Thursday, July 19, 2007

ægilegt andleysi andskotans

Já, það er erfitt að byrja eftir langt hlé, en ein leið í þeim málum er eins og í mörgu öðru að dýfa sér í suður höfuð-áttina í grunnu laugina og ímynda sér að hún sé djúp.
Með því móti mætti sjá stjörnur og þar að leiðandi hugsa um ræsi, samkynhneigð og Oscar nokkurn Wilde. Það er ekki úr vegi að hugsa til Óskars þessa villimennis oft, því maðurinn vissi nokkuð í sinn haus. Ég ræddi við Fenris nokkurn Gunnarsson um tilvitnanir nú á dögunum, en þær eru að okkar mati uppvalin leið til þess að þykjast vita eitthvað. "Tja þessi fídus er nú helst til ofmetinn í þessu brakketi sem þjóðfélagið er orðið í dag. Þetta er náttúrulega orðinn hálfger Zetor sko, svo maður slá um sig." Sagði Úlfur og var hent út af spjallinu.
Oscar vissi mikið og samdi sínar eigin tilvitnanir sem bera hróður hans víða enn þann dag í dag. Gott væri að vera svipað mælskur og hann, og þó ekki nema hálfvegis væri.

only dull people are brilliant at breakfast.

En að mínu mati er frekar leiðinlegt að vera eitthvað að fara með einhverja frasa hér. Það er önnur síða sem notið hefur mikilla vinsælda sem á að sjá um það, en það eru frasalordarnir á frasi.tk. Aðstandendur þeirrar síðu hafa verið latir mjög að undanförnu, þykjast ætla í víking eitthvað en gera síðan ekki neitt í staðinn. Það er ekki til eftirbreytni. Og ekki heldur að skrifa um annarra manna vefsíður. Erfið fæðing eins og áður segir.
Jæja, ég ætla að fara að sjá hvort maður geti dáið úr ofneyslu kaffibauna. Ég sakna gæsanna, hér á eyri hvanna en þær koma í haust og biðja um kaffi, ef hermaðurinn hefur ekki grafið eigin gröf í skítahaug lífsins.