Einar Þorvarðarson lokar marki almúgans gegn stórsókn yfirgangs-elítunnar frönsku
Ég hafði samband við HSÍ núna um daginn eftir að stóra myndavélamálið hafði legið í bleyti í einhvern tíma vegna pappírsvinnu í innflytjendamáli. Einari fannst málið allt saman hálf-súrrealískt, en fékkst þó til þess að segja mér hvar frakkalakkarnir höfðu verið á hóteli. Hann sagðist einnig munu útvega mér símanúmer hjá Ragnari Óskarssyni í Ivry. Þess gerðist þó ekki þörf því á Hótel Loftleiðum fannst vélin. Hún hafði verið skilin eftir í herbergi 315 en ekki fékkst staffið til þess að segja mér hver hefði gist í því herbergi. Ég ákvað að láta það liggja á milli mála, enda sáttur við að fá vélina aftur. Skömmu áður en ég fann vélina þá hafði ég að vísu haft samband við franska handknattleikssambandið og íslenska sendiráðið í Frakklandi og beðið um aðstoð þeirra. Ég hyggst ekki afkalla þá hjálp því þessir andskotar eiga það skilið að svitna aðeins og auðvitað hefur handknattleikssamband þeirra fullan rétt til þess að ávíta sína menn vegna svona framkomu. EKki beinlínis til sóma fyrir frönsku þjóðina að hafa svona sendiherra þó að vísu hafi þeir unnið evróvision þeirra handboltamanna.
Ég gat samt ekkert að því gert, þegar ég átti í viðræðum við Einar, að ímynda mér hann í ljósbláa adidas markmannagallanum og handball special skónum. Ætli hann vippi sér ekki stundum í búninginn og fari í honum í vinnuna? Ég mundi gera það. Hann átti líka einn grænan sem var alveg óendanlega flottur. Þegar ég var ungur var ekkert meira töff en að eiga markmannsbúning amk. buxurnar með púðunum og síðan góðan BMX bol við. Það var drápsleg kombínasjón. Og svo auðvitað handball special við. Enginn maður með mönnum nema eiga Handball special.
En myndavélamálinu er sem sé lokið og get ég nú snúið mér að öðru. Það er löngu vitað á mínum bæ að Haugurinn getur einungis tekist á við eitt verkefni í einu, hann getur ekki einu sinni tuggið tyggjó og spilað körfubolta samtímis.
Sólin hækkar á lofti.
4 Comments:
Ég á franskan bíl og hann er ágætur.....
Ert þú nokkuð eitthvað að ruglast á ljósálfur og ljósár Bósi?
Thetta er alveg stórkostlega súrrealískt og fyndid. Thetta er jafnvel efni í mysterískan hljómkviduforleik í thjódlegum stíl.
Ahaa.... god dammmmm....
Post a Comment
<< Home