Friday, April 01, 2005

Um ísskápshurðir

Úlfur Gunnarsson benti mér réttilega á það að commentakerfið væri í einhverju rugli hjá mér þannig að maður þyrfti að vera meðlimur til að geta haft skoðun. Það er lélegt og biðst ég forláts. Þessu hefur verið kippt í liðinn.
Annars er Úlfur mikill svelgur sem þykir nokkur ráðgáta því hann er ekki með stærri mönnum. Hlutfallslega hlýtur hann að vera með mestu drykkjuboltum, á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Það kom nú samt fyrir hér áður fyrr, vegna keppnisskaps okkar beggja, að Bakkus hafði betur í því stríði sem ég og Úlfur háðum við þann gamla og hvorn annan. Ég mynnist gleðskaps á heimili Símonar Falkners, en þar var mikið svall sem hófst allt of snemma. Gísli Brynjólfson, æfði stuttermabolsrífingar, Símon var drukkinn mjög og Jóa Árna þótti það afbragðs hugmynd að steikja hamborgara ofan í lýðinn, og tókst í leiðinni að rífa ískápshurðina af ískápnum. Jói er slægur nokkuð og tillti hurðinni aftur á lamirnar þannig að þegar Hemúllinn ætlaði að fá sér vodka þá stóð hann allt í einu í eldhúsinu með ískápshurð í hendinni og allskonar kælivörur út um allt golf. Þetta þótti nokkuð fyndið.
Nú eftir nokkuð svall þá ákváðum við Úlfur að það væri lljómandi hugmynd að fara og sjá skólaleikrit þar sem Björn Hólmsteinsson hafði hlutverk. Ég held við höfum smyglað inn tveggja lítra skrúfjárnsblöndu. Mig rámar aðeins í leikhléið og að við hlóum afar hátt og mikið í hvert skipti sem Björn sté á svið jafnvel þótt hann segði ekki neitt. Síðan man ég ekki söguna meir fyrr en morguninn eftir að Úlfur vekur mig þar sem við sitjum í bílnum mínum fyrir utan húsið hans Símonar og bíllinn í gangi( ég vill taka fram að ég ók ekki í þessu ástandi) . Hvað erum við að gera hér? Spurði ég Úlf. "Það veit ég ekki," svaraði Fenris.
Þetta var sniðglíma á lofti að hálfu Bakkusar. Ein af mörgum en ég læt þessa nægja því maður á ekki að ræða þessi mál nema í skál.
skál,
H

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já þetta er allt annað, nú er hægt að kommenta og vesen. Þetta er annars alveg ÓTRÚLEGA fyndin saga sem þú varst að segja frá og þyrftu menn helst að hafa verið á staðnum til að skilja til fullnustu gæði hennar. Og ég man hversu furðu lostnir við báðir vorum að vakna þarna í bílnum, munandi einungis eftir vel völdum atriðum og brotnu trukkagleraugunum. Þó virðist þú muna meira í dag en þá daga. Kless

11:29 AM  
Anonymous Anonymous said...

Megas 60 ára í dag, skál fyrir því!!

5:12 AM  

Post a Comment

<< Home