um dellu, eina af mörgum
Þann 11 jan átti þessi vefskrá þriggja ára afmæli. Í tilefni að því verður ekkert gert, en á síðasta ári lofaði ég einhverjum breytingum á fyrirkomulagi vefskránnar, útliti sem og ég hafði í hótunum við sjálfan mig um að hætta þessum skrifum. Ekkert varð af slíkum áformum, nema kanski helst að því leyti að nokkuð hefur hægt á sköpunargáfu minni og ritgleði þetta undanfarið ár. Þar sem að ég hætti þessu ekki á síðasta ári þá er allt útlit fyrir að þessi skrif haldi áfram hér um ófyrirséða framtíð. Ég mun leitast við að hafa amk eina færslu á mánuði sem er í sjálfu sér afar and-metnaðurfull stefna. Jú, það kann að vera en aðrir segðu kanski raunsæ. Svartsýnis raunsýnin er íþrótt sem ég hef náð góðum tökum á. Hér væri kanski við hæfi að tala um glas og hversu fullt það er en það er svo leiðinlegt og klisjukennt að ég fæ mig ekki til þess. Í staðinn mundi ég kanski segja að Sherman skriðdreki bjartsýni minnar er iðulega bensínlaus á vígvelli hversdagsleikans og undir þungri skotárás frá fallbyssum kaldhæðninnar.
En nóg um það og yfir í allt aðra hluti:
Ég tók smá rúnt um daginn á Subaru bifreið minni, og þótti fremur lítið til hennar koma á rúnt-sviðinu. Það er nefnilega þannig að ég hef átt almennileg teppi, tvö til þrjú tonn af járni, allt of stór vél í húddinu, og sjálfskiptistöngina á stýrinu. Bekkir frammí og afturí, og pláss fyrir amk. þrjú lík í skottinu.
Þessir gömlu amerísku bílar eru góðir í einu, og aðeins einu og það er rúnturinn. En það er ekkert líkt því og að rúnta á stórum amerískum bíl. Þeir líða um göturnar dúnmjúkir og vinalegir. Þú getur stýrt þeim með littlafingri og teigt úr þeir í allar áttir, þú þarft að muna tíu metra fram fyrir þig ef þú ert að keyra upp brekku, því húddið er svo stórt og aðrir ökumenn sýna þér óttablandina virðingu, og er lögreglan þar ekki undanskilin. Að keyra gamlan amerískan bíl er gjörsamlega ólíkt öllu öðru, tímavél án alls tæknibúnaðar, einfaldleiki og þægindi, líðandi lúnamjúkur draumur.
Nú skil ég vel að mörgum fallist hendur hér því ekki skilja allir tilganginn með rúntinum, eða löngun manna til þess að keyra í hringi tímunum saman. Það er erfitt að rættlæta slíkar kenndir fyrir fólki sem ekki deilir með þér þessm veikleika. Rúnturinn eins og ég upplifði hann var ekki sami hringur upp og niður hverfisgötuna og laugarveginn, heldur stefnulaus akstur um alla borgina, og helst um sem vafasömustu svæði hennar, en meira af því síðar. Rúnturinn sem slíkur er ekki til allstaðar og er að mörgu leiti einhverskonar stimpilmark landsbyggðarinnar, og leiða má að því líkur að mikill hluti fólks á rúntinum séu upphaflega landsbyggðarfólk. Þetta má að vissu leiti skýra með því að á landsbyggðinni er bíll mikið meira frelsistákn en í borg. Ef þú átt ekki bíl, eða hefur ekki aðgang að bíl á landsbyggðinni ertu einsetumaður og nörd, hittir engann og gerir ekkert. Billinn er sociall, krá, stefnumót, stöðutákn, og frelsi. En í borginni er hann tæki sem kemur í veg fyrir að maður þurfi að taka lúserakrúserinn, þægingi en ekki nauðsyn. Því er skiljanlegt að landsbyggðarfólk sé hændari að bílum sínum en fólk úr borg.
En rúntarar eru ekki einvörungu landsbyggðarfólk, heldur er fólk af öllum stéttum, og búsetusvæðum á rúntinum. Rúntarar eiga það hinsvegar sameiginlegt að vera bílafólk en það er sjúkdómur sem erfitt er að ráða niðurlögum á. Þetta fólk á það sameiginlegt að njóta þess að rúnta um borgina, fylgjast með mannlífinu, hinum bílunum, hlusta á tónlist á háum styrkleika, eða spyrna milli ljósa.
Við félagarnir vorum með bíladellu á svo háu stigi að við létum hinn eiginlega rúnt eiga sig að mestu, og höfðum iðulega slökkt á útvarpinu (það er merki um alvöru bílanörda, þeir eru að hlusta á vélina sjáið þið) en við rúntuðum þess í stað milli iðnaðarhverfanna og töluðum við verkstæðiskalla og aðra bílafávita um hvernig verkefnin gengu hjá þeim osfv. Við vorum með öll merkilegustu verkefnin kortlögð í hausunum á okkur: Bílana, uppgerðirnar, sprautunina eða bara áhugaverða parta sem lágu í hrúgu bakvið vöruhús í Garðabænum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta var á svo háu stigi að stundum fórum við einir á slíka rúnta ef við náðum ekki í hvorn annan, og komum síðan með fréttir til baka: "Heyrðu Simmi, ég var uppá höfða um daginn og blái Willysinn er kominn á gorma að aftan og hann er að vinna í því að færa stífurnar frammávið og niður að framan," sagði ég kanski og þá varð Símon alveg vitlaus og ekki annað hægt en að setjast uppí bíl, eða jeppa og fara að skoða framkvæmdirnar aftur. Svona framferði getur verið erfitt fyrir venjulegt fólk að skilja en til að kasta nokkru ljósi á delluna, þá var ég áskrifandi að bílablöðum þegar ég var átta ára og Símon kenndi sjálfum sér ensku með því að lesa Four Wheeler, og 4wheel and off-road. Þannig að við erum að tala um alvöru nörda hérna. Svona rúntuðum við Símon árum saman, í alls kyns bílum og jeppum og unnum að okkar eigin verkefnum í bílskúrum og verkstæðum. Ég átti jeppa sem ég endurbyggði þrisvar áður en ég seldi hann loksins, og Símon var alltaf með einhver verkefni í gangi á sínum bílum en fyrsti bíllinn hans var gamall Ford Bronco á 38 tommu dekkjum sem þóttu stór í þá daga. Ég á enn jeppa geymdan inni hlöðu í uppsveitum borgarfjarðar og Símon og 8 gata teppi í Nova Scotia.
Þetta eru krankheit sem lagast ekki, langvarandi ólæknandi heilaskaði.
En nóg um það og yfir í allt aðra hluti:
Ég tók smá rúnt um daginn á Subaru bifreið minni, og þótti fremur lítið til hennar koma á rúnt-sviðinu. Það er nefnilega þannig að ég hef átt almennileg teppi, tvö til þrjú tonn af járni, allt of stór vél í húddinu, og sjálfskiptistöngina á stýrinu. Bekkir frammí og afturí, og pláss fyrir amk. þrjú lík í skottinu.
Þessir gömlu amerísku bílar eru góðir í einu, og aðeins einu og það er rúnturinn. En það er ekkert líkt því og að rúnta á stórum amerískum bíl. Þeir líða um göturnar dúnmjúkir og vinalegir. Þú getur stýrt þeim með littlafingri og teigt úr þeir í allar áttir, þú þarft að muna tíu metra fram fyrir þig ef þú ert að keyra upp brekku, því húddið er svo stórt og aðrir ökumenn sýna þér óttablandina virðingu, og er lögreglan þar ekki undanskilin. Að keyra gamlan amerískan bíl er gjörsamlega ólíkt öllu öðru, tímavél án alls tæknibúnaðar, einfaldleiki og þægindi, líðandi lúnamjúkur draumur.
Nú skil ég vel að mörgum fallist hendur hér því ekki skilja allir tilganginn með rúntinum, eða löngun manna til þess að keyra í hringi tímunum saman. Það er erfitt að rættlæta slíkar kenndir fyrir fólki sem ekki deilir með þér þessm veikleika. Rúnturinn eins og ég upplifði hann var ekki sami hringur upp og niður hverfisgötuna og laugarveginn, heldur stefnulaus akstur um alla borgina, og helst um sem vafasömustu svæði hennar, en meira af því síðar. Rúnturinn sem slíkur er ekki til allstaðar og er að mörgu leiti einhverskonar stimpilmark landsbyggðarinnar, og leiða má að því líkur að mikill hluti fólks á rúntinum séu upphaflega landsbyggðarfólk. Þetta má að vissu leiti skýra með því að á landsbyggðinni er bíll mikið meira frelsistákn en í borg. Ef þú átt ekki bíl, eða hefur ekki aðgang að bíl á landsbyggðinni ertu einsetumaður og nörd, hittir engann og gerir ekkert. Billinn er sociall, krá, stefnumót, stöðutákn, og frelsi. En í borginni er hann tæki sem kemur í veg fyrir að maður þurfi að taka lúserakrúserinn, þægingi en ekki nauðsyn. Því er skiljanlegt að landsbyggðarfólk sé hændari að bílum sínum en fólk úr borg.
En rúntarar eru ekki einvörungu landsbyggðarfólk, heldur er fólk af öllum stéttum, og búsetusvæðum á rúntinum. Rúntarar eiga það hinsvegar sameiginlegt að vera bílafólk en það er sjúkdómur sem erfitt er að ráða niðurlögum á. Þetta fólk á það sameiginlegt að njóta þess að rúnta um borgina, fylgjast með mannlífinu, hinum bílunum, hlusta á tónlist á háum styrkleika, eða spyrna milli ljósa.
Við félagarnir vorum með bíladellu á svo háu stigi að við létum hinn eiginlega rúnt eiga sig að mestu, og höfðum iðulega slökkt á útvarpinu (það er merki um alvöru bílanörda, þeir eru að hlusta á vélina sjáið þið) en við rúntuðum þess í stað milli iðnaðarhverfanna og töluðum við verkstæðiskalla og aðra bílafávita um hvernig verkefnin gengu hjá þeim osfv. Við vorum með öll merkilegustu verkefnin kortlögð í hausunum á okkur: Bílana, uppgerðirnar, sprautunina eða bara áhugaverða parta sem lágu í hrúgu bakvið vöruhús í Garðabænum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta var á svo háu stigi að stundum fórum við einir á slíka rúnta ef við náðum ekki í hvorn annan, og komum síðan með fréttir til baka: "Heyrðu Simmi, ég var uppá höfða um daginn og blái Willysinn er kominn á gorma að aftan og hann er að vinna í því að færa stífurnar frammávið og niður að framan," sagði ég kanski og þá varð Símon alveg vitlaus og ekki annað hægt en að setjast uppí bíl, eða jeppa og fara að skoða framkvæmdirnar aftur. Svona framferði getur verið erfitt fyrir venjulegt fólk að skilja en til að kasta nokkru ljósi á delluna, þá var ég áskrifandi að bílablöðum þegar ég var átta ára og Símon kenndi sjálfum sér ensku með því að lesa Four Wheeler, og 4wheel and off-road. Þannig að við erum að tala um alvöru nörda hérna. Svona rúntuðum við Símon árum saman, í alls kyns bílum og jeppum og unnum að okkar eigin verkefnum í bílskúrum og verkstæðum. Ég átti jeppa sem ég endurbyggði þrisvar áður en ég seldi hann loksins, og Símon var alltaf með einhver verkefni í gangi á sínum bílum en fyrsti bíllinn hans var gamall Ford Bronco á 38 tommu dekkjum sem þóttu stór í þá daga. Ég á enn jeppa geymdan inni hlöðu í uppsveitum borgarfjarðar og Símon og 8 gata teppi í Nova Scotia.
Þetta eru krankheit sem lagast ekki, langvarandi ólæknandi heilaskaði.