Wednesday, January 24, 2007

bréfaskriftir við Gabriela Skalli

Ef til vill muna einhverjir efti DAB færslu nokurri hérna frá því seint á síasta ári. Þar var ég að velta fyrir mér ÁTVR merki nokkru á DAB bjórum hér í Kanada og undrast yfir hinum langa armi Ríkisins. Eins og mönnum er ef til vill kunnugt hef ég unun að því að senda bréf til hinna ýmsustu stofnana, sendiráða og fyrirtækja ef mér liggur eitthvað á hjarta. Ég lét því þetta vaða um daginn: "

To the good people of Dab.

Firstlym, I want to say that I enjoy your beer thoroughly. It is the only quality European beer that is reasonably priced here in Canada. So Dab is commonly my choice at the local liqour stores. However, one thing caught my attention the other day and that is the fact that your cans are labelled with the logo of ÁTVR. Being an Icelander, I recognize this as the government run Alcohol and Tobacco store of Iceland. I’m curious to know why this logo is on the cans here in Canada. Is this something you put on all your cans, or are the Canadian and Icelandic market somehow connected?

All info would be greatly appreciated,

Thanks,

Halldor

Nú í morgun fékk ég síðan svar frá Dab mönnum:

Dear Mr. Gunnarsson,

Thank you for your email and the interest in our product.
We really appreciate that you like our DAB beer.
As you have correctly noticed there is the Atvr SIGN on
our DAB cans. The can which we export to Canada is an
international can which we also export to
Iceland. Hope this answers your question.

If you have any further questions do not hesitate to
contact us.

Best regards

Gabriele Skalli
Export Department
International Brand Management


Frekar óheppilegt kvenmannsnafn, Skalli.
En þetta var nú ekki eins flókið og spillt mál og
ég hafði vonað, en við verðum að sætta okkur við
það og róa á önnur mið.

Friday, January 19, 2007

um smyrla uglur og afmæli

Jú, það er eins og fyrirmenni hér í bæ hafi ekki skotið við skollaeyrum á því rausi er hér fór fram um kúltúrleysi Victoriu borgar. Enn verktaki hér í bæ hefur boðið listasafni victoriu stærðarinnar húsnæði undir listasafn gegn því að borgarskipulagi verði breytt til þess að það sé hægt. Etthvað rotið er í Danaveldi, því verkamenn eru ekki beinlínis artsí hér frekar en annarstaðar, svo eitthvað hengur á spýtunni. En nóg um það.

Hér var stórafmæli um daginn og velti ég því fyrir mér havða ég ætti að gera í tilefni af tveggja ára afmæli þessarar vefskrár. Mér datt í hug að gera einn af tveimur hlutum en þeir voru: Að leggja skránni í bakgarðinum, prenta út allar færslur og kalla þetta gott, eðör uppfæra síðuna sjálfa og útlit hennar. Seinni valmöguleikinn varð fyrir valinu og má vænta einhverja breytinga hér á næstunni. En skrif munu halda áfram um sinn. Þetta mun vera 70. færslan.

Yfir í alvarlegri mál. Ég var að hjóla niður í bæ um daginn þegar ég sé gamlan vin koma svífandi niður og setjast í tré í um fimm metra fjarlægð. Nú dettur eflaust einhverjum í hug að þarna sé Fenrisúlfur nokkur á ferð. Það væri ágætis ágiskun ef frátalið er sú staðreind að úlfar sitja sjaldnast í trjám og geta aukinheldur ekki flogið. Nei, þetta var ekki heimskautaúlfurinn Úlfur (canis loupus arctos boozus) heldur Smirillinn. Smirillinn (Falco Columbarius) hefur heimsótt mig áður og sú heimsókn fengið umfjöllun á þessum síðum. Líkt og í fyrra skiptið horfðumst ég og smyrillinn í augu um nokkra stund en í þetta skiptið var það smyrillinn sem var að þvælast á mínu umráðasvæði en ekki öfugt eins og síðast er við hittumst á fjöllum á Íslandi. Smyrlar hér er kallaðir Merlin eða Pigeon Hawk. Merlin vegna þess að í evrópu fyrr á tímum máttu kven-fálkatemjarar (émerillons á frönskunni, hence Merlin) einungis fljúga Smyrlum, því þeir þóttu kvenlegir. Pigeon Hawk er komið frá því að anatómískt eru Dúfur og Smyrlar keimlíkir þótt ekki sé beinlínis hægt að bera þau saman að öðru leiti. Smyrlar eru þekktir fyrir að vera þöglir mjög, og kom það ekki á óvart að ég fékk ekkert svar þegar ég spurði smyrilinn hvurn djöfulan hann væri að gera hérna lengst inní borg. En eftir störukeppni og eitthvað röfl af minni hálfu fékk ég þó uppúr honum að hann væri hérna vegna lögregluráðstefnu í Seattle þann 19. og hann væri aðeins að pústa hérna á þessari grein áður en hann flygi yfir sundið.

Ég rakst nokkru seinna á annan merkilegan fugl á sömu blokk og Smyrilinn. Þar var á ferð Blettaugla eða Spotted Owl (Strix occidentalis) sú at arna er nokkuð sjaldgæf og er talið að einungis séu um 24 í Kanda. Þær eru eingöngu hér á suðvesturhorninu og hafa farið illa út úr brjálæðislegu skógarhöggi heimamanna. Þessi Ugla sat á grein og rúllaði hausnum á öxlunum eins og uglum og feitlögnum svörtum konum er tamt. "Já komdu sæl hér frú Ugla," sagði ég og hún rúllar hausnum. Uglur eru þekktar sem gáfuleg dýr og eins og allir vita er uglan kennitákn viskugiðjunnar Aþenu. Þessi staðreind hefur gert uglur nokkuð snobbaðar og getur reynst erfitt að plata þær í samræður. Svo þessi ugla sveif yfir í næsta tré hljóðlaus og tignarleg. Ég rölti þarna yfir að trénu og ákvað að reyna aðra tækni: "Já ég las í New York Times í morgun að Bandaríkjamenn hefðu sprengt í loft upp bílalest í Somalíu, með innanborðs leiðtoga og háa herra í islamiska andspyrnuhópnum þar í landi. Hver er þín skoðun á þessu máli?" Þá gat hún ekki setið á sér lengur: "Já ég heyrði þetta á CBC í morgun, ég veit eiginlega ekki hvað er hægt að segja um utanríkisstefnu bandaríkjamanna á þessum tímapunkti. Þessi alheimslöggu taktík hefur nú ekki farnast vel hjá þeim til þessa. Það er spurning hvort þeir séu búnir að gleyma mistökum Bush eldri þarna í sómalíu og klaufalegri taktík Clintons við að draga sig út úr þeim átökum... Það er náttúrulega alltaf spurning hvort öfga-hægrisinnaðir múslimar séu góð ríkisstjórn fyrir Sómalíu en er það hlutverk bandaríkjanna að standa í vegi fyrir því? Ég held ekki, og að svo stöddu er það spurning hvort hin öfga-hægrisinnaða ríkisstjórn bandaríkjanna sé nokkuð svo góð hugmynd heldur. Ég verð að segja eins og er að það hefur ekki mikið positíft komið frá þessarri ríkisstjórn undanfarin, tja, fjögur ár eða svo. Og fyrir okkur uglur sem höfum þurft að eiga við náttúruspjöll hér í bresku kólömbíu þá er náttúrulega svolítið erfitt að díla við það að bandaríkjastjórn sé einu sinni að hugsa um að opna þjóðgarðana í Alaska fyrir olíuboranir. Ég veit að þetta er ekki beintengt spurningu þinni en ég vildi bara skapa smá umræðu um það líka. Ég vona bara að bandaríkska þjóðin drattist til að líta í eigin barm og reyni að taka einhverjar almennilegar ákvarðanir við kostningakassana á næsta ári. En í hreinskilni sagt sé ég engar stórkostlegar breytingar í amerískri utanríkisstefnu næstur átta árin."
"Já það er einmitt það. Ha! Gott að fá þitt inlegg í þetta mál", sagði ég. "Nei ekki málið, sagði Uglan, annars þarf ég að rjúka en ég heiti Bergrós gaman að kynnast þér og vonandi hittumst við síðar." "Jú seinna meir, Bergrós. Halldór hér." "Chao," sagði Bergrós og sveif inní myrkrið.