Thursday, April 28, 2005

Költ í James Bay

Já ég er fluttur út úr blokkarógeðinu. Aldrei aftur.
Fyrir mannfræðingana þá er ég í stuttbuxum. Ég er einnig að drekka kaffi og bjór sem eru ljómandi drykkir hvor í sínu lagi, en ekki sérstaklega góðir saman. Svipað og kaffi og mjólk og fyrst ég stend í þessu þá skal nefna mjólk og bjór líka. En einu sinni var ég staddur einhverstaðar á sveitabæ og var boðið romm í kókómjólk. Það var alls ekki svo slæmt. Já nú er ég fluttur í aldargamalt hús hér í James bay hverfi Victoriuborgar, en þar búa mestmegnis gamlingjar og uppahippar. Þannig að hér er allt yfirfullt af Volkswagen Rúgbrauðum og rafmagns "skooterum" fyrir gamlingjanna sem ekki geta keyrt alvöru bíla. Þessir hippar sem búa hér eru ólíkir öðrum hippum að því leiti að þeir eru sterkefnaðir efnishyggjumenn sem þykjast vera hippar. Þjóðflokkur þessi er ekki minn uppáhalds en þó nokkru ofar en lögreglumenn og stöðumælaverðir. Ellilífeyrisþegarnir eru ekki sem verstir þeir eru bara að költast eitthvað í fjólubláum íþróttagöllum með trukkagleraugu og eru ekkert að ota sínum tota. Sem mér þykir einkennilegt því þegar ég verð gamall þá ætla ég að elta alla sem koma nærri mér og lemja þá með stafi, á milli þess sem ég verð á fylleríi og kvennafari með Úlfi Gunnarssyni.
Jájá ég vill hrósa Byrni Hólmstein fyrir að hefja aftur skrif og aukinheldur hvetja Gaut Sturluson til hins sama.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

talandi um drykki sem fara ekki saman, brennivín í jarðaberjajógúrt er athyglisverð blanda, mæli samt með að menn drekki ekki mikið af þessum viðbjóð!

5:40 AM  
Anonymous Anonymous said...

Einn veðurdag (eins og dagar eru flestir þá tilheyrir þeim ákveðið veður) ákvað ég fyrir sakir vísindanna að fara út í sjoppu og tékka hvað væri svona spes við kardimommudropa, svona eins og rónarnir drekka alltaf. Verslaði einar ellefu flöskur ef ég man rétt og tveggja lítra Pepsí til að skola niður herlegheitunum. Það er skemmst frá því að segja að fyrir þennan dag þekkti ég ekki muninn á kók og pepsí en í dag geri ég það og læt ekki pepsí inn fyrir mínar varir nema í nauðir reki. Takk Fyrir

6:25 PM  

Post a Comment

<< Home