Um menningarkempur og drykkjusiði íslenskra gammel-lækna
Menn þykjast kúltíveraðir út um allan veraldarvefinn, að því leiti að þeir séu að költast á kaffihúsi og skrifa pistilinn beint inn á netið í þráðlausri tengingu með kaffibollan fullan af mjólk og sykri. Þannig að til þess að öðlast stimpil kaffiköltarans í kúltúrfíling með kaffið í annarri og helvítis æ-pod ruslið í hinni og vélina beint af augum, þá sit ég hér í James Bay Coffee co og þykist töff. Vandamálið er að vísu það að ég er ekki með þráðlaust net hér, þannig að ég skrifa þetta bara á gamla Word og skammast mín fyrir költleysuna. Ég á ekki I-pod heldur enda er stafræn músík rusl og þá sér í lagi emmpjéþrír, þannig að maður er ekkert að stressa sig á því. Analók er konungur í mísíkheiminum og auk þess er ég með um fjóra kanadíska dollara í vasanum sem er aleigan að þessu sinni, og af því leiðir að maður er nú ekki beinlínis fastagestur í hljómtækjabúðunum.
Minn munaður í dag verða þrír kaffibollar í þessu huggulega umhverfi hér, og maður bætir upp tækjaskortinn með bóhemísku kaffiþambi. Vitaskuld er kaffið svart, því eins og löngu er vitað þá er það trúbrot að menga kaffi og bara fyrir aumingja og kellingar að nota mjólk eða sykur. Svona svipað og að blanda Tab í Kampavín. Annars er ég enginn freyðivínsgaur, en maður er nú ekkert að neita því heldur þegar manni er boðið það ókeypis.
Hér áður fyrr, er ég bjó í höfuðborg lýðveldisins og vann á lyfjalager í Borgartúninu. Þá var költið að fylgjast með í blöðunum og annarstaðar, og mæta síðan á allar opnanir og afhjúpanir og hvaðeina sem gæti innihaldið frían mat og vín. Á þessu tímabili var maður innanbúðarmaður hjá borginni og þáverandi Borgarstjóri Ingibjörg Sólrún var alltaf að reyna að fá mig til að vera hennar hægri hönd í listamálum borgarinnar. Ég afþakkaði það nú pent bara og sagði henni að ég mundi aldrei vinna fyrir “The Man.” Hinsvegar sagði ég henni að ég skildi ráðleggja henni í hattkaupum og samkvæmisdönsum, gegn því að fá sendiherrastöðu í Japan eftir fimmtán ár. Þannig að maður er með plan þótt það beri kanski ekki mikið á því á stundum.
En aftur að lagernum, þar vann ég við það að pakka og merkja dóp sem síðan var ferjað í allar áttir af alskonar sendibílstjórum, sem voru mistöff en einn var þó með yfirvaraskegg og var því þrepi hærra settur í mínum bókum. Nú, lyfin og eyturlyfin sem við pökkuðum þarna voru allt frá hóstameðölum upp í hreint amfetamín. Og þar sem þarna var nú ekkert sérlega mikið að gera, þá velti maður því stundum fyrir sér hvernig væri hægt að smygla þessu drasli út selja saklausum unglingum fyrir vasapeninganna þeirra. Mestan áhuga vakti vitaskuld 96% spíri (ómengaður) sem þeir voru þarna með í 200 lítra tunnum, fjórar á bretti, og hreinn Ether sem var seldur þarna í lítratali. Maður lét sér nú nægja að dreyma um þessa hluti því það er ekkert stuð í jeilinu. Hinsvegar voru þarna nokkrir allsérstakir læknar sem komu og pöntuðu alskyns einkennilegt dótarí. Helst ber að nefna einn æfagamlan sem mætti þarna mánaðarlega og pantaði tvær tveggja lítra spíraflöskur. Sá gamli var vitaskuld löngu hættur að praktísera, og greinilega bara að búsa í ellinni, og af hverju ekki?
Það var eitthvað við þennan ákveðna lækni sem mynnti mig á Fenrisúlfinn. Ekki veit ég hvað.
Friður
Minn munaður í dag verða þrír kaffibollar í þessu huggulega umhverfi hér, og maður bætir upp tækjaskortinn með bóhemísku kaffiþambi. Vitaskuld er kaffið svart, því eins og löngu er vitað þá er það trúbrot að menga kaffi og bara fyrir aumingja og kellingar að nota mjólk eða sykur. Svona svipað og að blanda Tab í Kampavín. Annars er ég enginn freyðivínsgaur, en maður er nú ekkert að neita því heldur þegar manni er boðið það ókeypis.
Hér áður fyrr, er ég bjó í höfuðborg lýðveldisins og vann á lyfjalager í Borgartúninu. Þá var költið að fylgjast með í blöðunum og annarstaðar, og mæta síðan á allar opnanir og afhjúpanir og hvaðeina sem gæti innihaldið frían mat og vín. Á þessu tímabili var maður innanbúðarmaður hjá borginni og þáverandi Borgarstjóri Ingibjörg Sólrún var alltaf að reyna að fá mig til að vera hennar hægri hönd í listamálum borgarinnar. Ég afþakkaði það nú pent bara og sagði henni að ég mundi aldrei vinna fyrir “The Man.” Hinsvegar sagði ég henni að ég skildi ráðleggja henni í hattkaupum og samkvæmisdönsum, gegn því að fá sendiherrastöðu í Japan eftir fimmtán ár. Þannig að maður er með plan þótt það beri kanski ekki mikið á því á stundum.
En aftur að lagernum, þar vann ég við það að pakka og merkja dóp sem síðan var ferjað í allar áttir af alskonar sendibílstjórum, sem voru mistöff en einn var þó með yfirvaraskegg og var því þrepi hærra settur í mínum bókum. Nú, lyfin og eyturlyfin sem við pökkuðum þarna voru allt frá hóstameðölum upp í hreint amfetamín. Og þar sem þarna var nú ekkert sérlega mikið að gera, þá velti maður því stundum fyrir sér hvernig væri hægt að smygla þessu drasli út selja saklausum unglingum fyrir vasapeninganna þeirra. Mestan áhuga vakti vitaskuld 96% spíri (ómengaður) sem þeir voru þarna með í 200 lítra tunnum, fjórar á bretti, og hreinn Ether sem var seldur þarna í lítratali. Maður lét sér nú nægja að dreyma um þessa hluti því það er ekkert stuð í jeilinu. Hinsvegar voru þarna nokkrir allsérstakir læknar sem komu og pöntuðu alskyns einkennilegt dótarí. Helst ber að nefna einn æfagamlan sem mætti þarna mánaðarlega og pantaði tvær tveggja lítra spíraflöskur. Sá gamli var vitaskuld löngu hættur að praktísera, og greinilega bara að búsa í ellinni, og af hverju ekki?
Það var eitthvað við þennan ákveðna lækni sem mynnti mig á Fenrisúlfinn. Ekki veit ég hvað.
Friður
1 Comments:
Sól skín á rollu rassa....
Post a Comment
<< Home