Thursday, April 28, 2005

Költ í James Bay

Já ég er fluttur út úr blokkarógeðinu. Aldrei aftur.
Fyrir mannfræðingana þá er ég í stuttbuxum. Ég er einnig að drekka kaffi og bjór sem eru ljómandi drykkir hvor í sínu lagi, en ekki sérstaklega góðir saman. Svipað og kaffi og mjólk og fyrst ég stend í þessu þá skal nefna mjólk og bjór líka. En einu sinni var ég staddur einhverstaðar á sveitabæ og var boðið romm í kókómjólk. Það var alls ekki svo slæmt. Já nú er ég fluttur í aldargamalt hús hér í James bay hverfi Victoriuborgar, en þar búa mestmegnis gamlingjar og uppahippar. Þannig að hér er allt yfirfullt af Volkswagen Rúgbrauðum og rafmagns "skooterum" fyrir gamlingjanna sem ekki geta keyrt alvöru bíla. Þessir hippar sem búa hér eru ólíkir öðrum hippum að því leiti að þeir eru sterkefnaðir efnishyggjumenn sem þykjast vera hippar. Þjóðflokkur þessi er ekki minn uppáhalds en þó nokkru ofar en lögreglumenn og stöðumælaverðir. Ellilífeyrisþegarnir eru ekki sem verstir þeir eru bara að költast eitthvað í fjólubláum íþróttagöllum með trukkagleraugu og eru ekkert að ota sínum tota. Sem mér þykir einkennilegt því þegar ég verð gamall þá ætla ég að elta alla sem koma nærri mér og lemja þá með stafi, á milli þess sem ég verð á fylleríi og kvennafari með Úlfi Gunnarssyni.
Jájá ég vill hrósa Byrni Hólmstein fyrir að hefja aftur skrif og aukinheldur hvetja Gaut Sturluson til hins sama.

Sunday, April 10, 2005

að búa í blokk er bara fyrir ellilífeyrisþega og aumingja

Já hér fyrir réttri viku var ég á hvervispöbbnum og var alveg í svakalegum skrif-gír og hugsaði með mér að ég skildi nú aldeilis rúlla upp þessu bloggi þegar ég kæmi heim. Ég var þarna að horfa á goth gaur að nafni Dylan taka sína yfirbreiðu á Bowie, Four Non-Blondes og Radiohed, og einhverja gaura spila til heiðurs páfanum og Neil Young. Þetta var svosem ekkert óvenjulegur dagur á Logans, bara þessir sömu fastagestir, drukknir gamlingjar, ungt fólk og útúrfreðnar miðaldra kellingar að þykjast vera einhverjir hippar. Annars er logans ljómandi pöbb. Ég var þarna í þessari súpu með pennan á lofti og lýsti því sem fyrir augu bar á ákaflega sniðugan máta að mér fannst (búinn með nokkra bjóra) og síðan var ætlunin að koma hér heim og sína yfirburða ritsnilli mína á alnetinu. Það fór nú ekki betur en svo að þegar heim var komið vildu körfubolltafrímiðarnir sem ég hafði skrifað þetta á ekki láta finna sig og ég mundi ekkert hvað ég skrifaði. Þá var bara að leika á fingrum fram, þar sem andinn var yfir manni. Nú ég fékk mér fleiri bjóra úr ískápnum og hellti upp á kaffi og setti tónlist á fóninn og var sko aldeilis tilbúinn að hrista frammúr ermi minni eitthvert mesta ritverk sem hefur verið skrifað á þessari einföldu síðu minni, en ekki fór það nú mikið betur.
Mér þóttu skrifin vera nokkuð góð (fullt af kaffi og töluverður bjór kann að hafa skyggt eitthvað á dómgreind mína) og var bara nokkuð hreykinn af afrekinu af af af. Og þá gerist það, þegar ég styð á publish póst með músarbendlinum þá bara frýs allt helvítis draslið og ég komst ekki einusinni inn á blogspot.com það sem eftir lifði dags, og ég mundi ekkert hvað ég skrifaði.
Þetta þótti mér afar skemmtilegt.

Nú annars vill ég bara segja að það að búa í blokk er helvítis drasl. Þegar ég kem heim á hjólinu eftir vinnu, þá þarf ég að opna sjö hurðir áður en ég er kominn inn í íbúðina mína, þar af þrjár með lykli. Og þegar ég er loksins kominn inn þá er ekki hægt að hækka í magnaranum nema sem nemur um 0,7 desibel áður en helvítis Úkraínski sjóarinn á efrihæðinni fer að lemja í golfið með kústsskafti og rífa kjaft. Það er ömurlegt að vera loksins kominn með alvöru hljóðkerfi og fá ekki að keyra það á neinum mannsæmandi styrk. Þessi Úkraínubúi kemr niður og biður mig að lækka á einhverri samblöndu af úkraínsku, ensku og austantjalds handabendingum. Hann er líka þessi svakalega víðómatípa með þaralituð sjóratattú, údýra gullkeðju um hálsinn, gult skeggbrodda reykingaandlit og gengur um í hlýrabol. Ekki töff og kemur vondu orði á úkraínu.
Annars er þetta í fyrsta skipti sem ég bý í blokk og eflaust í það síðasta. Það eru of margir gallar, og ég hef ekki enn komið auga á nokkurn plús.
Nema kanski að kasta hlutum fram af svölunum. Það getur verið afbragðs skemmtun. Ég mynnist samkomu einnar í fyrrverandi húsakynnum félaga míns Bjarna Bjarnasonar en þar stóðum við á svölunum nokkrir valinkunnir menn og vorum að syngja "yfir kaldan eyðisand" eða eitthvað í þann dúr þegar einhver fær þá stórgóðu hugmynd að reyna að hitta steinsteyptan bílskur með bjórflöskum. Þessi skúr stóð á hinum enda landareignarinnar og á milli var mikið og fagurt haf af nýslegnu grasi. Upphófst þá þegar mikil loftorás á skúr þennan þar til eigandi hans kom út og lýsti yfir frati sínu á þessa íþrótt okkar. Bjarna var ekki mikið skemmt heldur en hann braggaðist nú allur eftir að hafa talað um fyrir eigandanum og fengið hann af því að hringja á lögguna. Síðan fékk hann sér bara meiri bjór og lét sem ekkert væri. Þó held ég að ekkert partí hafa verið á hans heimili síðan.
takk

Friday, April 01, 2005

Um ísskápshurðir

Úlfur Gunnarsson benti mér réttilega á það að commentakerfið væri í einhverju rugli hjá mér þannig að maður þyrfti að vera meðlimur til að geta haft skoðun. Það er lélegt og biðst ég forláts. Þessu hefur verið kippt í liðinn.
Annars er Úlfur mikill svelgur sem þykir nokkur ráðgáta því hann er ekki með stærri mönnum. Hlutfallslega hlýtur hann að vera með mestu drykkjuboltum, á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Það kom nú samt fyrir hér áður fyrr, vegna keppnisskaps okkar beggja, að Bakkus hafði betur í því stríði sem ég og Úlfur háðum við þann gamla og hvorn annan. Ég mynnist gleðskaps á heimili Símonar Falkners, en þar var mikið svall sem hófst allt of snemma. Gísli Brynjólfson, æfði stuttermabolsrífingar, Símon var drukkinn mjög og Jóa Árna þótti það afbragðs hugmynd að steikja hamborgara ofan í lýðinn, og tókst í leiðinni að rífa ískápshurðina af ískápnum. Jói er slægur nokkuð og tillti hurðinni aftur á lamirnar þannig að þegar Hemúllinn ætlaði að fá sér vodka þá stóð hann allt í einu í eldhúsinu með ískápshurð í hendinni og allskonar kælivörur út um allt golf. Þetta þótti nokkuð fyndið.
Nú eftir nokkuð svall þá ákváðum við Úlfur að það væri lljómandi hugmynd að fara og sjá skólaleikrit þar sem Björn Hólmsteinsson hafði hlutverk. Ég held við höfum smyglað inn tveggja lítra skrúfjárnsblöndu. Mig rámar aðeins í leikhléið og að við hlóum afar hátt og mikið í hvert skipti sem Björn sté á svið jafnvel þótt hann segði ekki neitt. Síðan man ég ekki söguna meir fyrr en morguninn eftir að Úlfur vekur mig þar sem við sitjum í bílnum mínum fyrir utan húsið hans Símonar og bíllinn í gangi( ég vill taka fram að ég ók ekki í þessu ástandi) . Hvað erum við að gera hér? Spurði ég Úlf. "Það veit ég ekki," svaraði Fenris.
Þetta var sniðglíma á lofti að hálfu Bakkusar. Ein af mörgum en ég læt þessa nægja því maður á ekki að ræða þessi mál nema í skál.
skál,
H