Thursday, March 24, 2005

já já

Já ég fór í sumarfrí um daginn hér upp eyjuna til Courtney. Það var ljómandi, og gott fyrir svona country mann eins og mig að komast út úr borginni. Kanski full snemmt fyrir sumarfrí svo við skulum kalla þetta páskafrí.
Á þessu ferðalagi mínu lenti ég meða annars í heimsókn hjá stelpukind sem var nýbúin að kaupa sér hús þarna rétt utan við bæinn. Það er svo sem ekki frásögu færandi, nema hvað að hún er trjáplantari. Þeir eru all-merkilegur þjóðflokkur hér í Canada. Þeirra starf er að planta í hreinskorninganna (clear-cuts) sem skógarhöggs gengin skilja eftir sig. Þetta er erfiðis vinna, bæði andlega og líkamlega en hefur þann kost í för með sér að tímabilið er ekki nema frá uþb mars-apríl til júlí-loka. Þetta er allt unnið í úthöldum, oft einhverstaðar í nágrenni heimsendans, sem gerir það að verkum að menn geta ekki eytt neinum peningum, líkt og iðnaðarmenn á hálendi Íslands. Síðan er bara unnið og unnið í fimm mánuði og ef menn eru sæmilega gáfaðir þá er alveg raunhæft að gera ekki rassgat það sem eftir er af árinu. Eða kaupa sér hús eins og hinn nýborni landeigandi í Courtney. Þegar ég gekk um húsið þá voru þrír hlutir sem komu upp um að þarna réðu trjáplantarar ríkjum. Í fyrsta lagi, þá tók á móti okkur fagurblár mökkur grasreykingamanna um leið og við opnuðum hurðina, nánar að því síðar. Annað sem kemur upp um trjáplantara eru rúmin þeirra. Ljómandi fínar dínur oft á tíðum, en aldrei rúm. Það er nefnilega ekki svo auðvelt að ferðast með rúm. Í þriðja lagi þá rak ég glyrnurnar í vasadískó af Walkmann gerð, en ekki bara það, heldur sports walkman, þessi eyturgulu vasadiskó eru elskuð af trjaplönturum því þau eru ódrepandi og það er hægt að nota þau í rigningu. Aftur að grasinu, nú, til þess að geta plantað í heilan dag þá þarf afar gott geðslag. Til að geta plantað í fjóra tilfimm mánuði þá þarf geðveiki eða einhverskonar dægradvöl til þess að dreifa athyglinni frá helvítis skóflunni og trjánum. Þar kemur inn í Sports Walkmanninn og grasið. Ég held það sé óhætt að segja að um 90% trjaplantara eyði amk. einhverjum hluta tímabilsins á grænu ganja-töfrateppi. Og enginn getur sakast við þá. Afar áhugaverður hluti Kanadamanna og mun ég einhverntíman gera þeim skil á blaði.
Í framhjáhlaupi vill ég nefna að lögreglumenn eru ekki minn uppáhalds þjóðflokkur, og stundum get ég ekki annað en furðað mig á því hvað fái menn (og ekki síður konur) til þess að ganga sjálfviljugt í þetta starf.
sæll lesandi, Halldór

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

sko úlfur, ekkert mál

5:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

sko úlfur, ekkert mál

5:33 PM  

Post a Comment

<< Home