um tilraunir hemúls í húsgagnasmíðum
já komið þið sæl.
Nú, hinn villuráfandi hemúll álpaðist inn í hinn einkennilega ómáladeildarvæna heim sérsmíðaðra húsgagna. Í þessum ilmandi en ógnvekjandi heimi fékk hemúllinn þá feikigóðu hugmynd að smíða samkvæmt tommukerfinu norður ameríska. Það var illa ígrunduð áætlun. Því þótt hemúllinn hafi á stundum álpast eftir tommustokknum tommumegin, er ekki hægt að segja að hann sé beinlínis heimavænn á þeim gapastokki (mnjes hm hm ). Aukinheldur var ráðist á garðinn þar sem hann var hæfilega hár því hemúllinn er dreyminn og hefur meiri trú á sjálfum sér en nokkurn tíman hefur fengist sannað að sé réttlætanlegt og í raun oftar farið á hinn veginn. Sem og úr varð í þetta skiptið. Hillusmíði hemúlsins þykir í mesta lagi viðunnandi en þó ber að nefna að reiknishausinn atarna var sífellt með hjólsögina á lofti, endurteiknandi og reiknandi fram og aftur um eyðimörk þá í hemúlsins haus er í flestum er staðsetning stærðfræðikunnáttu. Útkoman kom nokkuð á óvart þar sem samstæðan er heilum tveimur tommum lægri en lagt var upp með en þó í réttri breidd. Þetta þykir nokkuð sérstakt þar sem á teikningum var hæð og breidd sú sama. Í vörn hemúls þá teiknaði sá djöfull hilluna eftir að hafa horft á hillusamstæðu í gegnum glugga í lokaðri verslun í miðbæ Victoríu-borgar og á meðan á sögun stóð birtust tveir félagar hemúls með kassa af ódýrum indjánabjór. Ekki hefur enn fundist botninn á þessari smíð og mun hún halda áfram um skeið samhliða hjólhestalækningum, plötuflokkun og eilífum vonlausum tilraunum til "router"- tengingar sem er hinum ótæknivædda hemúli hinn mesti þyrnir í auga.
seinna meir...
Nú, hinn villuráfandi hemúll álpaðist inn í hinn einkennilega ómáladeildarvæna heim sérsmíðaðra húsgagna. Í þessum ilmandi en ógnvekjandi heimi fékk hemúllinn þá feikigóðu hugmynd að smíða samkvæmt tommukerfinu norður ameríska. Það var illa ígrunduð áætlun. Því þótt hemúllinn hafi á stundum álpast eftir tommustokknum tommumegin, er ekki hægt að segja að hann sé beinlínis heimavænn á þeim gapastokki (mnjes hm hm ). Aukinheldur var ráðist á garðinn þar sem hann var hæfilega hár því hemúllinn er dreyminn og hefur meiri trú á sjálfum sér en nokkurn tíman hefur fengist sannað að sé réttlætanlegt og í raun oftar farið á hinn veginn. Sem og úr varð í þetta skiptið. Hillusmíði hemúlsins þykir í mesta lagi viðunnandi en þó ber að nefna að reiknishausinn atarna var sífellt með hjólsögina á lofti, endurteiknandi og reiknandi fram og aftur um eyðimörk þá í hemúlsins haus er í flestum er staðsetning stærðfræðikunnáttu. Útkoman kom nokkuð á óvart þar sem samstæðan er heilum tveimur tommum lægri en lagt var upp með en þó í réttri breidd. Þetta þykir nokkuð sérstakt þar sem á teikningum var hæð og breidd sú sama. Í vörn hemúls þá teiknaði sá djöfull hilluna eftir að hafa horft á hillusamstæðu í gegnum glugga í lokaðri verslun í miðbæ Victoríu-borgar og á meðan á sögun stóð birtust tveir félagar hemúls með kassa af ódýrum indjánabjór. Ekki hefur enn fundist botninn á þessari smíð og mun hún halda áfram um skeið samhliða hjólhestalækningum, plötuflokkun og eilífum vonlausum tilraunum til "router"- tengingar sem er hinum ótæknivædda hemúli hinn mesti þyrnir í auga.
seinna meir...