Um lifrapylsu og landa
Rakst á eitthvað pár innan um núþálegar þýskusagnir. Þessi skrif eiga líklega upptök sín í hinu einkennilega MR tímabili hemúlsins, en þá flaut maður um með fenrisúlfinum og fleirum á risastórri undirskál í miklu kaffihafi sem við drukkum úr látlaust í von um einhverskonar upphýfingu úr meðalmennskunni.
"Tunglið er fast á sporbaug um jörðu en miðflóttaaflið og aðdráttarafl jarðar heldur því í hæfilegri fjarlægð. Því er öldungis óþarfi að hafa miklar áhyggjur af árekstri reikistjörnunnar Jarðar og tungli hennar Tungli. Tungl þetta er um er rætt er talsvert stærra en sjálfrenningur og öfugt við almannaálit er það ekki úr osti, heldur lifrapylsu og útskýrir það hina fjölmörgu depla sem sýnilegir eru á tunglinu á heiðskýrri nótt í Þorra. Þetta tungl er kræsilegur matarforði fyrir landsmenn á erfiðum tímum. Mæli ég því eindreigið með því að landsmenn smíði valslöngvu nokkra, á stærð við meðal-vatnsfall á Austförðum, til þess að brúka til tunglferða.
Takk fyrir"
Og læt ég fylgja með hér uppskrift af landa í sinni einföldustu mynd frá svipuðum tíma.
Fyrir hundrað lítra:
24kg sykur
500gr ger
Fyllt upp með vatni
Haldið hitastigi í um 24-30 gráður celcius.
Og svo bara sjóða. Þetta eru ekki mikil vísindi.
Með Lifrarkveðju,
Der Hemúl
"Tunglið er fast á sporbaug um jörðu en miðflóttaaflið og aðdráttarafl jarðar heldur því í hæfilegri fjarlægð. Því er öldungis óþarfi að hafa miklar áhyggjur af árekstri reikistjörnunnar Jarðar og tungli hennar Tungli. Tungl þetta er um er rætt er talsvert stærra en sjálfrenningur og öfugt við almannaálit er það ekki úr osti, heldur lifrapylsu og útskýrir það hina fjölmörgu depla sem sýnilegir eru á tunglinu á heiðskýrri nótt í Þorra. Þetta tungl er kræsilegur matarforði fyrir landsmenn á erfiðum tímum. Mæli ég því eindreigið með því að landsmenn smíði valslöngvu nokkra, á stærð við meðal-vatnsfall á Austförðum, til þess að brúka til tunglferða.
Takk fyrir"
Og læt ég fylgja með hér uppskrift af landa í sinni einföldustu mynd frá svipuðum tíma.
Fyrir hundrað lítra:
24kg sykur
500gr ger
Fyllt upp með vatni
Haldið hitastigi í um 24-30 gráður celcius.
Og svo bara sjóða. Þetta eru ekki mikil vísindi.
Með Lifrarkveðju,
Der Hemúl