Thursday, December 22, 2005

um Halldór og Halldór og Hunter




Já í gærnótt rakst ég á tvo látna meistara og var frábært að hitta þá þrátt fyrir að það hefði verið í draumaheiminum. Halldór Laxness hitti ég á vinnustofu sinni þar sem hann einbeitti sér að hinum nýja miðli sínum myndlistinni. Ég átti leið hjá og ákvað að kvabba á nafna og sjá hvort hann hefði ekki einhver ráð handa mér í ritlistinni. Halldór tók mér nokkuð vel gaf mér kaffi og sagði mér að það mikilvægasta væri að vera einlægur og skrifa um það sem maður hefði áhuga-, eða vit á. Óhreinskilni er dauði.
Halldór var eins og ég ímynda mér hann á sínum yngri árum. Í háum sokkum upp yfir kálfa og brúnar bómullarbuxur fyrir ofan þá, gyrtar ofaní. Síðan var han í vesti með tígulsaum, í hvítri skyrtu og á toppnum trónaði yfirvaraskeggið. Halldór var afar sposkur á allan máta. Annars hafði hann ekki mikinn tíma fyrir mig, en hann átti von á fyrirsætu sem birtist í dyragættinni eftir stutt spjall okkar Halldórs. Hann sagði mér að endilega fylgjast með því hvernig hann hyggðist gera þessarri iðilfögru snót skil á striganum. Ég var til í það. Þá dregur nafni fram járnplötu og slípirokk og málar með slípiskífunni. Þetta var áhugavert en þó held ég að Halldór hafi ekki verið mjög alvarlegur í þesum eltingarleik við myndlistina, heldur hafi verið að dunda sér við þetta svona af því að hann átti peninga og því þessi starfi veitti honum aðgang að fögrum konum. Afraksturinn var ekkert sérstakur og ég sagði Halldóri að leggja nú ekki pennan á hilluna fyrir rokkinn, bað hann vel að lifa og hótaði að koma aftur í kaffi.
Seinna þennan dag þá var ég staddur í rútu með Hunter S. Thompsyni og vorum við eins og gamlir kunningjar. Enda vorum við á leið einhvert til Kólaradó með skammbyssurnar okkar þar sem við ætluðum að skjóta á umferðarskilti og akurhænur eftir því hvað lá betur við. Við Hunter vorum töluvert drukknir enda með flösku af Wild Turkey í hávegum og rann hún ljúflega niður sú at arna. Þar sem mikið ódýrt Whiskey flæddi í þessari Grayhound rútu sem við vorum í eru kynni mín af Hunter móðukenndari en þau af Halldóri og efast ég um að Hunter muni meira en ég. Maður veit þó aldrei með þann mann.
Gaman að dreyma um svona félagsskap. Ég mæli með því.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þessi draumur hefur barasta verið draumi líkastur, muhaha!!!
Bjarni

8:17 AM  
Anonymous Anonymous said...

Kannski er það ekki félagsskapur sem kvígur leita að heldur leiðin yfir girðinguna. Líttu á lífið þannig að betra er að ýta hlutum niður brekkuna. Þegar á botninn er komið lítu upp og gerðu ekki meir. Flestir mindu reyna að drullast upp aftur en það gera bara fífl. Lífið er ekki slæmt á botninum. ja nema það rigni mikið..

11:27 AM  
Blogger Halldor said...

jú þetta er góð speeeki, við erum allir að horfa á stjörnunar úr ræsinu er það ekki.

5:08 PM  

Post a Comment

<< Home