Þegar þu kemur þangað, þá ertu á vitlausum stað
"Því fugl er fyrst og fremst hreyfing; himinninn er partur af fugli, eða réttara sagt: Loftið og fuglinn er eitt; lángferð í sjónhendingu án jarðar, það er fugl; og hiti, því fuglinum er heitara en manninum, og hefur örari hjartslatt, enda hamíngjusamari sem heyra má á hljóðinu, ekkert hljóð er eins og fuglskvak og ekki fugl nema hann kvaki."
Svo prósaði Laxness og þótti kúltíveraður.
Ég veit ekki til þess að Smyrillinn (Falco columbarius) kvaki. Sagt er um hann að hann gelti þá sjaldan að hann lætur úr sér hljóð fjarri óðalinu. Enda segja þeir að þögnin sé djúp eins og eilífðin en blaður grunnt sem tíminn.
Við vorum heldur ekkert að blaðra mikið ég og Smyrillinn þar sem við mættumst í úrhellinu við dráttavél uppi á fjöllum. Við vorum þarna báðir í leit að skjóli og gátum nú deilt því einhver augnablik. Þó ber að nefna að Smyrillinn er harður nagli og er ekkert að deila sínu yfirráðasvæði með einhverjum öðrum, og þar sem hann sá að ég var heldur stór biti fyrir hann ákvað hann að víkja. Mér þótti þetta leiðinlegt því ég kunni vel við félagsskapinn enda orðinn hálf þokutrylltur eftir einn og hálfan mánuð á fjöllum. Ég hugsaði samt með mér að þetta væri svona eins og Bruce Lee og Steve McQueen. Steve gat aldrei verið alveg sáttur með sig í kringum Bruce því hann vissi að Lee gæti tuskað hann til ef hann vildi. Smyrillinn er Steve.
Annars sá ég Máf borða Máf í dag, þar þótti mér nú slá í harðbakkan og kann þó ekki vel við Máfa fyrir. Shithawks eru þeir kallaðir í gríni í alvöru í Ameríkunni.
Svo prósaði Laxness og þótti kúltíveraður.
Ég veit ekki til þess að Smyrillinn (Falco columbarius) kvaki. Sagt er um hann að hann gelti þá sjaldan að hann lætur úr sér hljóð fjarri óðalinu. Enda segja þeir að þögnin sé djúp eins og eilífðin en blaður grunnt sem tíminn.
Við vorum heldur ekkert að blaðra mikið ég og Smyrillinn þar sem við mættumst í úrhellinu við dráttavél uppi á fjöllum. Við vorum þarna báðir í leit að skjóli og gátum nú deilt því einhver augnablik. Þó ber að nefna að Smyrillinn er harður nagli og er ekkert að deila sínu yfirráðasvæði með einhverjum öðrum, og þar sem hann sá að ég var heldur stór biti fyrir hann ákvað hann að víkja. Mér þótti þetta leiðinlegt því ég kunni vel við félagsskapinn enda orðinn hálf þokutrylltur eftir einn og hálfan mánuð á fjöllum. Ég hugsaði samt með mér að þetta væri svona eins og Bruce Lee og Steve McQueen. Steve gat aldrei verið alveg sáttur með sig í kringum Bruce því hann vissi að Lee gæti tuskað hann til ef hann vildi. Smyrillinn er Steve.
Annars sá ég Máf borða Máf í dag, þar þótti mér nú slá í harðbakkan og kann þó ekki vel við Máfa fyrir. Shithawks eru þeir kallaðir í gríni í alvöru í Ameríkunni.