um bakarí, JR, og hjólatúra
Eftir takmarkaða ransóknarvinnu hef ég ákveðið að mikill slappleiki svífi yfir vötnum á ritvelli alnetsins þessa daganna og fel ég mig bak við þá óstaðfestu kenningu.
Þessi kuldi er fínn, ég mæli með honum, bara skella sér í langa-jón og þá er maður í fíling.
Stundum fer ég í bakarí. Það var eitt sinn leiðin að ódýrum mat, að fara í bakarí og fá sér rúnstykki. Þessu er ólíkt farið í dag. Eitt rúnstykki og kaffibolli fer varla undir fimmhundruðkallinn í bakaríum í dag. Hver ákvað það, að það væri bara fínt að samloka og tvær kókomjólk sem menn úr fá kraft, fari ekkert á minna en 700 kall? Af hverju er maður þá að fara í bakarí? Bara til að vera töff? Næst þegar mér dettur í hug að fara í bakaríið í Suðurveri, þá mun ég eflaust athuga hvert ég eigi ekki 200 kall í viðbót og þá get ég farið fyrir hornið á Kjúklingastaðinn í Suðurveri (Hambó fyrir þá sem til þekkja) og fengið mér einn besta hamborgara á Íslandi með frönskum (thievery fries) sósu og kók. Ef einhver veit um eitthvað bakarí sem er ennþá sæmilega ódýrt vinsamlegast komið því á framfæri í athugasemdakerfinu.
Við Bjarni Bjarnason vorum einmitt að hlægja af grein í einhverju blaðanna um daginn þar sem verið var að diskútera um gæði ýmissa staða þar sem maður gæti farið út að borða undir þúsund kallinum. Fáránleg grein. Hvað er merkilegt við það að fá sér að borða fyrir undir þúsund kall? Þúsund kall eru heilmiklir peningar. Þetta er kippa af bjór, 8,7 lítrar af bensíni eða tvær slöngur fyrir hjólið mitt. greinin hefði verið merkileg ef þeir hefðu haft þetta 500 kall í stað 1000.
Menn virðast eiga peninga. Hvernig fara þeir að því?
Annars var ég að tala við bílasalann á JR bílasölunni sem mér hefur alltaf þótt nokkuð fyndið Dallas-nafn á bílasölu. Þessi ágæti maður sagði mér að bílasala notaðra bíla gengi afskaplega vel eða amk. þangað til að þessar svörtu spár voru að koma í garð íslenskra banka. "Já menn halda bara að sér höndum," sagði hann stoltur af tungutaki sínu og virtist þess fullviss um að almenningur í bílahugleiðingum væri óumdeilanlegur mælikvarði á styrkleika íslenska fjármálaumhverfisins. Þessi ágæti maður sýndi mér líka einn allra ljótasta Lincoln Continental árgerð 1983 sem ég hef séð, og hann hélt varla vatni yfir. Ég sagði honum að það væri allt í fína að kunna að meta ameríska bíla en ekki væri allt jafn gott. Lincoln Continental er einn af mínum uppáhalds bílum en ég mundi ekki líta við 83 módelinu. Síðan bað ég hann vel að lifa skvetti kaffinu mínu á Dressman teinóttu skyrtuna hans og sagði honum að hann væri djöfulsins fæðingarhálfviti og ætti að íhuga það alvarlega að hengja sig inná klósetti með þessu viðbjóðslega bleika bindi sínu.
obbobobb hvað gerðist þarna? slip of the tongue segja þeir fyrir westan.
Haugurinn þjáist af krónískri hjóladellu sem hefur stundum legið í dvala árum saman en kemur alltaf aftur með blússandi krafti við og við. Síðastliðin ár hafa þessi veikindi farið að hrjá mig æ meira og er ég núna farinn að hjóla um götur borgarinnar mér til skemmtunar.
Ég var einmitt í einum slíkum túr nú áðan þar sem ég hjólaði um borgina á meðan The Lyre of Orpheus hljómaði í eyrunum. Ég varð fyrir því óláni á þessum klukkutíma rúnti að reka augun í einhver blá ljós fyrir framan Argentínu Steikhús. Þar lá á stéttinni alblóðugur hálf-rotaður maður sem hefur eflaust vegið hátt í 150 kíló. Það fyrsta sem kom í hugan var að hann hefði nú sjálfsagt verið heldur öflugur sá trukkur sem rotaði þennan múrstein og skömmu síðar gat maður ekki varist því að hugsa að það væri nú fáránlegt að maður gæti ekki farið niðrí bæ um miðnættið á laugardegi án þess að sjá einhvern mígandi út í vegg eða liggjandi í blóði sínu á gangstéttum borgarinnar. Þetta er helvítið subbulegt svona á stundum hjá okkur.
Samt langar mér helvíti í bjór.
Þessi kuldi er fínn, ég mæli með honum, bara skella sér í langa-jón og þá er maður í fíling.
Stundum fer ég í bakarí. Það var eitt sinn leiðin að ódýrum mat, að fara í bakarí og fá sér rúnstykki. Þessu er ólíkt farið í dag. Eitt rúnstykki og kaffibolli fer varla undir fimmhundruðkallinn í bakaríum í dag. Hver ákvað það, að það væri bara fínt að samloka og tvær kókomjólk sem menn úr fá kraft, fari ekkert á minna en 700 kall? Af hverju er maður þá að fara í bakarí? Bara til að vera töff? Næst þegar mér dettur í hug að fara í bakaríið í Suðurveri, þá mun ég eflaust athuga hvert ég eigi ekki 200 kall í viðbót og þá get ég farið fyrir hornið á Kjúklingastaðinn í Suðurveri (Hambó fyrir þá sem til þekkja) og fengið mér einn besta hamborgara á Íslandi með frönskum (thievery fries) sósu og kók. Ef einhver veit um eitthvað bakarí sem er ennþá sæmilega ódýrt vinsamlegast komið því á framfæri í athugasemdakerfinu.
Við Bjarni Bjarnason vorum einmitt að hlægja af grein í einhverju blaðanna um daginn þar sem verið var að diskútera um gæði ýmissa staða þar sem maður gæti farið út að borða undir þúsund kallinum. Fáránleg grein. Hvað er merkilegt við það að fá sér að borða fyrir undir þúsund kall? Þúsund kall eru heilmiklir peningar. Þetta er kippa af bjór, 8,7 lítrar af bensíni eða tvær slöngur fyrir hjólið mitt. greinin hefði verið merkileg ef þeir hefðu haft þetta 500 kall í stað 1000.
Menn virðast eiga peninga. Hvernig fara þeir að því?
Annars var ég að tala við bílasalann á JR bílasölunni sem mér hefur alltaf þótt nokkuð fyndið Dallas-nafn á bílasölu. Þessi ágæti maður sagði mér að bílasala notaðra bíla gengi afskaplega vel eða amk. þangað til að þessar svörtu spár voru að koma í garð íslenskra banka. "Já menn halda bara að sér höndum," sagði hann stoltur af tungutaki sínu og virtist þess fullviss um að almenningur í bílahugleiðingum væri óumdeilanlegur mælikvarði á styrkleika íslenska fjármálaumhverfisins. Þessi ágæti maður sýndi mér líka einn allra ljótasta Lincoln Continental árgerð 1983 sem ég hef séð, og hann hélt varla vatni yfir. Ég sagði honum að það væri allt í fína að kunna að meta ameríska bíla en ekki væri allt jafn gott. Lincoln Continental er einn af mínum uppáhalds bílum en ég mundi ekki líta við 83 módelinu. Síðan bað ég hann vel að lifa skvetti kaffinu mínu á Dressman teinóttu skyrtuna hans og sagði honum að hann væri djöfulsins fæðingarhálfviti og ætti að íhuga það alvarlega að hengja sig inná klósetti með þessu viðbjóðslega bleika bindi sínu.
obbobobb hvað gerðist þarna? slip of the tongue segja þeir fyrir westan.
Haugurinn þjáist af krónískri hjóladellu sem hefur stundum legið í dvala árum saman en kemur alltaf aftur með blússandi krafti við og við. Síðastliðin ár hafa þessi veikindi farið að hrjá mig æ meira og er ég núna farinn að hjóla um götur borgarinnar mér til skemmtunar.
Ég var einmitt í einum slíkum túr nú áðan þar sem ég hjólaði um borgina á meðan The Lyre of Orpheus hljómaði í eyrunum. Ég varð fyrir því óláni á þessum klukkutíma rúnti að reka augun í einhver blá ljós fyrir framan Argentínu Steikhús. Þar lá á stéttinni alblóðugur hálf-rotaður maður sem hefur eflaust vegið hátt í 150 kíló. Það fyrsta sem kom í hugan var að hann hefði nú sjálfsagt verið heldur öflugur sá trukkur sem rotaði þennan múrstein og skömmu síðar gat maður ekki varist því að hugsa að það væri nú fáránlegt að maður gæti ekki farið niðrí bæ um miðnættið á laugardegi án þess að sjá einhvern mígandi út í vegg eða liggjandi í blóði sínu á gangstéttum borgarinnar. Þetta er helvítið subbulegt svona á stundum hjá okkur.
Samt langar mér helvíti í bjór.