Um popplist og það sem nýlega hefur rekið á strendur myndbandstækis Hemúlsins
Já gott kvöld
Ég var að ljúka við að horfa á afar merkilega heimildarmynd um "þekktasta óþekkta listamann Ameríku," Ray Johnson. Ég býst við að það sé ekki skömm að segja frá því, fyrst hann var svona óþekktur, að hann var mér alls-ókunnur. Ég þekkti þó nokkrar klippimyndir hans en ekki nafnið.
Þessi heimildarmynd heitir How to draw a bunny og er afar hressandi. Það er ekki aðeins viðfangsefnið sem vekur athygli held er öll myndvinslan afar fagmannleg, skemmtileg blanda af svarthvítu og lit og góð tónlist, í einfaldleik sínum. Síðan er endirinn er flottur.
How to draw a bunny er ein af mörgum góðum myndum, þar sem listamenn eru viðfangsefnið. Í fljótu bragði þá dettur mér í hug, Pollock og Basquiat (og samnefndar kvikmyndir) og ef til vill eiga þessir þrír nokkra samleið. Að minnsta kosti Basquiat og Johnson. Ég hef ávalt verið svolítið veikur fyrir popplist, og hef frá unga aldri verið mikill aðdáandi Guðmunds Guðmundssonar, flaggbera íslenskrar popplistar. Erró er kanski ekki sambærilegur, þessum mönnum sem áður var um rætt og kanski er ekki hægt að segja að Basquiat hafi verið popplistamaður, en það breytir því ekki að mér líkar verk hans og einhverra hluta vegna þá set ég hann á stall með, Andy Warhol, Erró og nú Ray Johnson.
"Hvað veist þú um list?" Gæti einhver réttilega spurt. "Ekki neitt" mundi ég segja, nema hvað að ég veit hvað mér líkar. Ég er nútímalistakall, það er ljótt að segja þetta en ég hef afar takmarkaðan áhuga á verkum gömlu meistaranna. Þegar ég geng ínn í listasöfn þá stefni ég rakleitt á ljósmyndadeildina og þaðan í nútímalistina, og rölti kanski í gegnum klassíkina á leiðinni út.
Ég vill einnig mæla með annarri heimildarmynd en hún heitir, Stone Reader en þetta er mynd um leit bókaorms að höfundi The Stones of Summer. Ólíkt How To Draw A Bunny þá er þessi heimildarmynd ekki mjög fagmannlega gerð og er óþarflega löng, en fyrir fólk sem kann að meta bækur, þá er þetta áhugaverð mynd.
Aukinheldur er Motorcycle Diaries mögnuð.
takk.
Ég var að ljúka við að horfa á afar merkilega heimildarmynd um "þekktasta óþekkta listamann Ameríku," Ray Johnson. Ég býst við að það sé ekki skömm að segja frá því, fyrst hann var svona óþekktur, að hann var mér alls-ókunnur. Ég þekkti þó nokkrar klippimyndir hans en ekki nafnið.
Þessi heimildarmynd heitir How to draw a bunny og er afar hressandi. Það er ekki aðeins viðfangsefnið sem vekur athygli held er öll myndvinslan afar fagmannleg, skemmtileg blanda af svarthvítu og lit og góð tónlist, í einfaldleik sínum. Síðan er endirinn er flottur.
How to draw a bunny er ein af mörgum góðum myndum, þar sem listamenn eru viðfangsefnið. Í fljótu bragði þá dettur mér í hug, Pollock og Basquiat (og samnefndar kvikmyndir) og ef til vill eiga þessir þrír nokkra samleið. Að minnsta kosti Basquiat og Johnson. Ég hef ávalt verið svolítið veikur fyrir popplist, og hef frá unga aldri verið mikill aðdáandi Guðmunds Guðmundssonar, flaggbera íslenskrar popplistar. Erró er kanski ekki sambærilegur, þessum mönnum sem áður var um rætt og kanski er ekki hægt að segja að Basquiat hafi verið popplistamaður, en það breytir því ekki að mér líkar verk hans og einhverra hluta vegna þá set ég hann á stall með, Andy Warhol, Erró og nú Ray Johnson.
"Hvað veist þú um list?" Gæti einhver réttilega spurt. "Ekki neitt" mundi ég segja, nema hvað að ég veit hvað mér líkar. Ég er nútímalistakall, það er ljótt að segja þetta en ég hef afar takmarkaðan áhuga á verkum gömlu meistaranna. Þegar ég geng ínn í listasöfn þá stefni ég rakleitt á ljósmyndadeildina og þaðan í nútímalistina, og rölti kanski í gegnum klassíkina á leiðinni út.
Ég vill einnig mæla með annarri heimildarmynd en hún heitir, Stone Reader en þetta er mynd um leit bókaorms að höfundi The Stones of Summer. Ólíkt How To Draw A Bunny þá er þessi heimildarmynd ekki mjög fagmannlega gerð og er óþarflega löng, en fyrir fólk sem kann að meta bækur, þá er þetta áhugaverð mynd.
Aukinheldur er Motorcycle Diaries mögnuð.
takk.