um Hauk og hljóðkerfi
Jú, er ekki kominn tími fyrir smá náttúrufræðifærslu hér?
Í dag fór ég í gamlársdagshjólreiðar, í fjallahjólagarðinum hér í Victoria. Var það nokkuð tíðindalaus reið og ekki margt fréttnæmt, engar glæsidettur eða sprengd dekk í þetta skiptið. Það sem vakti helst athygli mína í þetta skiptið var að yfir höfðum okkar sveimaði Haukur einn og gaf frá sér þetta klisjukenda kíííííír sem maður heyrir í Bandarískum bíómyndum, framhaldsþáttum og í raun öllu sjónvarpsefni sem að einhverju leiti gerist úti í guðsgrænni náttúrunni, eða enn klisjukenndara, í eyðimörkinni. Kanarnir geta ekki setið á sér þegar náttúrusena á í hlut, og þá kemur þetta samplaða hauksöskur uppúr hljóðgerflaskúffunni, oftar en ekki meðfylgjandi myndum af Skallaerninum rangnefnda, sem gefur frá sér allt öðruvísi hljóð (klíík klík klík) og er alls ekki sköllótur heldur vel höfði stélaður hvítum fjöðrum. Bald er komið úr miðenska lýsingarorðinu "balled" sem þýðir "shining white," eða skínandi hvítur. Réttara nafn á Skallaerninum væri því Hvíthöfða haförn eða Hvíthaförn. En það er önnur saga.
Haukur þessi rauðstélaði (buteo jamaicensis) gaf frá sér sitt einkennandi öskur í tvígang og hringsólaði hátt yfir trétoppunum í leit að æti eða kaffibolla. Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri hann gefa frá sér þetta öskur. Enda eru flestir ránfuglar yfirleitt þöglir sem gröfin af skiljanlegum ástæðum. Þetta var því hápúnktur reiðarinnar.
Ég fékk emil frá góðvini mínum BB á dögunum, þar sem hann lýsti endurreisn plötuspilarans í lífi hans og var það afar góð lesning, þótt súrsæt væri. Því það má segja að halfgerð tónlistarleg eyðimörk sé innandyra á heimili hemúls þessa dagana enda plötusafnið mikla komið í hendur eiganda síns Hr. Lee. Aukinheldur græjunnar hans og hátalarar, og ég sit uppi með mitt hljóðkerfi sem hefur séð fífil sinn fegri. Ég er því í samningarviðræðum við unnustu mína um að losa okkur við magnarann sem bróðir hennar gaf okkur (mjög flókið diplómatískt ferli) en hann er af JVC gerð og er í sjálfu sér ágætur en er hannaður fyrir heimabíó og er leiðinlegur í stillingum. Ég er að vonast til að geta skipt honum uppí eitthvað gamalt kerfi með einföldum snúningstökkum og engu 90´s tölvukerfi eða LCD skjá. Ég á ágæta hátalara, en vantar fínan geislaspilara og auðvitað almennilegan plötuspilara. Því er útlit fyrir nokkrar hljómtækjaveiðar á næstunni, sem er afbragðs afþreying.
Viðræður standa enn yfir að svo stöddu en eru þó nokkuð að hallast í mína átt.
Í dag fór ég í gamlársdagshjólreiðar, í fjallahjólagarðinum hér í Victoria. Var það nokkuð tíðindalaus reið og ekki margt fréttnæmt, engar glæsidettur eða sprengd dekk í þetta skiptið. Það sem vakti helst athygli mína í þetta skiptið var að yfir höfðum okkar sveimaði Haukur einn og gaf frá sér þetta klisjukenda kíííííír sem maður heyrir í Bandarískum bíómyndum, framhaldsþáttum og í raun öllu sjónvarpsefni sem að einhverju leiti gerist úti í guðsgrænni náttúrunni, eða enn klisjukenndara, í eyðimörkinni. Kanarnir geta ekki setið á sér þegar náttúrusena á í hlut, og þá kemur þetta samplaða hauksöskur uppúr hljóðgerflaskúffunni, oftar en ekki meðfylgjandi myndum af Skallaerninum rangnefnda, sem gefur frá sér allt öðruvísi hljóð (klíík klík klík) og er alls ekki sköllótur heldur vel höfði stélaður hvítum fjöðrum. Bald er komið úr miðenska lýsingarorðinu "balled" sem þýðir "shining white," eða skínandi hvítur. Réttara nafn á Skallaerninum væri því Hvíthöfða haförn eða Hvíthaförn. En það er önnur saga.
Haukur þessi rauðstélaði (buteo jamaicensis) gaf frá sér sitt einkennandi öskur í tvígang og hringsólaði hátt yfir trétoppunum í leit að æti eða kaffibolla. Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri hann gefa frá sér þetta öskur. Enda eru flestir ránfuglar yfirleitt þöglir sem gröfin af skiljanlegum ástæðum. Þetta var því hápúnktur reiðarinnar.
Ég fékk emil frá góðvini mínum BB á dögunum, þar sem hann lýsti endurreisn plötuspilarans í lífi hans og var það afar góð lesning, þótt súrsæt væri. Því það má segja að halfgerð tónlistarleg eyðimörk sé innandyra á heimili hemúls þessa dagana enda plötusafnið mikla komið í hendur eiganda síns Hr. Lee. Aukinheldur græjunnar hans og hátalarar, og ég sit uppi með mitt hljóðkerfi sem hefur séð fífil sinn fegri. Ég er því í samningarviðræðum við unnustu mína um að losa okkur við magnarann sem bróðir hennar gaf okkur (mjög flókið diplómatískt ferli) en hann er af JVC gerð og er í sjálfu sér ágætur en er hannaður fyrir heimabíó og er leiðinlegur í stillingum. Ég er að vonast til að geta skipt honum uppí eitthvað gamalt kerfi með einföldum snúningstökkum og engu 90´s tölvukerfi eða LCD skjá. Ég á ágæta hátalara, en vantar fínan geislaspilara og auðvitað almennilegan plötuspilara. Því er útlit fyrir nokkrar hljómtækjaveiðar á næstunni, sem er afbragðs afþreying.
Viðræður standa enn yfir að svo stöddu en eru þó nokkuð að hallast í mína átt.