Friday, September 15, 2006

um sverðbera og lán í óláni

Góðir hálsar

Á stundum skín sólin á hundsrass. Það er vitað.
Ég hef nú fengið status sem verndari plötusafns vinar míns her i Victoria, vegna skyndilegrar brottferðar hans á heimaslóðir. Hemúllinn hefur því gerst LP Samúræi, og að auki eru í garði mínum þrír japanskir vígamenn, sem aldrei fara af verðinum, nema einn og einn í senn. Ég borga þeim í Saki og hrisgrjónum. Við fjórir erum tilbúnir öllu sem gæti hugsanlega ógnað safni þessu sem samanstendur af uþb 2500-3000 titlum (gróflega áætlað, gæti verið nær 5000), á Lp, cd og kasettum. Nánari útlistun á safni þessu birtist á síðum þessum þegar fram líða stundir. Nú, til þess að halda þessu öllu saman í formi hef ég einnig fengið til umráða: NAD magnara, Thorens plötuspilara, Rotel útvarp, og Nakamichi cd og kasettutaeki. Þessu er síðan skolað niður með Boston Acoustics og Pro-Linear hátölurum. Þetta sætöp er náttúrulega yfirdrifið fyrir þessa kompu sem ég bý í og ég kem til með að eiga í mestu vandræðum með að koma öllu fyrir. Nú færist í hönd tímabil handgerðra húsgagna, eða svokallaðra Hemúl-gagna til þess að nýta plássið sem best, því einhverstaðar þurfa reiðhjólin fjögur að komast fyrir auk lítisverðra hluta sem tilheyra lífi meðalhemúls, svo sem ísskáps. En nú þarf ég að snúa mér að Lucky lager sem er ekki allskostar sáttur með það að vera skilinn útundan án nokkurrar ástæðu utan monts hemúlsins.
Með Neil í bakgrunninum,
H.

3 Comments:

Blogger ingi rafn said...

ég mæli með SL1200 eða SL1210. munurinn er fólginn í málminum. skiluru. málmur eða léttmálmur. bara spurning um smekk.

12:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sælir Dodo! Fór á Nick Cave tónleika í gær og var meistari Cave vægast satt frábær. Þín var sárt saknað! Vildi bara deila þessu með þér, gamli!
Bjarni

1:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

ja takk bjarni, ofundsykin trollridur mer

9:03 PM  

Post a Comment

<< Home