Tuesday, October 24, 2006

Um Rolling Stone: The uncenored history

Nú rétt í þessu sat ég á nýja sófanum mínum og kláraði Rolling Stone Magazine eftir Robert Draper. Þessi bók fjallar um, eins og nafnið kann að gefa til kynna, Rolling Stone. Þegar ég var ungur olli þetta nafn á tímariti mér miklum vangaveltum, og þá aðallega hvort Rolling Stone væri það sama og Rolling Stones. Fyrir mér virtist það vera nokkuð augljóst að þarna á milli væri einhverskonar samhengi. Vissulega var samhengi þar á milli en kanski ekki augljóst nema að nafninu til. Mick Jagger og Jann S. Wenner (eigandi og útgefandi RS) gerðu klaufalega tilraun til þess að vinna saman að breskri útgáfu Rolling Stone á sínum tíma. Það samstarf var stormasamt enda þar á ferðinni tveir harðsvíraðir bísnessmenn með óbilandi trú á sjálfum sér og stjórnanlegir eftir því. Nöfnin á tímaritinu og bandinu er náttúrulega beintengd en þau eru bæði fengin að láni. Rolling Stones fá sitt lánað frá laginu "Rolling Stone" (aka Catfish blues) eftir Muddy Waters og Rolling Stone frá Bob Dylan laginu "Like a Rolling Stone" frá 1965 og kanski líka smávegis frá littlu bandi frá Bretlandi sem kölluðu sig einmitt Rolling Stones.
Þessi bók er áhugaverður lestur og mæli ég með henni fyrir fólk sem hefur áhuga á blaðamennsku, útgáfu eða viðskiptalegri hlið tímaritsrekstrar.
Bókin er byggð á hundruðum viðtala við stóra sem smáa um RS og Jann Wenner. Bókin er byggð upp í kringum viðtölin og þar af leiðandi um fólk. Aukinheldur skal getið að þrátt fyrir að Robert Draper sé blaðamaður sjálfur og tengdur blaðinu þá notar hann ekki orðið "ég" fyrr en í heimildaskrá bókarinnar á öftustu síðum. Bókin er ljómandi blaðamennska og fær mann til þess að íhuga stærri verkefni en fimmhundruð orða grein um appli eða eitthvað álíka.
Selah.
H

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hví skyldi Robert Draper vilja nota ordid "ég" í bók sem gefin er út á ensku? Allt thetta og meira til er mjøg ruglandi og veldur mér høfudverk og áhyggjum. Aukinheldur læt ég mig vidskiptalegu hlid tímaritsreksturs engu varda. Mikilvægari málefni tharfnast athygli. Hefur til ad mynda enginn tekid eftir thvi ad grídarstór eldhnøttur hefur tekid upp á thví ad sírkúlera um jørdina, hækkandi hitastigid upp úr øllu valdi einu sinni á sólarhring? Hver tók alla sokkana mína og af hverju deyr Bjarni Fel ekki, hvad er hann eiginlega gamall?

5:01 AM  
Blogger Halldor said...

Góður punktur, Fenris. Ég sakna bréfaskrifta okkar.
Varðandi eldhnöttinn skaltu fá þér gamlan amerískan bíl, áður en það verður bannað og varðandi B. Fel þá held ég að leyndamálið leynist einhversstaðar í eldrauðum augabrúnum ljónsins.

9:15 AM  

Post a Comment

<< Home