Árið 2004 skrifaði ég grein um fegurð þess að aka um á gamalli druslu, með tilheyrandi ráðleggingum um hvernig maður eigi að finna hina réttu, hvernig umgangast eigi hana osfv. Einhversstaðar í þeirri grein var ég að velta fyrir mér hvernig bíl guð mundi aka. Ég var nokkuð viss um að hann æki 1963 árgerð af
Lincoln Continental með "sjálfsmorðshurðunum." Mér finnst það bara einhvernveginn liggja beint við. Lee, vinur minn hélt því hinsvegar fram statt og stöðugt að Guð æki Oldsmobile því það væri svona bifreið hvunndags-mannsins (Lee er Canadamaður). Af þessu má sjá að skiptar skoðanir eru á þessu máli. En ef guð er þessi mikli hönnuður sem um er talað, þá held ég að hann hljóti að aka um á amerískum jálki frá sjötta eða sjöunda áratugnum. Einhverjum svona, forstjóra bíl með nógu plássi fyrir teikningar, brauð og vín. Síðan er náttúrulega annað mál með Jesús. Hann er svona ríkur hippi held ég, Capy-hippy. Ég gæti alveg trúað því að hann eigi lífrænan dísil van (bio-diesel van), með nóg af plássi fyrir brimbrettið og útileigubúnaðinn og öll kraftaverka-gadgetin. Hann gæti líka verið að pæla í einhverjum svona hybrid týpum eins og Toyota Prius eða Honda Insight eða eitthvað í þá áttina.
Ástæðan fyrir öllu þessu þvaðri er að ég var að hlusta á einu almennilegu útvarpsstöðina sem næst á íslandi í dag, BBC World Service og þar var verið að tala um að áhrifamenn innan Evangelisku kirkjunnar í BNA væru farnir að predika um nauðsyn þess að fara að íhuga alvarlega hvernig við getum barist á móti auknu hitastigi jarðar, og minnkað losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Herferð þeirra heitir einmitt:
What would jesus drive? Hér er önnur (þess má geta að ég átti einu sinni Plymouth Fury).
Fokið er í flest skjól fyrir Bush-stjórnina, þegar hans eigin kristinlegu repöblikanar eru farnir að slá á fingur honum. Eitthvað drastískt fer sjálfsagt að gerast í náinni framtíð þar á bæ. En það þarf þó ekki að vera, Bush þarf ekki nema bara að höfða til samlanda sinna með hræðsluáróðri eins og var birtur í gær varðandi frækilega framgöngu varnamálaráðuneytisins þegar komið var í veg fyrir hryðjuverkaárás í LA árið 2002. Hmm... af hverju er kallinn allt í einu að mynnast á það núna? Og síðan þarf ekki nema bara að tala við NRA og predika um frelsi og "The American Way of Life" og þá gleyma menn þessum smáatriðum varðandi breytingar í veðurfari og meðfylgjandi fellibylji osfv. Selective memory, kalla þeir þetta, eða húsbóndamynni.
Heyrði annars nokkur tillögurnar um nýju fjárlögin hjá Bush stjórninni?
þeim finnst það bara helvíti góð hugmynd að taka fé frá menntamálum, listum og heilsugæslu til þess að leggja aukinn kraft í hernaðarmálin. Sniðugt. Ætli það gætu verið einhver tengsli milli fjárlagatillaga og fréttunum af hryðjuverkunum sem komið var í veg fyrir árið 2002?
Já takk, gætum við fengið 462,7 billion dollara til að leggja í hernaðarmálin? Hey því ekki það? Klárum dæmið bara, fólk getur ekki lifað á því að kunna að lesa og fá læknisaðstoð þegar það þarf. Hvað græðum við á því.
Þess má geta að fjárlög BNA til hernaðarmála eru sjö sinnum hærri en Kínversku hernaðar fjárlögin, sem eru næst í röðinni. Til gamans mæli ég með því að lesendur fylgist með fréttum næstu vikurnar. Ég tel ekki ólíklegt að mikið verði rætt um hryðjuverkaógnina. Réttlætingin er nauðsynleg.
Of all the enemies to public liberty war is, perhaps, the most to be dreaded, because it comprises and develops the germ of every other. War is the parent of armies; from these proceed debts and taxes; and armies, and debts, and taxes are the known instruments for bringing the many under the domination of the few. In war, too, the discretionary power of the Executive is extended; its influence in dealing out offices, honors, and emoluments is multiplied; and all the means of seducing the minds, are added to those of subduing the force, of the people. . . . [There is also an] inequality of fortunes, and the opportunities of fraud, growing out of a state of war, and . . . degeneracy of manners and of morals. . . . No nation could preserve its freedom in the midst of continual warfare. . . .
-James Madison, fjórði forseti Bandaríkjanna