Um Dylan og kreppuna sem fylgir
Klukkan er fimm mínútur í miðnættið, sem þó kom fyrir um 4 tímum síðan.
Ég var að horfa á heimildarmynd um Bob Dylan áðan, No Direction Home, er hún kölluð.
Áhrifamikil mynd. Erfið á að horfa. Dylan fær mann einhvernveginn til þess að finnast helst til lítill í veröldinni. Hann virðist vera svo hæfileikaríkur og gáfaður að manni finnst lítið til sjálfs síns koma. Ég veit eiginlega ekki hvernig er hægt að lýsa því á nokkurn annan hátt.
Dylan hefur alla tíð gert nákvæmlega það sem honum sýnist, og mun líklega halda sig í þeirri stöðu þangað til yfir líkur. Það er aðdáunarvert. Ég er sleginn yfir þessum hæfileika, en það er nú kanski ekki að marka mig. Ég hef verið nokkuð harður Dylan-aðdáandi í um fimm-sex ár eða svo, og aðeins náð að klóra í yfirborðið. Ég hef setið með Benidikt og drukkis heimalagað rauðvín, sungið með og hlustað á sama lagið klukkutímum saman. En þó, bara klórað í yfirborðið.
En það er ekki að marka mig. Sumir hata manninn, og það er svosem í lagi mín vegna.
Ég er einfaldur maður. Uppáhalds dýrin mín eru hundar, mér finnst ódýrt viskí betra en dýr Scoti, ég drekk bjór frekar en rauðvín og á mér engan uppáhálds lit ef undan er skilinn svartur (sem mér er sagt að ekki sé litur). Mér líkar lyktin af nýslegnu grasi og af blautu trefjaplasti, mér finnst fjöll falleg og hamborgarar góðir.
Hvernig eiga svona "simpletons" eins og ég að haga okkur eftir að horfa á svona meistara eins og Dylan? Ég veit það ekki. En ég ákvað samt að það væri líklega góð hugmynd að fá mér J&B whisky út í flatt kók og hringja í kærustuna. Þessi ráðagerð hjálpaði þó ekki mikið þótt viskíið sé gott og kókið vont. Það stendur nefnilega þannig á að Haugurinn er í mikilli tilvistarkereppu þessa dagana. Nú eru menn út um allt að útskrifast úr hinu og þessu og gerast eitthvað gáfulegir svona, en ég finn litla löngun fyrir slíku. Menn eru að ráðleggja mér að fara í hitt eða þetta nám, en ég veit ekki hvort þetta eða hitt gagnist mér á nokkurn annan hátt en að gefa mér blað með stimpli sem segir: "Þessi maður er útskrifaður úr einhverju, og þess vegna, fyrir tilstylli æðri máttarvalda, orðinn betri en þeir sem ekki eiga þennan stimpil á einhverju blaði einhversstaðar." Halelúja! Ég býst við að sumir þessa manna sem eru að segja mér til hafi rétt fyrir sér. En aðrir hafa sjálfsagt rangt fyrir sér. Og þá situr eftir spurningin? á ég að taka þessa fimmtíu prósenta áhættu, eða á ég kanski bara að gera eins og Dylan og elta mitt nef? Nú er það þannig að ég er ekki með næstum eins stórt nef og Dylan og þess vegna gæti því verið hættara við að gefa óljósa stefnu. En það hlýtur að vera þess virði að fylgja því þó ekki sé nema að nokkru leiti.
Og nú spyr ég sálfræðingana: Haldið þið að það sé þerapútískt að tala sig svona út í einhverja vitleysu á opinberum vetvangi eða er þetta bara narcissismi? Nú kalla ég á gráðum prýdda menn í fallegum skóm, sem kunna að binda hnút á bindið.
Menn eru að hringja,
þó ekki oftar en einusinni.
Þeir eru eflaust að reyna að plata mig á fyllerí.
Þá er gott að slökkva á símanum.
a-men
Ég var að horfa á heimildarmynd um Bob Dylan áðan, No Direction Home, er hún kölluð.
Áhrifamikil mynd. Erfið á að horfa. Dylan fær mann einhvernveginn til þess að finnast helst til lítill í veröldinni. Hann virðist vera svo hæfileikaríkur og gáfaður að manni finnst lítið til sjálfs síns koma. Ég veit eiginlega ekki hvernig er hægt að lýsa því á nokkurn annan hátt.
Dylan hefur alla tíð gert nákvæmlega það sem honum sýnist, og mun líklega halda sig í þeirri stöðu þangað til yfir líkur. Það er aðdáunarvert. Ég er sleginn yfir þessum hæfileika, en það er nú kanski ekki að marka mig. Ég hef verið nokkuð harður Dylan-aðdáandi í um fimm-sex ár eða svo, og aðeins náð að klóra í yfirborðið. Ég hef setið með Benidikt og drukkis heimalagað rauðvín, sungið með og hlustað á sama lagið klukkutímum saman. En þó, bara klórað í yfirborðið.
En það er ekki að marka mig. Sumir hata manninn, og það er svosem í lagi mín vegna.
Ég er einfaldur maður. Uppáhalds dýrin mín eru hundar, mér finnst ódýrt viskí betra en dýr Scoti, ég drekk bjór frekar en rauðvín og á mér engan uppáhálds lit ef undan er skilinn svartur (sem mér er sagt að ekki sé litur). Mér líkar lyktin af nýslegnu grasi og af blautu trefjaplasti, mér finnst fjöll falleg og hamborgarar góðir.
Hvernig eiga svona "simpletons" eins og ég að haga okkur eftir að horfa á svona meistara eins og Dylan? Ég veit það ekki. En ég ákvað samt að það væri líklega góð hugmynd að fá mér J&B whisky út í flatt kók og hringja í kærustuna. Þessi ráðagerð hjálpaði þó ekki mikið þótt viskíið sé gott og kókið vont. Það stendur nefnilega þannig á að Haugurinn er í mikilli tilvistarkereppu þessa dagana. Nú eru menn út um allt að útskrifast úr hinu og þessu og gerast eitthvað gáfulegir svona, en ég finn litla löngun fyrir slíku. Menn eru að ráðleggja mér að fara í hitt eða þetta nám, en ég veit ekki hvort þetta eða hitt gagnist mér á nokkurn annan hátt en að gefa mér blað með stimpli sem segir: "Þessi maður er útskrifaður úr einhverju, og þess vegna, fyrir tilstylli æðri máttarvalda, orðinn betri en þeir sem ekki eiga þennan stimpil á einhverju blaði einhversstaðar." Halelúja! Ég býst við að sumir þessa manna sem eru að segja mér til hafi rétt fyrir sér. En aðrir hafa sjálfsagt rangt fyrir sér. Og þá situr eftir spurningin? á ég að taka þessa fimmtíu prósenta áhættu, eða á ég kanski bara að gera eins og Dylan og elta mitt nef? Nú er það þannig að ég er ekki með næstum eins stórt nef og Dylan og þess vegna gæti því verið hættara við að gefa óljósa stefnu. En það hlýtur að vera þess virði að fylgja því þó ekki sé nema að nokkru leiti.
Og nú spyr ég sálfræðingana: Haldið þið að það sé þerapútískt að tala sig svona út í einhverja vitleysu á opinberum vetvangi eða er þetta bara narcissismi? Nú kalla ég á gráðum prýdda menn í fallegum skóm, sem kunna að binda hnút á bindið.
Menn eru að hringja,
þó ekki oftar en einusinni.
Þeir eru eflaust að reyna að plata mig á fyllerí.
Þá er gott að slökkva á símanum.
a-men