Tuesday, October 11, 2005

Nú verður gerð tilraun til ess að punkta hér á met-tíma, stjórinn er á leiðinni að sækja hauginn og sparka honum útí frerann. Annars er frost að festa í jörðu svo haugurinn þarf ekki að standa í þessari girðingavinnu mikið lengur og getur skellt sér í hið árlega vetrarfrí í Kanada.
Um helgina síðustu var opnaður á Hvanneyri bar. Og eru þetta ein mestu tíðindi sem riðið hafa yfir þetta kyrrláta kauntrísamfélag hér á síðustu áratugum. Barinn fékk nafnið Nostrovja (sp?), en samkvæmt ransóknarblaðamennsku minni hefur það nafn enga beina tengingu við aukinn flaum pólskra verkamanna til héraðsins. Faðir Haugsins lagði nú til við eigandann að barinn yrði skírður Landakot, og persónulega finnst mér það meira heillandi. Nostrovja er allt of kúltíverað eitthvað fyrir svona kauntrípöbb. Hálfgerð sýnimennska ef þið spurjið mig. En þetta eru engu að síður stórtíðindi fyrir HVE og kann að stuðla að auknum menningarsamtvinnungi gáfumannanna og snillinganna í Landbúnaðarháskólanum og okkur þessum sveitta almúga sem búum bara hér. Ég þekkti vitaskuld ekki nema svona einn-þriðja af pakkinu sem þarna var og ein bóndastúlkan þarna spurði mig hvað ég gerði hér. Nú ég sagðist eiga heima hérna en hún trúði mér ekki. það lítur út fyrir að það sé almennt álit treggáfaðra bændadeildarstúlkna að hér á þessum stað búi ekki nokkur sála sem ekki er beintengd Landbúnaðarháskólanum.
En pöbbinn er ágætur og nú geta menn heimsótt Hauginn og skellt sér á pöbbinn meðfram því að fá að klappa hoho og mumu og svoleiðis.
Lifið heil.