Monday, October 09, 2006

Aftur um stöðumælaverði

Nú rétt í þessu fékk ég stöðmælasekt. Ég hef áður minnst á stöðumælaverði Victoriuborgar. Þeir sá hatri um gjörvalla borgina. Í dag er þakkagjörðahátíð Kanadamanna, svo í dag eiga menn að gera þökk og borða kalkún og drekka örlítið of mikið. Við héldum okkar hátíð á Laugardagin þannig að í dag ákváðum við að fara í bíó. Hér í borg er fyrirbæri sem kallast Movie Monday, eða Mánudagsmyndin eins og það mundi útleggjast í ríkissjónvarps-þýðingu. Þetta er verkefni sem snýst að mestu um einn mann og ást hans á góðum kvikmyndum. Þessi maður sem ber hið hversdagslega nafn Bruce, leggur heilmikið á sig til þess að fá leifi frá kvikmyndagerðamönnum til þess að sýna myndir þeirra frítt í littlum sal á svæði spítalans í Oak Bay. Þarna getur maður mætt á hverjum mánudegi og horft á gæða myndir fyrir það klink sem maður vill gefa aðstandendum hverju sinni. Ég hef ekki komið á sýningu síðan ég kom til baka frá Íslandi, þannig að það var tími til kominn. En vegna fjarveru minnar var ég búinn að gleyma því að það má aðeins leggja í klukkutíma í senn fyrir utan spítalann. Svo eftir sýninguna á Eve and the Firehorse, (sem er þess virði að horfa á) þá beið okkar glaðningur á framrúðunni. Á helvítis þakkargjörðarhátíðinni sjálfri! Ef ég hefði séð stöðmælavörðinn púlla þetta stönt, hefði ég hlaupið hann uppi gelt hann með húslyklunum mínum, kveikt í helvítis vespunni hans og brennimerkt "666" á ennið á honum með púströrinu. Why not? Obbobobb...who said that... Nei að öllu gamni slepptu þá læt ég stöðumælaverði heyra það ef ég góma þá í þeirri þurrnauðgun sem er útgáfa stöðumælasekta. Ef þeir hafa ekki þann skráp sem til þarf til þess að þola slíkt geta þeir drullast til að skipta um starf. Ekki satt? en þar sem ég náði ekki í skottið á þessum þá fór ég bara heim, setti Elvis á fóninn og fékk mér te. Andlegt jafnvægi er mikilvægt mannskepnunni og á morgun fer ég niður á bæjarskrifstofu og biðst vægðar. Ef það virkar ekki, þá ríf ég kjaft og skammast til þess eins að láta þá sem þar vinna leiðast starf sitt. Já, drullusokkurinn er alltaf innan seilingar.

2 Comments:

Blogger ingi rafn said...

innantómar hótanir eru gagnslausar. raunverulegt ofbeldi er það eina sem fólk skilur.

5:40 AM  
Anonymous Anonymous said...

hehe, las í blaðinu að stöðumælavörður var nefbrotinn af tveimur gaurum sem lögðu ólöglega! Boðskapurinn breyðist greinilega hratt út.

9:29 AM  

Post a Comment

<< Home