Friday, June 10, 2005

um körfubolta, og ekkert væl síðan

Ullarpeysa, neftóbak og slagveður. Velkominn í hið íslenska sumar Haugsins. Ekkert stál og hnífur hér, heldur net og gaddavír. Það þykir einkennilegt að vera kominn heim og menn eru einkennilegir. Hitti til dæmis Úlf Gunnarsson um daginn. Hann var einkennilegur. Það kann að vísu að hafa verið vegna þess að ég á að hafa hringt í hann nokkuð ölvaður um daginn og hef sjálfsagt lesið honum pistilinn eitthvað því daginn eftir þegar ég skreið frammúr herberginu fann ég síman í brotum á eldhúsborðinu. Þetta þótti mér nokkuð sérstakt.

Í annað. San Anatonio Spurs vann verðskuldaðan sigur gegn Pistons í gærkvöldi og er ljótt að segja frá því. Ég hef verið eitilharður stuðningsmaður Pistons frá því að ég var 10 ára. En þetta var bara helvítis choke. Bruce Bowen tók Hamilton í nefið í vörninni, Prince gat ekki rassgat, og þótt R. Wallace hafi staðið sig vel með eitthvað um 5-6 blokk á móti Duncan, þá var hann ekki að gera neitt í sókninni. Það er eins og þeir hafi ekkert hjarta þessir strákar. Hvar eru Detroit Bad Boys? Eitthvað er að.
Að lokum vill ég nú samt væla aðeins yfir tveimur hlutum. 1: Ginobili er að njóta þess að vera hvítur þessa daganna. Vörnin sem hann spilar er svona halda og hrinda vörn í anda þeirra sem ekki nenna að hreyfa sig en hann kemst upp með það og hann fékk gefins tvær villur á B. Wallace þegar það var greinilega ruðningur á Ginobili í bæði skiptin. Þetta er þekkt fyrirbrigði í NBA. Hann er hvítur og fær ekki villur, og hvað þá sóknarvillur.
Man einhver eftir John Stockton?
2: Tim Duncan. "Einn albesti leikmaður deildarinnar," þeir þreytast ekki á að tyggja þessa þessar aumu skræfur sem eiga að lýsa leikjunum fyrir okkur á Íslandi. Ég ætla ekkert að mótmæla þessu, Duncan er svakalega öflugur, en þó hrjáir hann einn kvilli. Hann er einn sá al-leiðinlegasti leikmaður á að horfa í NBA, gjörsamlega karakterlaus. Boooooooooooooring. Maður verður alltaf fyrir vonbrigðum þegar San Antonio komast í úrslit og síðasta nótt var engin undantekning.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

bjorn hér; nba sucks!

6:28 AM  
Blogger Halldor said...

Já takk fyrir það Björn. Menn eru misjafnir, og skoðanir einnig.
En ef ég þekki þig rétt þá er þetta vel ígrunduð skoðun, eftir nokkra ransóknarvinnu. Mér þykir t.d. ekkert gaman að horfa á fótbolta, þótt það sé frábært að spila hann.
Og læt ég þar við sitja, en þinni skoðun hefur verið komið á framfæri.

8:39 AM  

Post a Comment

<< Home