laginu "Rolling Stone" (aka Catfish blues) eftir Muddy Waters og Rolling Stone frá Bob Dylan laginu "Like a Rolling Stone" frá 1965 og kanski líka smávegis frá littlu bandi frá Bretlandi sem kölluðu sig einmitt Rolling Stones.
Þessi bók er áhugaverður lestur og mæli ég með henni fyrir fólk sem hefur áhuga á blaðamennsku, útgáfu eða viðskiptalegri hlið tímaritsrekstrar.
Bókin er byggð á hundruðum viðtala við stóra sem smáa um RS og Jann Wenner. Bókin er byggð upp í kringum viðtölin og þar af leiðandi um fólk. Aukinheldur skal getið að þrátt fyrir að Robert Draper sé blaðamaður sjálfur og tengdur blaðinu þá notar hann ekki orðið "ég" fyrr en í heimildaskrá bókarinnar á öftustu síðum. Bókin er ljómandi blaðamennska og fær mann til þess að íhuga stærri verkefni en fimmhundruð orða grein um appli eða eitthvað álíka.
Selah.
H

Wednesday, October 18, 2006

um bréfaskriftir

Góði doktorinn Hunter hefur kennt mér ýmislegt. Hann hefur hjálpað mér á þeim hála íss skrifvellisins og verið leiðarljós í svartnætti hversdagsleikans. Aukinheldur, hefur hann kennt mér bréfaskriftir. Ef Hunter var á einhvern hátt ósáttur við vöru sem hann hafði keypt mundi hann umsvifalaust skrifa fyrirtækinu sem framleiddi vöruna og fá hana endurgreidda eða bætta með öðrum hætti. Þetta hefur nýst mér misvel í gegnum tíðina en ef fyrirtækjum er annt um orðspor sitt þá er útkoma slíkra bréfaskrifta iðulega jákvæð. Slík notendaþjónusta er vitanlega til eftirbreytni því hún stuðlar að tryggð neytandans við fyrirtækið. Öðrum fyrirtækjum virðist nokk sama um slíkt og er það oft á tíðum dauð rós í hnappagat annars ágæts jakka þess kompaníss. Þetta á til að mynda við um Marzocchi sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í vökvakerfum og dempurum fyrir fjallahjól og mótorhjól. Þeir framleiða hágæða vöru en eru slakir í notendaþjónustu.
Nú rétt í þessu sendi ég bréf til Axiom en þeir framleiða aukahluti fyrir reiðhjól líkt og Marzocchi. Nú er bara að sjá hvort eitthvað sé varið í þeirra fyrirtæki:

"Dear Axiom team.
I have recently turned my M500 Cannondale mtb into a Singlespeed roadster. To do this I used your Axiom Chain tensioner bought at Fairfield bicycles in Victoria BC. I'm now on my second one. The first one lost it's tension so the chain would get loose under pressure causing it to skip. I took it in to Fairfield and got a replacement. The second one worked well for me for a couple of weeks of riding but that one is loosing it's tension now as the first one, and my chain is starting to slip again. This is frustrating and is not helping the reputation of your company. I've noticed that you do not stock the chain tensioner anymore, and rightly so. Nevertheless, I spent $40 CAD on a component that is useless to me. Is there a way that you could reimburse me for my loss, or solve this pridicament in another manner?
Best regards,
Halldor"

Monday, October 09, 2006

Aftur um stöðumælaverði

Nú rétt í þessu fékk ég stöðmælasekt. Ég hef áður minnst á stöðumælaverði Victoriuborgar. Þeir sá hatri um gjörvalla borgina. Í dag er þakkagjörðahátíð Kanadamanna, svo í dag eiga menn að gera þökk og borða kalkún og drekka örlítið of mikið. Við héldum okkar hátíð á Laugardagin þannig að í dag ákváðum við að fara í bíó. Hér í borg er fyrirbæri sem kallast Movie Monday, eða Mánudagsmyndin eins og það mundi útleggjast í ríkissjónvarps-þýðingu. Þetta er verkefni sem snýst að mestu um einn mann og ást hans á góðum kvikmyndum. Þessi maður sem ber hið hversdagslega nafn Bruce, leggur heilmikið á sig til þess að fá leifi frá kvikmyndagerðamönnum til þess að sýna myndir þeirra frítt í littlum sal á svæði spítalans í Oak Bay. Þarna getur maður mætt á hverjum mánudegi og horft á gæða myndir fyrir það klink sem maður vill gefa aðstandendum hverju sinni. Ég hef ekki komið á sýningu síðan ég kom til baka frá Íslandi, þannig að það var tími til kominn. En vegna fjarveru minnar var ég búinn að gleyma því að það má aðeins leggja í klukkutíma í senn fyrir utan spítalann. Svo eftir sýninguna á Eve and the Firehorse, (sem er þess virði að horfa á) þá beið okkar glaðningur á framrúðunni. Á helvítis þakkargjörðarhátíðinni sjálfri! Ef ég hefði séð stöðmælavörðinn púlla þetta stönt, hefði ég hlaupið hann uppi gelt hann með húslyklunum mínum, kveikt í helvítis vespunni hans og brennimerkt "666" á ennið á honum með púströrinu. Why not? Obbobobb...who said that... Nei að öllu gamni slepptu þá læt ég stöðumælaverði heyra það ef ég góma þá í þeirri þurrnauðgun sem er útgáfa stöðumælasekta. Ef þeir hafa ekki þann skráp sem til þarf til þess að þola slíkt geta þeir drullast til að skipta um starf. Ekki satt? en þar sem ég náði ekki í skottið á þessum þá fór ég bara heim, setti Elvis á fóninn og fékk mér te. Andlegt jafnvægi er mikilvægt mannskepnunni og á morgun fer ég niður á bæjarskrifstofu og biðst vægðar. Ef það virkar ekki, þá ríf ég kjaft og skammast til þess eins að láta þá sem þar vinna leiðast starf sitt. Já, drullusokkurinn er alltaf innan seilingar.

Friday, October 06, 2006

um psycedelíu og kántrí

Ég var að lesa gamlar færslur frá því um ári síðan til þess að sjá hvar ég stæði í dag. Fyrir um ári síðan var ég í girðingavinnu á Íslandi og var ekki mjög aktívur í vefbókarfærslum. Til stendur að bæta það þennan október. Ekki seinna hægt að grípa í rassinn því samkvæmd grein í septemberhefti Rolling Stone um Daniel Pinchbeck, mun heimurinn enda 2012. Jú, af hverju ekki? Ég mundi samt ráðleggja framtíðar- spámönnum að gefa sér heldur lengri tíma því það er ekki hægt að græða nema ákveðna frægð á 5 árum. Dan gæti stundað fyrirlestra og alkyns költ samfélagsdútl næstu 50 árin ef hann mundi skipuleggja sig aðeins betur. Sem mun væntanlega gerast. jú þið skiljið, psycedelic félagskapurinn hans Dans mun ná yfirskilvitlegri kristöllun sem mun útgeisla annarskonar meðvitund yfir allan heiminn og afstýra með þeim hætti heimsendi og færa ást og umhyggju inn á borð hvers einnar og einustu kjarnafjölskyldu heimsins. Ekkert sérlega flókin lausn. Og ef menn trúa því á annað borð að heimsendir komi 2012 af hverju ættu þeir ekki að trúa því að það sé hægt að afstýra Ragnarökum?
Það virðist sem það sé mynstur í þessum psycedelic spámönnum. Þeir virðast yfir meðallagi gáfaðir og jafnan sæmilega hæfileikaríkir rithöfundar sem eru að ransaka ákveðin efni í góðum tilgangi en fara síðan í lengri og lengri hjólreiðatúra inní aðrar víddir knúnir áfram af góðum vilja en tapaðri heildarsýn. þar til á endanum að þeir eru komnir langt út fyrir þann möguleika að geta höfðað til nokkurs manns vegna eigin fáránleika. Áhugavert efni en hálf-sorglegt á sama tíma.

Nú koma menn til með að skammast yfir þröngsýni og fordómum Haugsins, en þá ber að nefna að Haugurinn er drullusokkur og að þetta dót er allt saman helvítis kjaftæði. Og þar hafið þið það.

Ég held að það sé ágætt að lifa í núinu, lífið er stutt og styttist óðum. Því ekki að njóta veraldlegra hluta eins og góðs kaffibolla og kántrí músíkur í morgunsárið?