Saturday, March 18, 2006

Um drullusokkinn, pípara og tískustrauma í hafnafirði

Já, hauginum hafa borist kvartanir vegna aumingjaskapar og leti undanfarið. Það er víst aðeins hægt að líða í takmarkaðan tíma...

Ég þoli ekki bleikar skyrtur eða öskrandi skærlituð bindi með feitum bindishnútum sem virðast tröllríða meðalmanninum þessa daganna. Þessi bleika skyrtutíska ætlar að vera óþægilega lífsseig hér á landi en það verður að segjast eins og er að hún er ansi mikið 2004 eitthvað, finnst ykkur ekki? Ótvíræð sönnun á því að þetta helvítis hæp sé búið og tími til að snúa sér að öðru, eru auglýsingar frá búð einni í Hafnafirði sem kennir sig við þann fjörð og herra. Ég hef illan bifur af þessari búð, og hef haft horn í síðu hennar frá því að hún byrjaði að auglýsa í útvarpi. Ég hef að vísu aldrei komið inn í þessa ákveðnu búllu en miðað við auglýsingar sem maður hefur séð í blöðum og annarsstaðar, þá finnst manni þetta vera eitthvað svona glorifæjað hagkaupsdæmi. Eru þetta sleggjudómar? Ekki mitt að segja, en hvað gott hefur annars komið frá Hafnafirði? Mér dettur helst í hug Davíð Þór og Steinn Ármann, nú og svo ekki sé minnsti á Guðna Punk! Halelúja

Ég er að starfa með pípurum í augnablikinu en grunar að þetta samstarf verði ekki sérlega lífseigt. Píparanir hlæja af mér, bílstjóra fíflinu, því ég viti ekki hvað 3/8 einstefnuloki sé og ég segi þeim að það komi mér ekki við, þeir séu pípararnir. Sambandið er búið að vera stirrt í þennan stutta tíma sem haugurinn og plumberinn hafa leitt saman hesta sína og hafa átt sér stað rifrildi á afar ódönnuðu plani. Það var því mikil hamingja um daginn þegar ég kom inn á kaffistofu og þar var mikil athöfn í gangi. Þriggja manna tak.
Jú, það var nefnilega verið að setja upp nýja kaffivél. Svona vél sem malar baunirnar og þrykkir síðan kaffinu í bollann í espresso-stíl. Þessi heilaga þrenning pípulagnanna var þarna að klóra sér í hausnum og "lesa" leiðbeiningarnar þegar ég kom inn. "Er þetta allt í volli hjá ykkir strákar?" spurði ég. Og þeir hummuðu eitthvað og einn missti út úr sér að þeir kæmu vélinni ekki í gang. "Nú já," sagði ég og leit á vélina, en á LCD skjá þessarar ofur-flóknu maskínu stóð: "Grinder lid not on." Nú ég setti lokið á fékk mér kaffi, leit á þessa vesælu pípulaggningamenn með fyrirlitningar svip, glotti síðan og sagði: "Mínu hlutverki er lokið hér," síðan fékk ég mér kleinu labbaði út í bíl og fór heim. Eitt núll fyrir hemúlnum.

Já það er ekki laust við að þetta starf dragi fram í mér gamlan persónuleika sem er oft heldur skapstirrður og kennnir sig við drullusokk.
Lifið heil

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hehe, það er gaman að þessum iðnaðarmönnum. Annars óska ég þér til hamingju með nýja kaffivél og geri ráð fyrir að þú munir nota hana óspart!
Bjarni

3:42 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég skil það vel að fúlir iðnaðarmenn dragi fram drullusokkinn...
Djöfulinn skapaði píparann og aðra menn með tommustokk...

2:44 PM  

Post a Comment

<< Home