Friday, October 06, 2006

um psycedelíu og kántrí

Ég var að lesa gamlar færslur frá því um ári síðan til þess að sjá hvar ég stæði í dag. Fyrir um ári síðan var ég í girðingavinnu á Íslandi og var ekki mjög aktívur í vefbókarfærslum. Til stendur að bæta það þennan október. Ekki seinna hægt að grípa í rassinn því samkvæmd grein í septemberhefti Rolling Stone um Daniel Pinchbeck, mun heimurinn enda 2012. Jú, af hverju ekki? Ég mundi samt ráðleggja framtíðar- spámönnum að gefa sér heldur lengri tíma því það er ekki hægt að græða nema ákveðna frægð á 5 árum. Dan gæti stundað fyrirlestra og alkyns költ samfélagsdútl næstu 50 árin ef hann mundi skipuleggja sig aðeins betur. Sem mun væntanlega gerast. jú þið skiljið, psycedelic félagskapurinn hans Dans mun ná yfirskilvitlegri kristöllun sem mun útgeisla annarskonar meðvitund yfir allan heiminn og afstýra með þeim hætti heimsendi og færa ást og umhyggju inn á borð hvers einnar og einustu kjarnafjölskyldu heimsins. Ekkert sérlega flókin lausn. Og ef menn trúa því á annað borð að heimsendir komi 2012 af hverju ættu þeir ekki að trúa því að það sé hægt að afstýra Ragnarökum?
Það virðist sem það sé mynstur í þessum psycedelic spámönnum. Þeir virðast yfir meðallagi gáfaðir og jafnan sæmilega hæfileikaríkir rithöfundar sem eru að ransaka ákveðin efni í góðum tilgangi en fara síðan í lengri og lengri hjólreiðatúra inní aðrar víddir knúnir áfram af góðum vilja en tapaðri heildarsýn. þar til á endanum að þeir eru komnir langt út fyrir þann möguleika að geta höfðað til nokkurs manns vegna eigin fáránleika. Áhugavert efni en hálf-sorglegt á sama tíma.

Nú koma menn til með að skammast yfir þröngsýni og fordómum Haugsins, en þá ber að nefna að Haugurinn er drullusokkur og að þetta dót er allt saman helvítis kjaftæði. Og þar hafið þið það.

Ég held að það sé ágætt að lifa í núinu, lífið er stutt og styttist óðum. Því ekki að njóta veraldlegra hluta eins og góðs kaffibolla og kántrí músíkur í morgunsárið?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home