Sunday, December 04, 2005

Fokkíngs fokk

klukkan er 0204. Hér sit ég án þess að hafa búist við því. Ég hef yfirleitt gaman að svona ófyrirsjánleika, en í nótt get ég ekki sagt að ég geri það. kanski ég skýri málið aðeins þar sem ég hef ekki punktað hér í svolítinn tíma. Fyrir um hálfum mánuði var planið á þessa leið eins og auglýst var á þessum síðum:
Ísland-England, England-Spánn, Spánn-England, England-Kanada-vetrar"frí."
Þetta ljómandi plan gekk ljómandi vel þar til að ég hitti landamæravörð númer 1928 sem talaði verri ensku en ég og gat ekki stafsett nafnið mitt þótt ég þyldi ofan í hana hvern einasta staf. Sem sagt innflytjandi og í vondu skapi. Eftir þrjár og hálfa klukkustundar bið eftir ellefu tíma flug, fékk ég úrskurðinn: "Ég get ekki leyft þér að koma inn í Kanada." Og þar með hrundi þessi spilaborg sem var 6-mánaðaplanið og ég sit hér á Hvanneyri, í frekar vondu skapi út í kerfið, sem hinn andfélagslegi Haugur mátti nú ekki við, og horfi á snjóinn út um gluggann og drekk bjór og veit ekki hvað tekur við.
#1928 sagði að ég hefði óljósa stefnu í lífinu, engar rætur á Íslandi og enga ástæðu til að snúa aftur. Ég kæmi bara til Kanada á hverju ári eyddi öllum peningunum mínum og færi svo aftur heim, hefði enga fasta vinnu á Íslandi og í raun væri ég bara að spreða peningunum mínum í einhverja vitleysu og ætti heldur að nota þá til náms eða einhvers annars fyrirsjáanleika. Mig langaði til þess að spurja hana hvern djöfulan það kæmi henni eða Canada við hvernig ég kysi að lifa mínu lífi, ég væri nú einusinni að spreða þessum fáu aurum í hennar land og þjónustu, aukinheldur fýsti mig í að vita HVER Í ANDSKOTANUM VÆRI hennar stefna í lífinu. En ég gætti mín og reyndi að gefa henni augnskotssjón in í mitt líf. Varðandi rætur nefndi ég að ég hefði búið 24 af 26 árum mínum á Íslandi, þar byggi nánast öll fjölskylda mín og vinir, ég væri eins mikill Íslendingur og hver annar, ef ekki meiri, tæki í nefið, gengi í ullarpeysu, drykki brennivín og gengi á fjöll í íslanska fánanum einum fata (Skessuhorn, Skarðsheiði 2004). Varðandi vinnu hefði ég unnið þrjú síðustu sumur hjá sama manni við að smíða girðingar í náttúru landsins. ENGAR RÆTUR! Þvílíkt djöfulsins kjaftæði. En svona er vænisýkinn í heiminum í dag. Og ekkert við því að gera og mér var vísað úr landi (sjálfviljugur svo það færi ekki á skrá eða gerði mér erfiðara að fá landvistarleifi þar í landi ef ég vildi) og konan skilin eftir í Kanada. Hart er það. Hver ykkar nennir að lifa munklífi í 5-8 mánuði?
Það er hætt við að haugurinn verði nokkuð blautur á næstunni.
Hvað tekur við ? Nú ætli ég fái mér ekki bara næturvinnu, lesi bækur, drekki brennivín, lagi willys og borði pulsur. Hvað annað er hægt að gera?
Djöfuls kerfi. Nennir einhver á fyllerí?

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Björn:

mórall..

1:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

blaut jól í borgarfirðinum í ár. hvanneyrarpöbbin kemur til með að græða..

4:38 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jahér, neitað inngöngu í land vegna annara manna túrverkja... Má það?
Óttast ei, ég skal koma á fyllerí.

5:57 AM  
Anonymous Anonymous said...

kyndugt kenderí !

8:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

þetta er alveg magnað...að landamæravörður sem talar vart ensku sjálfur skuli vera með attitjút...heimur versnandi fer!
Bjarni

4:15 PM  

Post a Comment

<< Home