Gamli kall...þessi bessi
Voðalega er pirrandi að keyra bíl í borgarumferð. Þetta verður mér ljósara með hverjum deginum sem ég ferðast um á reiðhjóli. Þegar ég er á mínum 21 árs gamla Raleigh, sem ber hið virðulega nafn Basil, þá líð ég um og hef það gott legg síðan beint fyrir utan þann stað sem ég þarf að fara inn, geng nokkur skref og er mættur. Ef ég tek Súbaróinn þá vandast málið. Jú sjáið þið til: Ég bý í 2 km fjarlægð frá miðbæ Victoriu borgar og ef ég kýs að ferðast þessa tvo kílómetra á bílnum, sem er fáránlegt í sjálfu sér, þá ek ég iðulega aðra 2km bara í að leita að stæði, sem ég þarf síðan að borga fyrir og labba síðan langar leiðir til þess að sinna erindum mínum. Þetta er vitleysa á hæsta stigi, en samt geri ég þetta af og til mér til hressingar. Aukinheldur þá verð ég pirraður undir stýri, og hverjum er það að kenna? Jú öllum hálfvitunum sem eru að keyra um götur borgarinnar eins og fífl í stað þess að nota reiðhjól eins og dannað fólk. Victoria er reyndar þekkt fyrir að státa af afbragðs vondum bílstjórum enda mikið af eldriborgurum hér og eins og vitað er eru þeir ekki hinir liprustu í umferðinni. Gamlingjarnir kunna kannski alveg að keyra, hafa reynsluna og allt það, en það virðist bara koma að því að þeir nenna því ekki lengur: Hví að gefa stefnuljós ef þú getur bara beygt? Til hvers að keyra hraðar en 25? Maður spyr sig. Af hverju er það svo slæm hugmynd að stoppa hérna á miðjum gatnamótunum og velta fyrir sér hvort ég þurfi að kaupa brokkolí með undarennunni sem ég fór að kaupa upphaflega (vantaði ekki neitt annað, fór bara að kaupa undarennu) , eða var ég á leiðinni í sund? Ja, hvur andskotinn ég man það ekki, best að beygja bara hingað, án þess að gefa stefnuljós (til hvurs að hreyfa sig ef maður þarf þess ekki). Ætti ég kanski að fara að spila bingó? Eða fá mér í littlu tánna í Legioninu? Svei þér aftan! Af hverju er þessi ungi maður að flauta og benda á mig eins og kjáni? Mér er spurn.
Obbobobb, hvað gerðist þarna? Gamlingjarnir eiga það ekki skilið að það sé gert svona grín af þeim. Þeir eru költarar, ganga um í fjólubláum íþróttagöllum og hipsterast á götuhornum á mili þess sem þeir sjússa sig og poppa pillum. Þeir eru allt sem unglingar vilja vera í dag.
Reyndar vona ég innilega að ég fari ekki að keyra lengst frameftir... Þegar maður er orðinn gamall og góður, er ekki bara huggulegt að hringja á leigubíl? Þá getur maður líka verið mátulega rakur svona yfirleitt. Eða á maður ekki fyrir slíku í ellinni? Ég ætla rétt að vona það.
En þar sem axlarmeiðslin eru að jafna sig (ef útlitslega hliðin er undanskilin) er ég aftur sestur á Basil og ríð honum um borgina með sælusvip. Get að vísu ekki staðið í neinum fjallahjólreiðum eins og er en það kemur eftir um 3 vikur eða svo, og þá fellur allt í ljúfa löð. Hóst...
Já og fyrir Fenris, þá vil ég minnast á Kaffi (það er gott), Teisera (vont) Löggur (vont og feitt, vont fyrir hjartað) Dyraverði (feitir, vondir fyrir nef), Fengistíma áfeing (gott) og hvað var það...Jú Símon Falkner (gott, gott fyrir haus)
yeshkemesh.
Obbobobb, hvað gerðist þarna? Gamlingjarnir eiga það ekki skilið að það sé gert svona grín af þeim. Þeir eru költarar, ganga um í fjólubláum íþróttagöllum og hipsterast á götuhornum á mili þess sem þeir sjússa sig og poppa pillum. Þeir eru allt sem unglingar vilja vera í dag.
Reyndar vona ég innilega að ég fari ekki að keyra lengst frameftir... Þegar maður er orðinn gamall og góður, er ekki bara huggulegt að hringja á leigubíl? Þá getur maður líka verið mátulega rakur svona yfirleitt. Eða á maður ekki fyrir slíku í ellinni? Ég ætla rétt að vona það.
En þar sem axlarmeiðslin eru að jafna sig (ef útlitslega hliðin er undanskilin) er ég aftur sestur á Basil og ríð honum um borgina með sælusvip. Get að vísu ekki staðið í neinum fjallahjólreiðum eins og er en það kemur eftir um 3 vikur eða svo, og þá fellur allt í ljúfa löð. Hóst...
Já og fyrir Fenris, þá vil ég minnast á Kaffi (það er gott), Teisera (vont) Löggur (vont og feitt, vont fyrir hjartað) Dyraverði (feitir, vondir fyrir nef), Fengistíma áfeing (gott) og hvað var það...Jú Símon Falkner (gott, gott fyrir haus)
yeshkemesh.